Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «7S undan, er eg rétti húsráðendum hönd- ina; enn væri eg haldinn sömu ólækn- andi feimninni, orðfár af þeim sökum og vegna vankunnáttu í framandi máli, stæði eg nú frammi fyrir þessu mikils- virta fólki, en því hlýrra væri mér innan brjósts og meira niðri fyrir, þeg- ar eg minntist nú heilræðanna, er mér voru gefin í bernsku og eg vildi enn fyigja. Loks talaði Yrjö Soini í léttum tón, því að hann er húmoristi. En eg man ekki annað úr ræðu hans en það tvennt, að hann þakkaði samferðafólkinu fyr- ir, hve það hefði verið góð börn, og enn fremur bar hann fram þá ósk, að gestirnir flyttu kveðjur heim með sér og segðu í ræðu og riti frá því, sem þeir hefðu séð og heyrt athyglisverðast eða orðið hefði þeim til mestrar gleði í ferðinni. Við þessari sanngjörnu ósk hans hef eg nú leitast við að verða. Að öðrum kosti hefði eg líklega steinþag- að, nema í hópi örfárra kunningja. Svo er staðið upp frá borðum, kvadd- ir eru húsráðendur og fleiri, sem þarna verða eftir. Þeirra á meðal er Jarl Lou- hija. Eg get ekki stillt mig um að faðma hann að mér, þennan elskulega mann, sem alltaf hefur verið jafn- óþreytandi í þjónustu sinni, hjálpsemi og glaðværð. Hafa verður hraðan á og komast til flugvallarins í tæka tíð. Þetta tekst. Fyrr en varir er flogið þúsundir feta yfir vötnunum, sem daginn áður var siglt eftir og síðla gleymist. Á flugvellinum í Vatnsskógi við Helsingfors týnast enn fleiri úr hópn- um. Meðal þeirra er Maj-Britt Eriks- son, sem flýgur þaðan til Stokkhólms. Mér finnst draga ský fyrir sól, þegar hún verður eftir, og má hver, sem vill, álasa mér fyrir það.... Við flugskrifstofuna verður Yrjö Soini eftir og kveður okkur, einnig Jó- hannes Edfelt og kona hans, svo að nefnd séu nokkur hin minnisstæðustu nöfn. En þar tekur á móti okkur Carl Fredrik Sandelin og ekur okkur Kristjáni, Hans Lyngby Jepsen og konu hans til Hótel Vaakuna, þar sem her- bergi bíða okkar. Eg get ekki orða bundizt yfir allri þessari fögru hugul- semi. En Sandelin vill ekki heyra neitt þakklæti fyrir jafnsjálfsagðan hlut og réttir okkur hönd sína í kveðjuskyni við hóteldyrnar. Slíkt hið sama gera aðrir ferðafélagar, sem það eiga eftir, síðust Solveig von Schoultz, sem hefur lofað að koma með okkur Kristjáni daginn eftir á listasafnið Ateneum. Þarna eins og oftar höfum við Kristján sameiginlegt áhugamál. Báðir vorum við eitt sinn að hugsa um að gerast málarar og berum því æskuást í brjósti til myndlistarinnar. Lengi lifir í gömlum glæðum. Þegar hér er komið sögu, streymir vatnið úr loftinu, eins og hellt sé úr fötu — fyrsta rigningin, að undanskild- um smáskúrum, á sex dögum í Finn- landi! Samningurinn, sem Jepsen tal- aði um, að stjórn finnska rithöfunda- félagið hefði gert við veðráttuyfirvöld- in, er sýnilega útrunninn. Brottför okkar Kristjáns úr Helsing- fors er ákveðin um hádegi 3. júlí. Atenum-safnið er opnað kl. 10. Tím- ann verður því vel að nota. Solveig, sem ætlar að sýna okkur mestu dýr- gripi finnskrar myndlistar, lætur held- ur eigi á sér standa. Við hittum hana í forsal hótelsins, göngum síðan öll sam -an til safnsins, sem er skammt frá hótelinu, við Járnbrautartorgið, eins og það er nefnt. Undir ágætri leiðsögn Solveigar tekst okkur að kynnast ýmsum ódauðlegustu listaverkunum, þó að kynnin séu auð- vitað allt of stutt. Hér skal engan þreyta með langri upptalningu. En stærstu vitranir, sem mér birtast í þessari leiftursýn, get eg ekki stillt mig um að nefna. Þarna stígur hann ljóslifandi fram, hlaupagarpurinn Nurmi, sem eg og "jafnaldrar mínir dáðust mest að í æsku, eins og hann kom myndhöggvaranum Atlonen fyrir sjónir; enn fremur guð- inn Apollo og hjá honum Marsyas, dýr- iega fögur, í hvítum marmara, höggvin af Walter Runeberg, syni þjóðskálds- ins. Sem aðdáandi litanna staðnæmist eg þó lengur við málverkin. Hefur Tafia sem var í Ólafsborg, málið auð- skilið hverjum íslendingi. Trú og vísindi ÞAÐ er knýjandi nauðsyn, að skynsemi og innsæi fái unnið sam- an. Þetta mundi hafa í för með sér, að visindin yrðu víðfeðmari, enn fremur mundi þá takast að sameina og hreinsa trúarbrögðin, því að þau verða að hreinsa helgi- siði sína af allri hjátrúarsaurgun, en hún hefir átt meiri þátt í því að fæla gott og einlægt fólk frá trúarbrögðunum en guðshugmynd- in. Þessi hreinsun, sem er blátt áfram fólgin i því, að hverfa aft- ur til frumkenninga Guðspjall- anna, má ekki fara fram með hrottaskap, heldur smátt og smátt, og ætti að hafa nána sam- fylgd við aðra þróun mannsins. Það er að vísu áreiðanlegt, að meginþorri manna getur nú ekki tileinkað sér hina hreinu kenn- ing Krists, fremur en afstæðis- kenning Einsteins. En allur þorri manna getur komist af án afstæð- is-hugmyndarinnar, en hann getur ekki komist af án trúar. (Stefnumark mannkyns). i--------------------------------V nokkur listamaður sýnt Maríu Magda- lenú fegurri en finnski málarinn Albert Edelfelt eða kvenlega æsku gædda meiri töfrum en Magnús Enckell: Stúlku að lesa? spyr eg sjálfan mig. Örlagaþrungnust eru þó líklega mál- verk Akseli Gallen-Kallelas úr Kale- vala-ljóðunum, sem hann Karl frændi minn Isfeld er að þýða af innblásnum krafti. Hamingjan láti honum lánast það afrek að óskum! En tíminn leyfir mér ekki frekari hugleiðingar. Við Kristján verðum að ná út á flugvöllinn við Vatnaskóg í tæka tíð. Solveig fylgir okkur á flug- skrifstofuna. Hún er svo hugulsöm að gefa mér síðustu ljóðabókina sína að skilnaði til minningar um Finnland og sig. Eg les bókina í flugvélinni á leið til Kaupmannahafnar. Játað skal, að eg verð gripinn djúp- um söknuði, þegar Finnland hverfur mér bak við skýin. Land og þjóð hafa verið örlát í sinni látlausu vinsemd. Staðráðinn í að launa þessar fágætu viðtökur, eins og eg er maður til, held eg nú heimleiðis. Undanfarandi fátæk- leg orð mín eru aðeins litill þakklætis- vottur til þess lands og fólks, sem eg á að þaxka einhverja yndislegustu daga *evi minnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.