Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 36
696 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I þá er ég kaupsýslumaður frá New j York og verð ef til vill stundum að vera nokkuð harðskeyttur til þess að hafa mitt fram. En það getur vel verið að ég sé annar maður utan kaupsýslunnar, eins og sést á því, að mér þykir mest yndi að því að vera á veiði- ferðum og rannsóknaferðum. Og úti í náttúrunni á það ekki við að snúa upp á sig, og þar kemst eig- ingirnin ekki að. Þar verða menn að hjálpa hver öðrum, sýna hver öðrum bróðurþel, því að annars getur illa farið þegar minnst varir. Sá sem hlýðir kalli náttúrunnar verður að vera ósérplæginn og vin- gjarnlegur, það er honum sjálfum bezt. Jæja, við skulum þá loka skrif- stofunni og „stinga af niður á bóg- inn“. í litlu byggðarlagi á Labrador- strönd, þar sem Saint Lawrence- fljótið þenst út og verður að hafi, verður kaupsýslumaður frá New York einkennilegt aðskotadýr. Það er hætt við að um hann myndist allskonar þjóðsögur. Þegar skamm- degið leggst að og kvöldin verða löng hér norður í einangruninni, þá segja mæður börnum sínum sögur aí þessum manni, sem kom hingað til þess að færa þeim regluleg jól. Það hafði nú aldrei verið ætlan mín í upphafi að leika nokkurs konar jólasvein fyrir börnin þarna úti á hjara veraldar. Eg fór þangað norður til þess að hvílast, til þess að veiða, og til þess að stunda nátt- úrufræðirannsóknir hér í ókunnu landi. Eg valdi mér þar stað sem mér leizt vel á. Þar voru tvær laxár, þar var selur og ýmis önnur dýr, sem hægt var að athuga og veiða. Ár eftir ár lagði ég leið mína til þessa sama staðar, og koma mín vakti alltaf fögnuð meðal þeirra, sem þar áttu heima. Þetta var ágætt fólk, en mér blöskraði að það fór alls á mis, það hafði ekkert er lífgað gæti upp tilveru þess. Sér- staklega rann mér til rifja fábreytn- in í hfi barnanna. Þau þekktu ekk- ert til þeirra skemmtana og lífs- gleði, sem talin er sjálfsögð annars staðar. Þau ólust upp við grátt til- breytingaleysið og þau urðu full- tíða án þess að hafa neina von um að breyting yrði á þessu. Þetta voru og eru alnbogabörn veraldar- innar. Það er ekkert nýtt, að þeir sem ferðast til afskekktra staða, reyni að hjálpa þeim, sem þar fara alls á mis, en það mátti heita tilviljun að hægt væri á þessum stað, og við þau skilyrði sem þar voru, að vekja fögnuð og áhuga manna og kvenna, og skilja þeim eftir á hverju ári endurminningu um vin- áttu og gott hjartaþel, en börn- unum gleði og tilhlökkun, er enzt gat þeim allan hinn langa vetur. Hugmyndin kom, varð að veru- leika og árlegri venju, sem allir hlökkuðu til og þráðu, hátíðarinnar í ágústmánuði, sem haldin var á afmæli kaupsýslumannsins. Allir tóku þátt í þeirri hátíð og þó nutu bornin hennar sérstaklega. Þetta var eins og þreföld hátíð, þar sem slengt var saman jólunum, þjóð- hátíð og almælisdegi. Aldrei hafði slík hátíð verið haldin á Labrador. Labrodor má heita óþekkt land, eins og áður er sagt. Þeir, sem þar eiga heima, sætta sig við einangr- unina eins og eitthvað ófrávíkjan- legt. Einu samgöngurnar eru á sjó á sumrin og með hundasleðum á vetrum. Vörur sínar fá þeir frá einhverjum óþekktum stað langt í burtu, en allar lífsnauðsynjar sínar verða þeir að sækja í sjóinn. Engir vegir eru á Labrador, varla nokkurt byggðarhverfi, engir lög- fræðingar, engir dómstólar, engir skattax og engin yíirvöld. Þaina eru og glæpir óþekktir. Þarna eiga heima um átta þúsundir manna alls, og einu yfirvöldin eru rauð- klæddir lögregluþjónar, sem hafa lögin í höfðinu og bera staf í stað- inn fyrir marghleypu. Mönnum getur því skihst, að há- tíð sé þar stórviðburður, sem menn hlakka til lengi og njóta síðan í fuilum mæh. Hátíðin hefst með því, að allir karlmenn eru settir að hrokuðum langborðum í dagstofunni. Borðin eru skreytt með mislitum blöðrum, tilbúnum og eðlilegum blómum, berjum og iaufum. A miðju borði stendur griðarstórt æðarhreiður og í því situr skrautbúin Parísar- brúða — eina kvenveran við þessa máltíð. Menn eta og drekka þang- að til þeim líður vel. Þá er staðið upp frá borðum og gengið til kvenn -anna, sem eru í öðru herbergi. Þar stendur stórt jólatré, grenitré upp- ljómað af kertaljósum, og grein- arnar svigna undan þunga óteijandi dularfullra böggla. Svo er sungið og dansað, og svo kemur það allra bezta þegar út- varpið er opnað og inn í stofuna streymir músík utan úr heimi. Þetta er sannkallaður hvítigaldur. Þarna er líka stór hrúga allskon- ar böggla. Utan um hvern þeirra er vafið gömlu dagblaði, en alhr eru þeir merktir. Kaupsýslumaður fer upp á kassa og kallar á hvern mann með nafni, þegar böggull hans kemur. I bögglunum eru alls- konar gjafir, hlýr fatnaður, skór og ótal nytsamir hlutir, sem nokkrir vinir kaupsýslumannsins í New York hafa gefið. Þar er líka messu- skrúði handa prestinum og silfur- stjaki á altarið í htlu kirkjunni, af því að börnin báðu um þetta árið áður. Hver maður fær sinn böggul og það sem honum hentar bezt. Og svo ber gest að garði. Það er enginn annar en Jólasveinninn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.