Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 8
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FLÓTTAMENN FRÁ KlNA JIVAÐA þjóð er Kazakkar? Þeir eru afkomendur hirðingja, sem um 2000 ára skeið lifðu á faralds- fæti með hjarðir sínar. Þeir eru afkomendur Tyrkja og Mongóla. Eitt af sovét lýðveldunum er við þá kennt, og nær það frá Kaspia- hafi austur að Kína og nefnist Kazakh sovét socialist Republik. Þar búa enn nokkrar milljónir þeirra. En þeir áttu einnig heima í Kína og voru fyrir nokkru tíundi hlutinn af íbúunum í Sinkiang, sem er vestasta fylkið í Kína. Þegar kommúnistar lögðu þetta hérað undir sig árið 1949, kusu margir Kazakkar fremur að flýa land, en búa við ofríki kommúnistastjórnar- _ innar. Einn af höfðingjum þeirra, sem komst alla leið vestur til Kashmir, heitir Kali Beg. Einu sinni sem oft- ar var ég boðinn í tjald hans á há- sléttunni í Kashmir og þangað komu þá einnig aðrir höfðingjar og ungir menn af þjóðflokknum. Hellirigning var úti og vér sátum í tjaldinu allan daginn við ágætar veitingar. Og þá var mér sögð sag- að sú hafi ekki verið tilætlan hans, heldur að verðlauna unga vísinda- menn, efnilega en fátæka, svo að þeir gæti óhikað unnið að áhuga- málum sínum. Ekkert er hægt að fullyrða um að þetta sé rétt, en reyndir og ráðsettir eru þeir menn, er Nobelsverðlaunin hafa hlotið, því að meðalaldur þeirra er 66 ár. of ',,/ron Shrnf c 4J.U & «■"■!» V1 N K F|A N G É'iAit, MjrjJbjshi' Tikenlií'..—j tSS- lÍTui '<£kUi . * JCAi<u lér ’ T * k 1 * | " EKv 'Merket BjzJir ÍDt.t WlhdrjtrliíndiSocbt) Shc't.w t.% J Cherchen, 9 Khienmor '» Timufl a. km ,~ ». '*u'*"**r/5 k— Hér á kortinu má sjá leiðirnar, sem flóttamennirnir fóru austan frá Sinkiang vestur til Kashmir, r') INÐIA s»v (í.i * 1“.. ' HÖFUNDUR þessarar greinar, Milton J. Clark, er vísindamaður, sem aðallega leggur stund á mannfræði. Hann segist hafa dvalizt eitt ár í Kashmir, til þess að kynnast flóttamönnum af Kazak þjóðflokki, er farið höfðu nær 5000 km leið til þess að forðast kommúnistastjórnina í Kína og leita sér að nýum bústöðum. Er þessu langa ferðalagi lýst hér. an af flóttanum og þeim mannraun- um, er þeir höfðu komizt í. 4000 fjölskyldur höfðu lagt af stað frá Sinkiang, en aðeins 350 náðu Kash- mir. Höfðinginn Sherif hóf að segja frá: □ □ □ Haustið 1949 og fram á vetur 1950 reyndum vér samningaleiðir við kommúnista. Vér fórum fram á það að vér fengjum fullt trúar- bragðafrelsi (þeir eru Múhameðs- trúar), að vér fengjum að halda fornum háttum vorum og siðum, og að vér fengjum að ferðast með hjarðir vorar innan Sinkiang eins og vér höfðum áður gert. En nýu valdhafarnir tilkynntu oss, að það væri ekki vort að setja skilmála, þeir mundu sjálfir setja skilmál- ana fyrir samvinnu við oss. Þá var boðuð ráðstefna í Barkol, í austanverðu Tien Shan héraði og gengust fyrir því foringjarnir Jan- in Khan og Osman Batir. Fjöldi manna streymdi þangað og voru sumir komnir langt að. Þetta var í marzmánuði, og allur dalurinn þakinnsnjó.Enþeir settu samt tjöld sín þar. Og þarna í dalnum voru þá samankomnar 15 þúsundir karl- manna, og þar voru 60 þúsundir sauðfjár, 12.000 hestar, 7000 naut- gripir og rúmlega þúsund úlf- aldar. Þúsund ættarhöfðingjar Kazakka gengu nú á ráðstefnu og samþykktu þar að flýa land feðra sinna og leita suður á bóginn, helzt til Ind- lands. Viku seinna skipuðu þeir sér stjórn og skyldu þeir Janin Khan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.