Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 158 éldrana gert Ólaf ríkan, því að talið er að hann muni ekki hafa verið nema eitt hundrað og svo nokkrir góðir gripir, sem Gottrup hafði gefið Sigríði á uppgangsárum sín- um. Þess er næst getið um Ólaf, að árið 1755 fær hann uppreisn fyrir barneign með Sigríði nokkurri Einarsdóttur. Það barn var séra Sigurður, er aðstoðarprestur var í Miðdal. En Sigríður giftist síðar Gissuri Pálssyni formanni í Riíi, sem fórst með Eggert Ólafssyni 1768. Skömmu eftir að Ólafur fær uppreisnina, giftist hann Kristínu Jónsdóttur löréttumanns á Jörfa í Flysjuhverfi. Var Kristín einbimi, en foreldrar efnaðir og fékk Ólaí- ur með henni gott bú og jarðirnar Jörva og Dönustaði. Árið eftir varð Ólafur aðstoðar- prestur föður síns. Hann sótti um Reynivelli 1759 og gaf Gunnar Pálsson prófastur honum þá með- mæli, segir að hann sé „í mörgu fínn maður og fólk hans, en er einn af þeim, sem nokkurt ólán hefir í veröldinni, allsæmilegur kennimaður, greiður og léttvígur til verkanna og drekkur ekki“. Vildi séra Gunnar að hann kæm- ist á burtu, því að þá var farið að kastast í kekki milli séra Ólafs og Magnúsar Ketilssonar sýslu- manns. En ekki fékk séra Ólafur Reynivelli. Þá fékk Jón sonur Finns biskups. Var ekki trútt um að séra Ólafur legði óþokka á bisk- up fyrir þetta, sem hann taldi hlutdrægni, og upp frá því tók mjög að bera á vanstillingu í skaps- munum hans. Vorið 1763 setti séra Ólafur föð- ur sínum tvo kosti, að hann fengi öll prestverk í söfnuðinum, eða færi burt ella. En svo var háttað, að seinustu tvö árin hafði séra Gísli messað í bænhúsinu í Fagra- dal, vegna þess hvað þeim kom illa saman Brynjólfi í Fagradal og Ólafi. Séra Gísli lét ekki kúgast. Hann sagði Ólafi að hann mætti gjarna sleppa aðstoðarprests stöð- unni og fara eitthvað annað. Þeir höfðu þá verið í sambýli á Hvíta- dal, en nú rauk Gísli þaðan og fluttist að Hvoli. Ekkert varð úr þessu hjá Ólafi þegar á átti að herða og jafnaðist þessi deila þeirra feðganna og fluttist séra Gísli aft- ur .að Hvítadal um haustið. En Ólafur sótti nú um vonarbréf fyrir Saurbæarþingum og fékk til þess beztu meðmæli sóknarmanna sinna og annara. HRINGSMÁLIÐ Nú var það, að Brynjólfur í Fagradal kærði séra Ólaf fyrir það, að hann hefði stolið gamalli ket- ilhöddu úr altarinu í Staðarhóls- kirkju, og ennfremur forláta kop- arhring, er hefði verið í hurð kirkjunnar, en þessi hringur væri nú í stofuhurð hjá séra Ólafi í Hvítadal. Út af þessu brá Magnús sýslumaður Ketilsson skjótt við og hélt rannsókn í Hvítadal á heimili séra Ólafs hinn 12. marz 1762. Þar kom í ljós, að koparhringur var í stofuhurð þar og gerði sýslumað- ur sér lítið fyrir, náði hringnum úr hurðinni og tók hann í sína vörslu. En nú átti mál þetta einnig að koma fyrir prestarétt. Gunnar prófastur Pálsson í Hjarðarholti skrifaði þá biskupi og spurðist fyr- ir um hvernig með þetta mál skyldi fara. Ráðlagði biskup honum að dæma séra Ólafi synjunareið, og sé þá allt gott ef hann vinni eið- inn, en annars sé hann fallinn á málinu. Gunnar prófastur háði svo prestastefnudóm um þetta á Stað- arhóli 13. maí og var stefnt sem vitnum séra Gísla föður Ólafs og tengdaforeldrum hans, Jóni lög- réttumanni Ólafssyni og Sigríði Björnsdóttur, er þá voru komin að Hvítadal. Varð það ályktun prest- anna, að séra Ólafi skyldi vikið frá prestþjónustu um sinn, en mál- inu frestað að öðru leyti. Magnús Ketilsson sýslumaður þingaði svo í málinu á Staðarhóli hinn 2. júní. Þar sóru þau hjónin á Hvoli, Gísli Sigurðsson og Oddnv Helgadóttir, að þau teldi kopar- hringinn hinn sama og verið hefði í Staðarhólskirkju, og að séra Ólaí- ur mundi hafa brætt upp ketil- hödduna og steypt úr henni beizl- isstengur og gjarðahringjur. Með þessu var þá loku fyrir, það skot- ið, að séra Ólafur gæti fengið synj- unareið. En séra Ólafur hélt því fram, að þetta væri veraldlegt mál, sem prófasti kæmi alls ekki við og stefndi hann honum til allsherjar prestastefnu næsta sum- ar. Þeir Gísli á Hvoli (fyr á Stór- holti) höfðu áður eldað grátt silf- ur og mun séra Ólafur hafa talið að Gísli hefði látið fornan fjand- skap ráða framburði sínum og stefndi honum því einnig. Afsetningardómur séra Ólafs kom fyrir amtmann, og taldi hann afsetninguna ekki aðeins ástæðu- lausa, heldur ólöglega og byggða á eintómum ágizkunum. En mál þetta jafnaðist allt og féll niður þá um haustið hinn 10. sept. Þá var fundur lagður að Staðarhóli og sættust þeir þar Brynjólfur í Fagradal og séra Ólafur. Voru all- ar kærur teknar aftur og skyldi allt málið falla niður, útlátalaust á báða bóga. Hélt séra Ólafur svo prestskapnum. En er frá leið, þóttist hann hafa verið ginntur til þessarar sættar og var lengi að þjarka um það að fá koparhringinn aftur, en sýslu- maður vildi hann ekki lausan láta. Versnaði svo vinskapur prests og sýslumanns enn frá því sem áð- ur var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.