Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 12
168 LESBOK MORGUNBLAÐSINS VILLIHLIMDAR í ÁSTRALÍL 1 ÁSTRALÍU er mesti sægur villihunda, sem nefnast Dingo, og eru blóðþyrstir mjög. Þeir eru nokkru minni en úlfar, en svipaðir í háttum, fara oft yfir í stórhópum og drepa þá hrönnum saman niður kvikfé bænda. Er talið, að tjónið, sem þeir valda á sauð- fjárstofni landsins, muni nema um 8 milljónum Sterlingspunda á ári. Öll fylkin í Ástralíu, héraðsstjórnir og einstakir menn leggja fé til höfuðs villihundunum, og kappkostað er að útrýma þeim með skotum, gildrum og eitrun, en ekkert dugir. Dingo er slunginn sem refur og hann eykur kyn sitt þrátt fyrir ofsóknir mannanna. J~iINGO er náskyldur úlfinum, og hann hefur átt heima í Ástralíu frá upphafi vega. Áður en hvítir menn komu þangað, hafði blökku- mönnum tekizt að temja hunda þessa og notuðu þá til þess að veiða önnur dýr fyrir sig. En eftir að hvítir bændur námu þarna land, leggjast villihundarnir nær ein- göngu á búpening, einkum sauðfé, en drepa þó einnig kálfa og folöld. Dingo er afar blóðþyrstur. Hann drepur ekki aðeins til þess að afla sér fæðu, heldur af óviðráðanlegri drápgirni. Hann er afar sterkur í kjaftinum, og nái hann taki þá sviftir hann stórri fyllu af bráð sinni. Þar sem hann kemst í kinda- hóp, ræðst hann á hverja kindina á fætur annari og drepur. Svo ramt kveður að þessu, að talið er að einn hundur geti valdið 1000 Sterlings- punda tjóni á einni nóttu. Samkvæmt opinberum skýrslum í Queensland, drepa vilhhundar þar um 500.000 sauðfjár að meðal- tali á hverju ári. Hefur þetta orðið til þess að sauðfé hefur fækkað þar úr 24 milljónum niður í 13. milljónir nú á fáum árum. Vegna þessa hafa nú allir lagzt á eitt með að reyna að útrýma varginum. — ið í hinni viðurkenndu frímerkja- skrá Scotts (Scotts Katalog). En þrátt fyrir þetta hefir Mr. Stolow og hinn indonesiski vinur hans grætt stórfé á frímerkunum, því að frímerkjasafnendur um allan heim hafa keppzt við að ná í þau. Og nú hefir Mr. Stolow höfðað mál á hendur útgefendum Scotts Katalog fyrir það að hafa ekki getið frí- merkjánna og heimtar stórkostleg- ar skaðabætur fyrir það. Stjórnin hefur sérstaka veiðimenn á sínum löndum, bændur reyna að verja sín lönd, en auk þess er nú fjöldi manna, sem stundar villi- hundaveiðar, vegna þess að fé er lagt til höfuðs þeim. — í fylkinu Northern Territory veiddust þann- ig 10.000 Dingo árið 1952. En við- koman var svo mikil, að varla sá högg á vatni. Þá greip stjórnin til þess fangaráðs að reyna að útrýma þeim í stórum stíl með eitrun. Voru flugvélar látnar fljúga yfir landið og dreifa víðs vegar eitruðu agni. Eitrið, sem notað var, var stryknin, og með þessum hætti voru drepnir 45.000 vilhhundar árið 1952—53. □ Veiðimenn nota jöfnum höndum byssur, gildrur og eitur, en það fer nokkuð eftir því hvemig landslagi er háttað. Þá má og nefna „heng- ingar“-aðferðina, og er henni lýst svo: Bændur hafa afgirt stór beiti- lönd með girðingum, sem ætlazt er til að villihundarnir komist ekki í gegn um. En það var nærri því sama hve háar þessar girðingar voru, hundarnir komust yfir þær. Þá fann einhver snjall maður upp á því ráði, að bæta tveimur svört- um vírstrengjum ofan á girðing- arnar. Þessa víra geta hundarnir ekki séð í myrkri. Þeir stökkva á girðingarnar og lenda þá með hausinn milli svörtu strengjanna og hanga þar fastir. Með þessan einkennilegu veiðiaðferð tókst að ná í fjölda vilhhunda fyrst í stað,» eða meðan þeir vöruðu sig ekki á þessu. En villihundarnir eru slæg- ir og þeir varast brellur mannanna undir eins og þeir hafa komizt í kynni við þær. Segja veiðimenn að eigi aðeins þeir hundar, sem hætt hafa verið komnir, brenni sig ekki á sama soðinu aftur, heldur sé engu líkara en að þeir geti varað aðra við, hvort sem það sé með hugskeytum eða á annan hátt. Nokkuð er það mismunandi eftir fylkjum hve mikið fé er lagt til höfuðs villihundunum, þetta frá 12% sh. upp í 3 Sterlingspund, en að meðaltali mun höfuðféð nema 1 Sterlingspundi. Aftur á móti er lagt miklu meira fé til höfuðs ill- ræmdum bitvörgum, 25, 50, 75 Ster- lingspund, já einu sinni voru jafn- vel lögð 100 Sterlingspund til höf- uðs sérstökum bitvargi í New South Wales. Hann hafði þá þegar drepið 200 kindur á fáum vikum fyrir sjö bændum. □ Villihundarnir eru aðeins á ferð- inni um nætur, og þess vegna er illt að skjóta þá. Helzta ráðið er þá að reka þá í kvíar, en þær eru þannig, að mjó og löng kró er gerð við einhverja fjárgirðingu og síðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.