Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «77 Þar var straumur svo harður, að tugt, en hafði verið hraustmenni. Var þá þegar tjaldað yfir honum með seglinu uppi á skerinu og var hann færður í þur föt, sem hann hafði með sér, og hresstist hann skjótt við það. í sama mund hljóp takverkur í Einar, svo hann þoldi ekki af sér að bera, og veltist hann þar um skerið á meðan hinir fimm settu bátinn og hvolfdu honum, því að undir honum ætluðu þeir sér að búa á meðan þeim entist líf. Að því búnu fóru þeir allir undir bátinn. Allir voru þeir þá rólfærir, utan sá sem meiddist á fætinum, sem áður er um getið. Eftir þetta tók Ketill upp hjá sér svið af lambi, er hann hafði haft í fataböggli sínum, og send voru með honum frá stúlku á Skarði, til barns sem hún átti í eyunum. Skifti Ketill því milli fé- laga sinna; annað nærðust þeir ekki þennan tíma. Þeir félagar bundu það allir fast- mælum, að enginn skyldi annan hvetja til þess að fara úr skerinu, nema einsýnt væri, svo að lík þeirra fyndist þar; því ekki var annað fyrir að sjá en þeir myndi þar allir deya, þar hvergi sá þá út yfir ísinn, og sjaldan til lands um daginn fyrir norðan hörkuhríð, þar í einni svipan sprakk upp ísinn og ruddist í garð undir bakborðssíðu bátsins og fleygði honum á keipa. Kallaði þá formaðurinn og þeir, sem voru á stjórnborða, að koma og rétta við með þeim bátinn. Hin- um 17 vetra ungling, sem áður er um getið og þá var á bakborða, andaðist þá í brjóst að kalla til hinna að koma yfir og skyldu allir hanga þar á borðinu, þar til bát- urinn rynni ofan af jakagarðinum; og svo var gert. í þessu bili varð Jóni Sigurðs- syni fastur annar fóturinn milli íssins og bátsins og máttu tveir fara til að hjálpa honum, svo fast ýtti straumurinn á. Jóni varð hjálp- að upp í bátinn; lá hann þar og gat ekki í fótinn stigið, svo mikið hafði hann marist. Þannig heldu þeir áfram að reiða fyrir straumi og vindi, þrátt fyrir allar tilraunir, þar til komið var að skeri því í Krókaskerjum, er Svartbakasker heitir; það er IY2 viku sjávar út frá Skarðsstöð. Komust þeir félagar í vök eina, er lá að skerinu, og lentu loks við það um sólarlagsbil á föstudags- kvöldið. Var þá svo dregið af ein- um þeirra, Katli, að hann þekkti ekki félaga sína, hann var um sex« til um það leyti er þeir náðu sker- inu, að heldur fór að hægja og birta upp hríðina, en frostið var mikið. Um nóttina lágu þeir undir bátn- um og hlúðu að sem þeir bezt gátu með jökum og þangi, svo full- heitt var. Á laugardagsmorguninn fóru þeir félagar út úr skýli sínu. Var þá komið gott veður, hægur á land- sunnan, með litlu frosti, en ísinn að sjá við sama. Var þá komið nálægt fjöru. Loftur gekk þá sér til hita, því honum var hrollkalt, upp á sker eitt er Stöng heitir, og sýnist hon- um þá vera auð rifa alla leið inn að Stöð, en sér þó að mikill ís er á ferð út á milli lands og skersins. Þá var enn útfall. Með því nú að bæði sýndist honum tiltök að kom- ast til lands, ef fljótt væri við brugð -ið, og svo hins vegna að hann mun hafa borið kvíða fyrir því, að hann kynni lengst að lifa, ef allir skyldu þarna deya, þá hleypur hann til félaga sinna og segir þeim, að nú virðist sér tiltök að komast í land, ef fljótt sé að gert. En því var af hinum enginn gaumur gefinn og minntu þeir hann á sáttmála þeirra kveldið áður. Loftur lét þó ekki þar við stað- ar nema. Kallar hann Jón Bjarna- son með sér inn á áður nefnt sker, til að sýna honum og fá hann í fylgi með sér að koma þeim af stað. Þegar þeir koma aftur, ber þeim báðum saman um að tækilegt sé að komast til lands ef svo fljótt væri við brugðið að ísinn næði ekki að loka rifunni. Ekki létu hinir undan að heldur og voru jafn harð- ir með að fara hvergi. Loftur segir þá við formanninn, að hann sé skuld í lífi þeirra allra, ef hann ekki bregði þegar við, hvolfi upp bátnum og fari af stað. Við þau orð brá honum s>v O, að þetta var íraar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.