Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 14
I* <• r 626 ' 'Z LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - Skip d reki Dularíullir atburðir á sjó ARIÐ 1872 sigldi skipið „María Celeste" frá New York áleiðis til Evrópu. Nokkuru seinna fannst það á reki skammt frá Azoreyum. Það var þá með öll segl uppi. í borðsalnum var framreiddur matur og te. Úti í horni kúrði skipskötturinn og svaf værum svefni. Eldur logaði enn í ofn- unum — en engin mannleg vera var um borð. Skipshöfnin var gjörsamlega horfin. Það var engu líkara en að hún hefði hlaupið frá matnum, en hvert? Það veit enginn, því að aldrei hefir tij hennar spurzt. ák $• ák Arið 1884 fann herskipið „Mallard“ briggskipið „Resolven“, sem var mann- laust á reki. Skip þetta hafði verið sent til fiskveiðistöðvanna hjá New Foundland til þess að kaupa fisk af veiðiskipunum þar. Ljósker skipsins loguðu enn og eldur logaði glatt í ofn- unum. Á borði niðri í káetu skipstjóra lá poki með gullpeningum, sem sýndi að skipstjóri hafði verið að kaupa fisk. Og á öllu var auðséð að áhöfnin hafði yfirgefið skipið fyrir mjög skömmu, og í mesta flýti. Hvers vegna? Og hvað varð um hana? „Mallard“ leitaði lengi á næstu slóðum, en varð einkis vísari um afdrif skipverja. Og síðan hefir ekkert frézt af þeim. Um borð j „Resolven" var allt í bezta lagi og ekkert að skipinu. & i £ Svipaður atburður haíði gerzt þrem- ur árum fyrr. Um þær mundir voru mörg yfirgefin skip og skipsflök á reki um úthöfin, og siglingum stórhættuleg. Bandaríkin létu þá smíða skip til þess að leita uppi þessu mannlausu skip og sökkva þeim, eða draga þau til hafnar. Jafnframt var þá tekið í lög að sekta skyldi hvern þann skipstjóra, er vanrækti að tilkynna um rekald, er hann hefði séð. Þetta varð til þess ^ að menn gerðu sér meira far um en áður að bjarga skipum, sem voru á reki. Nú var það árið 1881 að amerískt seglskip, „Ellen Austin“, hitti úti í hafi skútu, sem hafði verið yfirgefin, en hvergi nærri komin að því að sökkva. Þeim á „Ellen Austin" kom saman um, að þeir mundu fá mikil björgunarlaun, ef sér tækist að koma skútunni til hafnar. Voru því send- ir nokkrir menn um borð í hana og segl dregin upp. Átti svo að sigla skip- inu til næstu hafnar í Bandaríkjunum og áttu skipin að hafa samflot. Gekk nú allt vel fyrst í stað, en svo gerði ofsaveður og í náttmyrkri urðu skipin viðskila. Þegar birti og veðrið lægði fór „Ellen Austin“ að leita og fann hitt skipið bráðlega. Virtist allt í lagi hjá því — nema hvað enginn maður var um borð. Þeir voru allir horfnir. Skipstjóri átti nú í mestu vandræð- um með að fá aðra menn til þess að fara um borð í skipið. Sjómenn eru hjátrúarfullir, og þetta óskiljanlega hvarf tveggja skipshafna af sömu skút- unni, skaut þeim heldur en ekki skelk í bringu. Þó varð það úr að lokum að nokkrir menn hlýddu skipstjóra og fóru um borð, þó ekki fyr en þeim hafði verið heitið mestum hluta björg- unarlaunanna, þegar í höfn kæmi. Svo var enn lagt á stað og aftur gerði æði- veður, svo skipin urðu viðskila. Eftir það hefur ekkert frétzt af skútunni né þeim mönnum, sem á henni voru. Sjálf- sagt hefur hún farizt í ofviðrinu, því að hún var svo illa mönnuð, að þeir hafa ekki ráðið við neitt. ák $ 4k Árið 1891 var skipið „Fannie E. Wol- sten“ yfirgefið skammt undan austur- strönd Bandaríkjanna. En það helzt á floti og var um langt skeið á reki og hin mésta hætta fyrir siglingar. Það sást nokkrum sinnum, en engum hafði tekizt að sökkva því, né draga það til hafnar. Seinast sást að það var á reki inn í Saragossa hafið, og vonuðu menn að þar mundi það festast I rekþanginu, þar sem enginn straumur er. Liðu svo tvö ár, að ekkert fréttist til þess Og höfðu menn gleymt því að það væri tiL — En allt í einu skýtur því upp skammt frá strönd New Jersey. Svo hvarf það og hefur ekki heyrzt um það framar. En þá hafði það verið á reki mannlaust í fjögur ár og eftir ágizkun farið um 10.000 sjómílur. Er það hið lengsta ferðalag, sem menn vita að mannlaust skipi hefur farið. ák i £ Árið 1895 lenti timburflutningaskip- ið „Alma Cummings“ í stórviðri. Sigl- urnar brotnuðu af því og það var ósjálfbjarga. En svo vel vildi til að annað skip bar þar að og bjargaði áhöfninni. Skipið var látið eiga sig, því að allir töldu víst að það mundi sökkva. Átján mánuðum seinna urðu menn varir við að skipið var enn á floti: — Upp frá því urðu mörg skip vör við .það og hvað eftir annað voru sendir menn um borð til þess að kveikja í því. En þær tilraunir urðu ekki til annars en þess, að allt brann ofansjávar, en skipið flaut eftir sem áður á farminum. Var það nú enn hættulegra en áður, þegar illt var að koma auga á það. Mörg herskip voru send til þess að sprengja skipið, en það virðast hafa verið einu skipin sem aldrei gátu séð það. Að lokum rak það á land í Panama og hafði þá verið á reki í 587 daga. Sögulegri er þó ef til vill sigling skipsins „W. L. White". Árið 1888 var það yfirgefið í stórviðri í Delaware flóa, og var síðan á reki. Eigi færri en 45 skip urðu vör við það, og sum þeirra höfðu sent báta um borð vegna þess að skipið hafði alltaf neyðarflagg uppi. En af einhverjum ástæðum var því ekki sökkt og ekki heldur reynt að draga það til hafnar. Að lokum strandaði það á Suðureyum, á eynni Lewis. Sjómálaráðuneyti Bandaríkj- anna gerði uppdrátt af ferðalagi þess, byggðan á skýrslum þeirra skipa, sem séð höfðu til þess, og komust menn að þeirri niðurstöðu að það hefði rekið 5000 sjómílur. Frægasta rekald nútímans er stál- skipið „Baychimo“, 1300 smálestir og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.