Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 1
11. tbl. XXX. árg. Jttor0imt>Iníi25ins Sunnudagur 20. marz 1955 Hrakfaliapresturinn MÁLA-ÓLAFIIR JJÉR SKAL sagt nokkuð frá séra Ólafi Gíslasyni í Saurbæar- bingum, sem kallaður var Mála- Ólafur, vegna þess að hann átii í ýmsum brösum og illdeilum við menn um langa hríð. Foreldrar hans voru séra Gísli Jónsson í Saurbæarþingum, mesti hæglætismaður og kona hans Anna Soffía dóttir Lárusar Gottruns lög- manns. Bróðir hennar var Jóhann Gottrup sýslumaður, er yngstur manna hefir orðið stúdent hér á landi, því að hann fór 10 ára gam- all í Hólaskóla og útskrifaðist það- an 12 ára. Hann varð hinn mesti stórbokki og vart talinn heill á geðsmunum. Hann gegndi sýslu- mannsstörfum í Snæfellsnessýslu og Húnavatnssýslu og átti í mikl- um brösum við þá stórbokkana Odd lögmann Sigurðsson og Biarna Halldórsson á Þingeyrum. í Snæ- fellsnessýslu kvnntist hann konu þeirri er Sigríður Salómonsdóttir hét. Hún var dóttir Salómons spítalahaldara á Hallbjarnarevri, seha Espólín segir um að talinn hafi verið „forríkur að fé, en fá- tækur í bæninni", og hengdi sig seinast í veiðarfærum úti í Rifi. Maður Sigríðar hét Ásmundur Ey- ólfsson og bjuggu þau í Grunna- sundsnesi. Þegar Gottrup lét af sýslumannsstörfum fékk hann um- boð Þingeyraklausturs og fór þá Sigríður þangað norður til hans sem ráðskona. Barst Gottrup mikið á og reið jafnan með flokk manna og var Sigríður oft í fylgd með honum. Hann hafði erft mikið fé eftir foreldra sína og haft miklar tekjur, en allt fór það í súginn hjá honum og varð hann seinast öreigi. Sigríður var þá aftur komin til manns síns í Grunnasundsnes og gerði hún það gustukaverk á Gott- rup að taka hann til sín 1747. Var hann svo hjá þeim hjónum til æviloka (1755) og þarna var þessi mikli maður látinn mala korn og berja fisk. Séra Ólafur Gíslason var fædd- ur 14. febr. 1727, og var hann þegar meðan hann var í vöggu tek- inn til fósturs af þeim Ásmundi og Sigríði í Grunnasundsnesi og ólzt hann upp hjá þeim og var þar samvistum við móðurbróður sinn, Jóhann Gottrup. Ólafur þótti efnilegur í æsku. Vildu því fóstur- foreldrar hans setja hann til menta og virðist hann hafa lært undir skóla hjá ágætum presti, séra Sigurði Jónssyni á Holti undir Eyafjöllum, því að hann sækir urn skólavist fyrir Ólaf í Skálholti 17. jan. 1746 og segir þá að hann sé efnilegur námsmaður. Ólafur var svo 2 vetur í skóla og útskrifaðist 1748 og fer þá aftur heim í Grunna- sundsnes. Tveimur árum seinna arfleiða þau Ásmundur og Sigríður hann að öllum eignum sínum eftir sinn dag og er þess þar getið að þau hafi kostað nám hans. En 11 árum áður hafði þó Gísli faðir hans gefið honum jörðina Meðalheim í Húna- vatnssýslu og skyldi hann hafa tekjur af henni, en Sigríður skyldi hafa umráð jarðarinnar í hendi sér. Ekki hefir arfurinn eftir fósturfor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.