Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 9
•— gpjsManpgig LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 165 Kali Beg j w og hesturinn hans og Osman Batir vera höfðingjar og herstjórar fyrir liðinu. En hvorug- um þeirra entist aldur til að gegna því ábyrgðarstarfi. Fram í miðjan apríl gekk allt sinn vana gang. En þá gerðu komm- únistar skyndilega árás. Njósn barst af þessu nógu snemma til þess að konur og börn gæti flúið upp til fjalla og ráku þau kvikfénaðinn á undan sér. Svo komu hermenn- irnir í brynvörðum bifreiðum með fallbyssur og gnægð skotfæra. Kaz- akkar voru ekki hræddir að berj- ast, þótt við ofurefli væri að etja og þeir hefði ekki annað vopna en riffla. Þeir æptu heróp og þeystu á gæðingum sínum fram á móti innrásarhernum. En hvað megnuðu þeir móti fallbyssum og hríðskota- byssum? Þeir voru brytjaðir nið- ur. Rúmlega 12.000 féllu og þá gaf einn foringi þeirra skipun um und- anhald. Þeir dreifðust um fjöllin í smáhópum. Janin Khan var tekinn höndum, fluttur til Urumchi og þar var hann tekinn af lífi 1951. Tveimur mánuðum seinna náðu kommúnistar einnig í Osman Batir og tóku hann af lífi. Tveir synir Janins Khans kom- ust undan, Mezhit og Delil Khan. Þeir slógust í fylgd með Sultan Sherif og nú var hinu dreifða flótta- mannaliði safnað saman. Urðu þeir nú ásáttir um að reyna að komast til Tibet. Leiðin lá yfir sanda og hásléttur og það var ekki unnt að fara nema hægt, vegna kindanna og nautgripanna, sem þeir ráku á undan sér. Þeir urðu því fyrir sí- felldum árásum skæruflokka kommúnista, sem sendir voru til að elta þá. Og það var aðeins að þakka hugrekki flóttamannanna og hinum ágætu hestum þeirra, að nokkur skyldi komast undan. Menn voru stöðugt á verði til þess að bægja árásarliðinu frá, en kon- urnar urðu að sjá um allt annað, tjalda í áfangastað, taka upp tjöld- in að morgni, binda farangur í bagga og láta þá upp á úlfalda og hesta. □ □ □ Þegar fram á sumarið kom lá leið þeirra um eyðimörk og sanda og þar ætluðu sandstormarnir að gera út af við þá. Þeir komust til Makhai, en þá leizt þeim ekki ráð að halda lengra í þá átt, svo að þeir sneru vestur á bóginn og var nú ferðinni heitið til Timurlik. Þar var Kazakka höfðingi, sem heitir Hussain Taiji og hafði hafst þar við um mörg ár. Bjuggust þeir við að geta fengið hjá honum kvikfó í þau skörð er þar höfðu höggvist í, því að fé þeirra hafði hrunið niður á ferðalaginu. En er þeir komu þangað var þar kominn annar hópur flóttamanna, undir forustu Kali Beg. í þeim hópi voru um 50 fjölskyldur. Þær höfðu áður átt heima í grend við Ur- umchi, höfuðborgina í Sinkiang. En þegar þær fréttu um hvernig komm -únistar hefði strádrepið Kazakka hjá Barkol, biðu þær ekki boðanna, heldur tóku sig upp og lögðu á flótta suður á bóginn. Höfðu þær lent í jafnvel enn meiri hrakning- um og þrautum heldur en þeir Sultan Sherif, því að leið þeirra lá eingöngu um fjöll og eyðimerk- ur. Þeir þorðu ekki að fara venju- lega leið, því að þeir þóttust vita að kommúnistar mundu hafa fyrir- sát við öll vatnsból. Menn og skepnur dóu úr þorsta og svo mjög þrengdi þorstinn að þeim, að stundum slátruðu þeir hestum og kindum til þess að fá blóðið úr þeim að drekka. Það varð fagnafundur þegar þessir tveir flóttamannahópar hitt- ust, og Hussain Taiji sagði undir eins að þeir gæti fengið hjá sér allar þær kindur, kýr, hesta og úlfalda, sem hann mætti missa, og vildi ekki taka neina borgun fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.