Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 615 Thora Friðriksson: Al þingishúsid / Reykjovík JJINN 1. október 1953 hlustaði ég á alþingissetningarræðu séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups og mér þótti gaman að minnast þess, að hann notaði sama texta og Hilm- ar Finsen landshöfðingi, er hann fyrir 74 árum lagði hornstein al- þingishússins. I þennan stein voru lagðar nokkr- ar myntir, sem þá gengu og enn- fremur silfurskjöldur, áritaður þessum orðum: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ (Jóhannes 8, 32). Var þetta texti Hilmars Fin- sens, sem hann notaði við þá ræðu, er hann hélt fyrir húsinu, er það var reist. Mér virðist að þessi ein- kunnarorð séu sérlega vel fallin til fótfestu á þjóðlegri rót, leið- inni sem liggur til Borgar, Reyk- holts, Hóla, Skálholts, Saurbæar og Bessastaða. Einmitt nú, á þessari nýu land- námsöld, er það ósk mín, að hinar lifandi bókmenntir verði ímynd einingar þjóðarinnar í starfi og endurfæddri menningu. Ég minntist á það áðan hvernig útþráin, Bjarmalandsferðir og Jór- salaferðir, hafa mótað fornsögurn- ar. En fornsögurnar segja einnig frá honum, sem vildi vera heima, hvað sem það kostaði, heima, þar sem voru fagrar hlíðar og bleikir akrar. Þér vitið vel við hvern ég á og um hann hugsaði ég í gær, þegar ég stóð á skálarústum hans: Gunnár á Hlíðarenda. Hann hefur einnig heilræði að mæla: Heima vil eg vera og fara hvergi. Jörgen Bukdahl. þess að vera fulltrúum þjóðarinnar leiðarstjarna bæði fyrr og síðar. Þessi orð hljóta að vera krafa sú, sem kjósendur gera til sinna þing- mann dag hvern. Þá var ég barn og horfði á þessa athöfn með vinstúlkum mínum, dætrum landshöfðingjans, Önnu og Olufu, og horfðum við á það, sem fram fór úr eystri glugganum í Kirkjustræti 12, Ég minnist þess að við heyrðum ræðurnar vel, en vor- um sjálfsagt of ungar til þess að meta þær að verðleikum. Við fylgdumst mjög vel með smíði hússins, sem gekk greitt, á þeirra tíma mælikvarða. Mátti heita að húsið væri fullgert að inn- an 1. júlí 1881, þegar alþingi kom saman það ár. Það var Hilmar Fin- sen, sem krafðist þess af dönsku stjórninni haustið 1873, að íslend- ingar fengju fullkomlega óbundið fjárforræði og átti hann mikinn Thora Friðriksson þátt í því, að í fjárlögum ársins 1879 voru 100.000.00 kr. veittar til byggingar alþingishúss í Reykja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.