Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Dingo-hundar í dýragarðinum í Melbourne. Þeir eru ósköp sakleysislegir á svip þegar þeir eru ekki í vígamóði lögð girðing þar út í frá. Tekst stundum að reka hópa af hundum inn í þessar kvíar, og þar eru þeir svo skotnir. En á daginn er veiði- aðferðin önnur. Viti menn að villi- hundahópur hefur sezt að í skógi, sem ekki er mjög víðlendur, þá er gerð fyrirsát þeim megin sem vindur stendur af skóginum, og þar eru nokkrir menn með byssur. — Aðrir slá hring um skóginn og fæla villihundana út úr honum fram hjá fyrirsátinni, og þá dynja skotin á þeim. Um vetur og vor eru tamdir hundar notaðir við veiðarnar. Þeir þefa uppi fylgsni villihundanna og ná þeim stundum. — En einkum þykja þeir góðir til þess að finna greni villihundanna og ná í hvolp- ana. Einstakir veiðimenn nota mest- megnis gildrur, en það er mikill vandi að veiða villihunda í gildrur og til þess þarf hina mestu ná- kvæmni í öllum hlutum. Kæru- leysi um meðferð á gildrum og trassaskapur að vitja nógu oft um þær, hefur gert hundana tortrygg- ari og varkárari. Hundur, sem festir fót í boga, hikar ekki við að naga hann af sér. Sá hundur gætir þess vel, að lenda aldrei í boga framar, og hann er lifandi aðvörun til allra annarra hunda um að var- ast gildrur mannanna, því að það er eins og allir viti hvernig á því stendur að hann missti löppina. □ Veiðimenn verða vel að gæta þess, að gildrur þeirra sé ekki of viðkvæmar, þannig t. d. að ein- hverjar minni skepnur, eins og kanínur geti hleypt þeim. En gildr- urnar mega heldur ekki vera of stirðar, þannig að villihundar geti náð agninu úr þeim án þess að þær hlaupi. Til þess að ákveða hvað hæfilegt sé í þessum efnum, hafa veiðimenn þann sið að láta spýtu- kubb af hæfilegri þyngd detta ofan á agntunguna, og ef boginn hleyp- ur þá ekki, er öllu óhætt. Vanur veiðimaður getur vel stundað 150 —200 gildrur á dag, en þá verður hann að vera vel ríðandi, því að allangt þarf að vera á milli þeirra, og helzt verður hann að hafa hund sér til aðstoðar. Gildruveiðitíminn er frá því í janúar o^fram í ágúst. Þegar ákveða skal hvar gildrum skuli fvrir komið, ber margs að gæta. Villihundarnir hlífa fótum sínum og ferðast lítt þar sem „skó- frekt“ er. Þeir fara því helzt eftir sendnum lækjarfarvegum, eða rekia götur og vegi. Veiðimenn setia því giarna gildrur sínar á siíkum stöðum og gera svo þangað slóði> til hess að dFaga vilhhundana að giidrunum. Þessar slóðir eru með vmsu móti. Stundum er stráð emhveriu æti, sem hundunum bvkir gott. eða há að veiðimenn hera neðan á skósóla sína eitthvert Ivktnæmt efni. svo að hundarnir reki slóðina. eða bá að beir draga gæru af nýslátraðri kind eftir jörð- inni. Sömu aðferðir eru notaðar til þess að ginna villihunda þangað sem eitrað hefur verið fyrir þá. Minnir þetta á söguna af Eiríki á Rangá, sem reið inn með fjöllum þegar harðfenni var um vetur og dró á eftir sér kjötþjós, til þess að láta refi renna í slóðina. Mjög víða um Ástralíu er eitrað fyrir villihundana. Fram til þessa hefur aðallega verðið notað strykn- in, en nú er farið að nota fleiri teg- undir, þó aðallega „rottueitrið 1080“, sem notað hefur verið með góðum árangri í Bandaríkjunum til þess að útrýma villihundunum þar, sem kallast coyotes. Hinu eit.r- aða agni er vafið innan í pappír, og af því að villihundarnir eru allra skepna forvitnastir, rífa þeir pappírinn utan af til að skoða hyað sé innan í, og að því loknu verður freistingin þeim oftast yfirsterkari, svo að þeir glevpa eitrið. Menn hafa mismunandi trú á því hvar bezt sé að koma eitrinu fyrir. Sum- ir dreifa því á fáfarna vegi, þar sem villihundanna er helzt von, aðrir hengja það upp í greinar eða á girðingar og sumir grafa það í jörð, eða þó einkum í ösku þar sem varðeldar hafa verið kyntir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.