Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 Allskonar amboð (sjá næstu bls.) um eða þvengjum fléttuðum á kringlótta svigagrind, sem bundin var undir fótinn. Næst koma nokkur tæki til sil- ungsveiða í vötnum; eru þar fyrst „vakastafir" tveir, sem hafðir voru til að höggva með vakir á vötn. Annar þeirra er alllöng stöng með löngum og sterkum broddi, hinn er miklu styttri, og mætti ætla, að hann sé líkur þeirri gerð, sem forn- sögur nefna „k]ofakerlingu“. Hann er smíðaður úr birkilurk, sem er forkmyndaður í efra enda með tveim greinum, og á þær er fellt sterklegt handfang, í neðri endan- um er langur og digur broddur. Þetta áhald höfðu Borgfirðingar til að vaka með á vötnum á Arnar- vatnsheiði, er þeir dorguðu silung upp um ís. Þá hangir á veggnum silunganet og undir silungadorg, svo kallaður ,,hoppungur“, með einum öngli, og er færinu vafið upp á dálítið laglega teglt skaft úr hafurshorni. Hjá dorginni er lítið maðkahorn og undir silungaskrína. Öll eru þessi tæki úr Mývatnssveit. Þar fyrir innan er silungadorg úr Hvítársíðu með tveim krókum, sem . fyrrum var notuð við veiðar á Arn- arvatnsheiði, og loks einn „hopp- ungur“ úr Þingvallasveit, stór með þrem krókum, mjög ólíkur Mý- vatns-„hoppungnum“. Litlu ‘ innar á veggnum hangir byssa, framhlaðningur frá síðustu öld, með kvellhettukveikingu, og hjá henni þrjú púðurhorn, tvö með áföstu púðurmáli; er annað úr horni, hitt úr bronzi. . í sýnipúlti, sem stendur við vegg- inn sjást hin frumstæðu slátrunar- tæki, svæfingarjárn, skurðarhnífur og blóðvöndur, sem hrært var í blóði með. Þar eru líka nokkur brennimörk, sauðaklukkur, lamba- kefli o. fl. smávegis. Inn með veggnum stendur tví- sett röð af gömlum kvensöðlum- eru þeir með drifnu látúnsverki (hellusöðlar), sem er íslenzkt verk að öllu leyti. Má segja, að þar sé hver gripurinn öðrum betri og skrautlegri. Sýna þeir svo að ekki verður um villzt, að þessi iðnaður hefur staðið mjög hátt hér á landi á 17. og 18. öld — og raunar langt fram eftir þeirri 19., því að ártölin, sem á söðlunum eru, segja til um aldurinn; sá elzti er frá 1678, sá yngsti frá 1867. Reiðarnir, sem hanga við suma þeirra, og þeir, sem festir eru á vegginn hjá þeim, eru þó ef til vill ennþá íburðar- meiri og skrautlegri en sjálfir söðl- arnir; hefur nokkuð verið sagt frá reiðakúlum hér að ofan, en þær eru aðeins einn lítill hlutur af skrautinu; allir eru þeir þaktir látúnsplötum með drifnu og á- gröfnu verki, og til að gera þá enn skrautlegri eru margir þeirra með Smiðjan (sjá bls. 625)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.