Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS út á miðjan Löginn, lagði honum þar við festar og útbjó í honum rannsóknastöð. Þarna uppgötvaði hann svo dvnamítið, hið öfluga sprengiefni, sem verkfræðingar höfðu svo lengi þráð. En það varð einnig hið öflugasta drápstæki og eyðilegg- ingartæki í höndum hernaðarþjóð- anna, og varð mannkyninu því að meira ógagni en gagni. Nobel fékk einkalevfi á upp- götvan sinni og varð brátt auðug- ur á henni. Framleiðslan jókst stöðugt og Nobel var kallaður dynamitkóngurinn. Um það levti er hann dó hafði hann 12 þúsund- ir manna í þjónustu sinni. En frægðin og auðurinn færði Nobel enga gleði. Hann hafði vonast eftir að geta gert mannkyninu mikið gagn með uppgötvun sinni, þar sem nú var hægt að ráðast í meiri og stærri mannvirki en áður var talið hugsanlegt, en hann sá að þótt draumur hans rættist að þessu leyti, olli sprengiefnið þó margfalt meira böli, og það tók hann sér nærri. Hann kvæntist aldrei og hann ákvað að ættingjar sínir skyldi ekki fá einn einasta eyri af auðæfum sínum. Honum fannst þetta vera nokkurs konar blóðpeningar, sem verja yrði á annan hátt en þann, að þeir gengi að erfðum. Hann ákvað að reyna að bæta nokkuð fyrir það böl, er hann hafði valdið mannkyninu, með því að verja auði sínum til eflingar menningarmál- um, því að ekkert annað en aukin menning gæti leitt þjóðirnar af glapstigum styrjalda. Alfred Nobel andaðist í San Remo á Miðjarðarhafsströnd hinn 10. desembcr 1896 og var þá 63 ára að aldri. Þegar erfðaskrá hans var opnuð kom í Ijós, að hann hafði ráðstafað aleigu sinni, um tveimur miljónum sterlingspunda, á þann hátt að þær skyldi lagðar í sér' Alfred Nobel stakan sjóð, en vöxtunum af hon- um varið árlega til verðlauna í fimm menningargreinum. Fern verðlaun voru ætluð þeim, er skar- að hefði fram úr öðrum árið áður í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Fimmtu verð- launin voru ætluð þeim, er dyggi- legast hefði barizt fyrir heimsfriði, og skyldu nefnast friðarverðlaun. í erfðaskránni var svo ákveðið að sænska vísindafélagið skyldi út- hluta verðlaunum fyrir efnafræði og eðlisfræði og kjósa til þess fimm manna dómnefnd. Aftur á móti er Karolinsku stofnuninni í Stokk- hólmi falið að úthluta verðlaunun- um í læknisfræði. En bókmennta- verðlaunum úthlutar sænska aka- demian. Friðarverðlaununum úthlutar fimm manna nefnd, sem kosin er af stórþinginu norska. Fyrstu verðlaunin voru veitt árið 1901 og fékk þau Wilhelm Konrad Röntgen fvrir rannsóknir X-geisl- anna, sem síðan hafa verið við hann kenndir og kallaðir Röntgen- gcislar. Fyrsta konan, sem hlaut verð- laun Nobels var frú Curie. Henrri, manni hennar og Antoine Henri Becquerel voru veitt eðlisfræðis- 163] verðlaunin 1903. Átta árum seinna fékk frú Curie Nobelsverðlaunin fyrir efnafræði, fyrir rannsóknir sínar á radium. Nobel hafði tekið það skýrt og skilmerkilega fram, að við úthlut- un verðlauna mætti alls ekki gera greinarmun á mönnum vegna þjóð- ernis, og þessa hefir jafnan verið vandlega gætt. Fyrstu fimmtíu ár- in fóru langflest verðlaunanna til Þvzkalands, þar næst til Banda- ríkianna og þriðja í röðinni var England. En engin þióð hefir feng- ið bókmenntaverðlaun jafn oft og Frakkar. Annars má geta þess, að Nobelsverðlaun hafa skifst á milli 22 þjóða, og þau hafa jafnvel hlot- ið Svertingi og Indverji. Ef nefnd sú, sem á að úthluta • einhverjum verðlaunum, getur ekki orðið sammála, eru engin verðlaun veitt það árið. Og það er sorglegt tímanna tákn, að oft- ast hefir þetta bitnað á friðarverð- laununum. Þess má geta hér, að friðarverðlaunum hefir ekki ætíð verið úthlutað sérstökum mönnum, heldur stundum stofnunum. Þann- ig fékk Rauði krossinn verðlaunin árin 1917 og 1944, en í hvort tveggja skifti geisaði þá heimsstríð. Hver, sem Nobelsverðlaun fær, hlýtur jafnframt skrautskjal, þar sem þess er getið fyrir hvað hann hafi verðlaunin hlotið. Þá fær hann og gullpening, sem vegur 290 grömm (10 únsur) og ávísun á allt að 12.000 sterlingspund. En það er skylda verðlaunamanns að flytja fyrirlestur um störf sín áður en sex mánuðir eru liðnir frá veitingu verðlaunanna. Verðlaunum er úthlutað árlega hinn 10. desember, á dánardegi gjaf arans. Yfirleitt hefir lítið borið á óánægju með veitingar verðlaun- anna, en þó finnst sumum, sem of mjög sé seilst til þess að heiðra með þeim menn, er þegar hafa frægð hlotið. Segja vinir Nobels

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.