Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 8
668 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS urinn náði sér furðu fljótt og varð jafngóður. Þetta skeði fyrir um það hundrað árum og þótti undur mesta, og auðvitað átti skerprestur sinn þátt hér í. — (Hann hét Ðavíð Ólafsson frá Kirkjubæ, f. 14. apríl 1936). ÞEIR SEM í fyrsta sinni fara upp á Súlnasker leggja nokkra skild- inga í steinþró uppi á eynni og hef- ir sá siður víst haldist mjög lengi. Það var segin saga, að peningarn- ir voru horfnir, er upp var komið næst. Fyrrum var sú trú, að sker- presturinn kæmi fram á brún á skerinu, ef slæmt veður var í að- sigi, en mjög er brimasamt við eyna og hættur miklar. Hjá eyjafólki hefir jafnan verið einhver helgi yfir Súlna- eða Almenningssker- inu, því allar eyjarjarðirnar hafa þar jafnan rétt til ínytja. Skerinu góða, sem það og var kallað, enda var gagnsemi þess mikil. Um og eftir miðja nítjándu öld var árleg- ur arður af Súlnaskeri talinn um 290 ríkisdala virði, þá var fýlungi virtur á 4 sk. og fullgerð súla á 16 sk., sem svaraði um 6 ríkisdöl- um á hverja jörð í Vestmannaeyj- um. Auk hinna almennu jarðahluta var og skipt gjafahlut handa fátæk- um. í Almennings- eða Súlnaskerið lét helmingur eyjabænda árlega, á víxl, einn mann til sóknar í skerið, en þeir sem eigi áttu förina í skerið í það sinn, tóku samt jafn- an hlut á við hina. Göngunni upp á skerið var skipt eftir föstum fornum reglum og kom í hlut átta jarða ár hvert eftir boðleið að leggja til göngumann og fékk hann sérstakan gönguhlut, þótti happ að þau árin, sem bóndi átti gönguna. Við skipti úr Súlnaskeri hélst hinn gamli siður, að skipta á jarðarvöll, tveim jörðum í senn. Með skerdeg- inum, deginum sem farið var í skerið, byrjuðu fýlaferðir (fýlunga- sóknin) ár hvert og stóðu kringum hálfa aðra viku. Skerdagurinn var laugardaginn í 17. viku sumars eða næsti virkur dagur, væri eigi færi, er gaf. Farið var á tveimur stór- skipum. Flögg höfð uppi er heim var komið til merkis um að allt hefði gengið vel. Allur þorri eyja- manna var samankominn, rétt eins og nú, á þjóðhátíðinni í Herjólfs- dal, niður við skiptivöll, hvort sem lent var við Stokkhellu eða flaut upp að hrófum. — Þarna voru öll hross sem til voru í Eyjum saman komin undir laupum (fýla- laupum) til að flytja á sjóblautan fuglinn upp á bæi. Hreppstjórar stóðu í fuglakösinni og skiptu og flokkuðu niður eftir vænleika, gerðsúla, hálfgerð og skerhngur, þ. e. dúnungi. Sama um fýlungann, lakasti fýlunginn var kallaður láki og náðu naumast að vera taldir með, skárri heldur rifan svokallaða. Hreppstjórar kölluðu hvellri röddu upp jarðamörkin við skiptin og töldu fram í sífellu eftir gömlum máta, tveir og tíu, f jórir og tíu, tveir og tuttugu, fjórir og tuttugu o.s.frv. ætíð tvær einingar í senn, koll af kolli, aftan við fullnaða tugi, sama og tíðkaðist við skipti úr fiskkös á vertíð. Festarhlut fengu þeir, er lögðu til festar og sigabönd. Göngu- menn máttu velja sér af óskiptu eina súlu, keppsúlu, hver fyrir bar- eflið, súlukeppinn, er súlan var rotuð með. Súlnaveiðin var aðeins á 4 eyjum að meðtöldu Súlnaskeri og heyra 2 þeirra undir Kirkjubæ, en súlnaveiðina í Hellisey áttu all- ar Vestmannaeyjajarðir eins og í Súlnaskeri og skiptist, heitir þar Vestursókn, þ. e. vesturhluti eyj- arinnar, sem féll undir vissar jarð- ir, en Austursóknin undir aðrar. Geirfuglasker syðstu úteyna eiga og allar Vestmannaeyjajarðir jafnt, gönguna á Geirí uglasker höfðu átta jarðir í senn eftir boðleið. Þar verp- ir fýlungi og svartfugl. Þangað var farið til eggja (svartfugla) á vor- in. Síðasti geirfuglinn á Geirfugla- skeri var tekinn um aldamótin 1800. ELSTU aðferðirnar til uppgöngu á skerið, sem menn nú þekkja, af sóknarlýsingu séra Gissurar á Ofanleiti, frá 1703, munu vera æva- gamlar. Þrír vel léttfærir menn voru valdir til að fara á undan og fyrstur fór sá er mestur var fjalla- maðurinn, en göngumennirnir voru 7 að meðtöldum sigmanni. Er stig- ið var af skipi var khfrað upp berg- ið í 6—7 faðma hæð og staðnæmst á bergstalh, Illugabæli svokölluðu, þar knékrupu mennirnir og gerðu bæn sína. Að lokinni bænagerð hófst uppgangan á ný með fyrir- liðann í fararbroddi, en hinir þræddu sig eftir honum, ýmist snið- hallt eða beint upp, en þó mest ská- halJt. En er fyrir varð slétt berg, körtulaust eða framslútandi, svo hvergi varð fest tá eða fingur á minnstu körtu í berginu, vandaðist malið, en samt varð þeim ekki ráðafátt. Skergöngumaðurinn eða fyrirhðinn, tók þá til snæris og batt léttum steini í það, festi við vaðinn og kastaði upp fyrir sig yfir næstu snös eða nef, oft í 5—6 faðma hæð. Sló hann síðan til snærislykkjunni, þannig að þyngd steinsins drægi hana niður og seig hann smám saman uns hægt var að ná í snærið með hendinni. Einn eða tveir mannanna náðu taki á vaðarendan- um sem undirsetumenn, og dróg skergöngumaðurinn sig svo upp a höndunum og sló vinstri fæti um vaðinn, en þeim hægri tyllti hann á bergið, þar sem hann náði til, og komust mennirnir með þessum seinfæra hætti upp á einum glas- tíma eða þar um bil. Fimm af göngumönnunum var gefið niður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.