Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 45
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T05 Camlar veðursoár * í sambandi við jólin Jósefinu keisaradrottningu, sem vax dóttir Taschers á Martinique. ÖNNUR dóttir Eugens Beauharnais, Amalia, giftist 1829 Pedro I. keisara í Brazilíu. Þegar Napoleon lét Junot hershöfðingja hernema Portúgal, flýði konungurinn til Brazilíu, er verið hafði nýlenda Portúgals, og stofnaði þar keisararíki, en hélt samt sem áður réttindum sínum til ríkis í Portúgal, en afsalaði þeim í hendur dóttur sinnar Maria de Ia Gloria, sem ekki var nema 7 ára gömul þá. Pedro var ekki keisari í Brasilíu nema tvö ár, og varð þá að víkja fyrir syni sínum af fyrra hjóna- bandi. Þá hafði Miguel prins tekið völdin í Portúgal af dóttur hans, en Pedro fór þá heim, náði Lissabon á sitt vald, og tók við völdum í nafni dóttur sinnar. Þannig varð önnur sonardóttir Jósefínu drottning í Portúgal. Pedro andaðist skömmu síðar, en Amalía lifði 40 ár eftir það. Eftir fráfall Pedros tók María við ríki og nefndist María II. Hún giftist Ágúst prinsi af Leuchtenberg, syni Eugens og bróður Amalíu drottningar. En það varð stutt hjónaband, því að maðurinn dó tveimur mánuðum eftir brúðkaupið. Eugen átti svo syni og sá yngri varð tengdasonur Rússakeisara. Hann átti 6 börn með konu sinni og fengu þau öll keisaralega titla sem prinsar og prins- essur Romanowski. Sá ættbogi var mikilsráðandi í Rússlandi allt fram að byltingunni. Nú eiga flestir afkomend- ur þeirra heima í Frakklandi. Árið 1830 sagði Belgía sig úr lögum við Holland, og stóð þá til, að prins Nikolai Romanowski, sem var aðeins 14 ára gamall (sonarsonur Eugens) væri tekinn þar til konungs. En Leo- pold af Koburg-Gotha varð þó hlut- skarpari. Samt sem áður situr nú einn af afkomendur Taschers á Martinique á konungsstóli í Belgíu. Það er Baudo- in konungur. Móðir hans var Astríður Svíaprinsessa, en foreldrar hennar, Carl prins og Ingeborg prinsessa voru bæði komin af Jósefínu drottningu, dóttur Taschers á Martinique. LENGI var sú trú hér á Iandi, að veð- urfarsbreytinga mætti vænta í sambandi við ýmsa merkisdaga ársins. Og auðvit- að urðu jólin þar ekki útundan. Eru mestar veðurfarsspár við þau bundnar, eins og vænta má, þar sem um hálfs- mánaðar tíma er að ræða. Ýmsar af þessum jólaspám eru af út- lendum toga spunnar, svo sem Jólaskrá Beda prests. Þar segir, að ef áttidagur jóla (nýársdagur) verði á miðvikudag, eins og nú er, þá verði „vetur harður og óhollur, vorið þurrt og vindasamt, sumar hagkvæmt, heyskapur mikill og erfiður, ávöxtur jarðar góður, ungra manna dauði, erfiðar sjóferðir". En hinum inniendu spám ber ekki vel saman og er þ?" eðlilegt svo sem veðr- átta er misjöfn eftir landsfjórðungum. Mikið var undir því komið hvenær jólatunglið kviknaði, eins og sjá má á þessum visum: Hátíð jóla hygg þú að, hljóðar svo gamall tcxti: ársins gróða þýðir það ef þá er tungl 1 vexti. En ef máninn er þá skerðr, önnur fylgir gá*a, árið nýa oftast verðr í harðasta máta. Ekki er sama á hvaða degi tungl kviknar, og veðrátta á einu tungli fer mjög eftir þrf hvernig bugurinn á því er, þegar það er nýkviknað. Því meiri sem bugurinn er og því hvassari sem oddarnir eru, því stormasamara á að verða. Norðan lands var það trú að veðurfar verði hið sama fyrstu fimmt tungls, eins og það var seinustu fimmt næsta tungls á undan, og talið var að jafnan breyttist veður upp úr fimmt- inni, þ.e. þegar tungl var fimm nátta. Að þessu sinni kviknar jólatunglið kl. 5,12 laugardaginn 21. desember og þann dag hefst 9. vika vetrar. Þetta veit á gott, því að ef jóladagur kemur með vaxandi tungli, þá er gott ár 1 vænd- um, og ef gott er veður á sjálfan jóla- daginn, veit i enn betra. Þá var og lagt, að iftir þvi *em viðraði á Tómas armessu (21. des.) mundi viðra til mið* vetrar. Aldrei er svo mikill gaddur um vetrarsólstöður, að ekki verði frostlaust sólstöðustundina. Sólstöðustundin er nú í Reykjavik kl. 1.49 aðfaranótt 22. des. „Svo sem viðrar sólhvarfadaginn og 3 daga fyrir og eftir, svo mun veturinn verða'-. Sé sólskin fagurt á jóladag verður gott ár, sé sólskin annan dag jóla, verð- ur hart ár. Annars má merkja tíðar- far allt árið é því hvernig viðrar jóla- dagana tólf. Merkir þá jóladagur janú- ar, annar jóladagur febrúar, þriðji marz o. s. frv. Eins og viðrar þessa daga, svo á að viðra í hverjum mánuði. Þegar hreinviðri er og regnlaust á að- fangadag og jólanótt, ætla menn að það boði frostasamt ár; en viðri öðru vísi veit á betra. Blási 4. jólanótt veit á hart, en blási 5. jólanótt veit á siæmt sumar; blási 6. verður grasvöxtur lítill, blási 7. verður gott ár. Ef stillt viðrar seinasta dag ársins, mun gott ár verða sem í hönd fer. Ef stórviðri er á nýársdag, boðar það mikla storma. Blási 13. nótt jóla vestanvindur, veit á frostasumar. Eftir veðri á Knútsdag (Eldbjargarmessu 7. jan.) á að viðra eftir vertíð á vorinu. Góð vetrarmerki þótti gömlum mönnum, ef vel viðraði fyrst og seinast í janúar. — xx — Þriðji mánuður ársins að fornu tali, Mörsugur, hefst nú á jóladaginn. Þá er sðlarupprás kl. 10.23 og sólarlag kl. 14.32, eða dagurinn 4 klukkustundir og 9 mínútur í Reykjavik. Á nýársdag hefir sólargar.gur þegar hækkað svo, að dagurinn er 4. klst. og 23 mínútur. — xx — Þrettánda nóttin er oft nefnd „draum nóttin mikla því að þá drejmir menn merkasta og þýðingarmesta drauma. Þrettándinn var hátíðlegur haldinn hér á landi fram til 1770, og viða eimir enn eftir af því. Það var kallað „að rota jólin", «r menn heldu upp i þrettánd- ann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.