Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 2
614 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þann miðdepil hans utan við okkur, sem átti að stjórna hræringum heimsins. En sá miðdepill sem er orkugjafinn í bókmenntum ein- hvers lands, er alltaf innan lands, enda þótt hugmyndirnar komi ann- ars staðar að. Á dögum Snorra var Reykholt þessi orkugjafi, í umróti tímans og umrótinu í hans eigin sál. Reykholt var miðdepillinn í þeim hring, er náði umhverfis landið. Snorri var aflgjafinn, eigi aðeins á stjórnmálasviðinu, heldur einnig á hinu andlega sviði. Fram- ar öllum öðrum var hann bundinn því gamla, einkum hinum gömlu listformum, eins og sjá má á Eddu hans. Framar öllum öðrum var hann brautryðjandi hins nýa tíma, eins og sjá má á mesta listaverki hans, Heimskringlu. Eftir hans daga var ekki lengur einn bókmennta miðdepill í land- inu, heldur tveir: Hólar og Skál- holt. Þeir staðir voru brennidepl- arnir í þeim sporbaug, sem um- lykur list miðaldanna og siðbótar- innar. Eftir siðbótina fölnaði hin raun- verulega og táknræna þýðing þess- ara menntasetra og bræddist sam- an í eitt, biblíutrúna, sem vcr get- um táknað með þeim Hallgrími Péturssyni og Jóni Vídalín. Eða eigum vér, af því að vér erum á þessum stað, heldur að taka and- stæðurnar, er þá höfðu skapazt, öðrum megin Egil Skallagrímsson, hinum megin Hallgrím Pétursson? Vér vorum fyrir skemmstu í Saur- bæ og nú erum vér í Borgarnesi. Þessir staðir geta táknað: sögu og biblíu. Það urðu hinir nýu brenni- deplar í þeim sporbaug er umlukti andlegt líf á íslandi og sameinuðust síðar raunverulega og táknrænt í séra Matthíasi. En ég verð einnig að nefna ann- an mann, Einar Benediktsson. Upp af ígrundan hans og hugsjónaeldi v er sprottin ljóðlist, sem jafnframt er hvöt til dáða. Ég fann þetta bezt í gær, þegar ég var á leið til Skál- holts, Odda, Hlíðarenda og Berg- þórshvols og sá hinar hraðstígu framfarir, sem orðið hafa síðan Is- land fekk fullveldi, hvernig þjóðin er eins og að leggja landið undir sig að nýu, hefja nýtt landnám, hvernig hún ræktar, ræsir fram, leiðir rafmagn um allt, notar trak- tora, fólksbíla og flutningabíla, byggir gróðurhús og iðnfyrirtæki. Mér lá við að gleyma sögulandinu, þegar ég horfði á hið nýa ísland. En þá varð mér hugsað til Einars Benediktssonar og kvæðis hans „Dettifoss“. Mér varð hugsað til þess á hversu merkilegan og spá- mannlegan hátt sameinaðist í sál hans skáldskapur og iðnaður, nátt- úrufegurð og notkun náttúruafla. Þegar ég ók yfir hinar miklu víð- áttur Suðurlands, þar sem jörðin bíður aðeins eftir plóginum og at- orkusömum höndum, til þess að þar rísi hver bóndabærinn við ann- an, varð mér hugsað til Rússlands eftir byltinguna, til Ukraine og fólksins sem hófst handa um að rækta jörðina og afla sér daglegs brauðs. Og mér varð hugsað um hinar nýu bókmenntir Rússlands, sem spegla þetta, hvetja, en bera stundum keim um of af uppeldis- fræði. Þessar bókmenntir hafa mér þótt merkilegar þegar ég hef borið þær saman við sérhyggjuna og sál- hyggjuna í vestrænum bókmennt- um. í bók sem heitir „Rusland bag Stalin“ hef ég reynt að skýra þess- ar bókmenntir og hvað þær hafa til brunns að bera. En nú er þetta efni hálfu merkilegra síðan Ilja Ehrenburg reis upp gegn ein- strengingsskapnum og utan að komandi afskiftum af skáldskapn- um. Markmið hins nýa skáldskapar er þetta, að bókmenntirnar eigi að vera fyrir alþýðuna. Danska skáld- ið Jeppe Aakjær hefur orðað það á þessa leið: Fra Folket vi kommer, til Folket vi gaar, dets Lykke skal være vor Lov. Nú er ég vestrænn maður en ekki kommúnisti. Skipulagið bak við járntjaldið er í höfuðatriðum — einkum um frelsið, frelsi einstak- lings og þjóðar — algjörlega gagn- stætt því, sem ber uppi og þroskar vestrænan anda og gáfur. Vér verð- um að leysa vor eigin vandamál í samræmi við þjóðmenningu vora, samræma frjálsræði og félags- hyggju, og jafna svo meðal vor að það rætist sem danska skáldið Grundtvig kvað: Da har i Rigdom vi drevet det vidt, naar faa har for meget og færre for lidt. En vér getum lært af bókmennt- um Rússa, að þær og þjóðin á að vera eitt. Af þjóðlegum ástæðum hefur þetta alltaf verið svo á ís- landi. Kvöldvökurnar, heima- fræðslan og rímurnar tengdu þjóð og bókmenntir saman. En stundum gat það þó komið fyrir að um árekstra væri að ræða, enda þótt í hlut ætti skáld, sem kváðu sig inn í hjartá þjóðarinnar, eins og þeir Bjarni og Jónas gerðu. Þeir höfðu báðir dvalizt við háskólanám í Kaupmannahöfn. Þeir gleymdu Ts- landi aldrei, og það varð þeim enn hjartfólgnara meðan þeir voru í Danmörk. En skildi Bjarni Bólu Hjálmar þegar hann kom til hans í fyrsta sinn, ákærður fyrir þjófn- að og íkveikju? Eða skildi Jónas Sigurð Breiðfjörð þegar hann réð- ist á rímurnar í Fjölni með álíka ofsa og Guðbrandur Þorláksson væri þar sjálfur kominn? Ég óska hinni ungu íslenzku skáldskaparlist að hún tapi ekki út- þránni, sem var undiralda fornbók- menntanna. En hún má ekki heldur tapa heimþránni, leiðinni inn á við, þar sem hún finnur samhljóm og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.