Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 10
622 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í öðru innra borðinu eru beizlis- stangir, ádrættir, kúlur og fleira skraut af beizlum — um stangirn- ar sérílagi er það að segja, að gerð- irnar eru fjöldamargar; flestar eru úr kopar en sumar líka úr járni og jafnvel horni; sumar eru ærið fornlegar, en þó sennilega engar frá hinni eiginlegu fornöld, því að þá riðu menn við hringabeizli, en fleiri af þeim erú frá miðöldum og svo áfram, þær yngstu sjálfsagt frá síðustu öld. í hinu borðinu eru fyrst ístöð úr járni, margar gerðir og mörg jarðfundin. Því miður er að svo stöddu ógerningur að tíma- setja ístöð, en fullyrða má, að ýms þeirra, sem hér eru sýnd, séu frá því snemma á miðöldum. — Um skeifur, sem þarna eru líka, gildir hið sama og um ístöðin — og þó öllu fremur —að ógerlegt er að tímasetja þær. Fornar skeifur eru alltaf öðru hvoru að finnast hér og þar á víðavangi, og eru þær tals- vert breytilegar að gerð, einkum að því er snertir gatafjölda, fjór- boraðar virðast hafa verið algeng- astar fyrrum, en fimmboraðar og sexboraðar eru heldur ekki óal- gengar, en það segir í rauninni ekkert um aldurinn, því að allar gerðir geta hafa verið til samtímis; þó er ástæða til að ætla, að hinar sexboruðu séu að öllum jafnaði yngstar. Aldurinn verður því að liggja milli hluta að svo stöddu, en geta má þess, að svo virðist, sem járning hesta hafi verið óþekkt hér í fornöld og siðurinn ekki borizt hingað fyrr en á 11. öld. Fyrir innan sýniborðin stendur gömul „taurúlla" frá Odda; er hún af algengri gerð og lík þeim, sem enn eru í notkun hér og þar í Dan- mörku, enda munu „taurúllur“ hér vera þaðan komnar í fyrstu. — Þar fyrir innan stendur á gólfinu stein- ker nokkuð stórt, höggvið úr hruf- óttum steini. Er það fundið á Möðruvöllum í Hörgárdal, og er talið líklegast, að það hafi verið keituker. — Innst á gólfinu er handkvörn af sömu gerð og notað- ar hafa verið víða á bæum líklega allt frá grárri forneskju og fram um síðustu aldamót, og á stöku stað ef til vill lengur. Steinarnir eru höggnir úr hraungrýti. Undir kvörninni stendur rennd tréskál eins og þær, sem korn var tekið í til mölunar, og mjölinu svo sópað í úr kvarnarstokknum, er lokið var mölun. í horninu að austanverðu við innganginn eru nokkur áhöld frá meltekju í Skaftafellssýslu; er þar fyrst handkvörn fremur lítil og fornfáleg, sem melkorn var malað í, þá er „flátta", eins konar motta fest saman úr melstöngum og höfð undir, er melkorn var þreskt; þá eru tvær sigðir, sem melurinn var skorinn með, þá svokallað „drift- artrog“; er það lítið trog með hand- föngum, sem kornið hefur verið „driftað“ (hreinsað) í og loks í glerkassa sýnishorn af melkorni, óhreinsuðu, í einu hólfi, „tini“, þ. e. hreinsað korn í öðru og í því þriðja mjöl úr melkorni. Fyrrum var mel- kornið talsvert notað til manneld- is, blandað í brauð og grauta, í Skaftafellssýslum og sennilega víð- ar, þar sem melur óx. Nú er því hætt, og hefur meltekja þá lagzt niður, og eru líklega fáir á lífi, sem þekkja þá búskapargrein af eigin raun. En í bókinni „íslenzkir þjóðhættir“, bls. 95—99 er mjög greinagóð lýsing á meltekju og þeim margháttuðu störfum, er henni voru samfara, þar til mel- kornið var orðið að mjöli til mann- eldis. Fremst á austurvegg eru fest nokkur þau tæki, sem ómissandi voru til vetrarferða, og má þar fyrst nefna hin ágætu þing, brodd- stafina. Fremstur er þar mikill broddur úr „atgeirsstaf11, en „at- geirsstafir“ eru oft nefndir í ís- lenzkum þjóðsögum, einkum í sambandi við útilegumenn, og er svo að heyra, að bæði þeir og reyndar líka aðrir, sem við þá þurftu að fást, hafi haft mikið dá- læti á slíkum stöfum til að ganga við og bregða fyrir sig til mann- víga, er svo bar undir, og víst er að broddur sá, sem hér er, hefði vel mátt verða mannsbani, þegar hann var í sterkri stöng og í hönd- um áræðins manns. Hann er smíð- aður í líkingu við fjaðraspjót vík- ingaaldarinnar og hefur staðið fulla 22 cm fram úr stönginni — en ef til vill hefur hann verið í vatna- stöng, sem menn höfðu til að kanna hin viðsjálu stórvötn með er þau voru riðin. — Þá má sjá þarna „veðra-broddstaf“, en „veðrarnir“ eru járnfjaðrir, sem reknar eru inn með broddinum á fjóra vegu og endarnir vafðir upp í margfalda hringa og er nafnið sjálfsagt kom- ið af því, en „veðr“ er fornt orð, sem þýðir hrútur. — Þá eru þarna íslenzk eikarskíði og nokkrar gerð- ir af mannbroddum, tréskautar með stálmeiðum undir eins og þeir, sem hér voru algengir til skamms tíma, og ísleggir; eru það hross- leggir og sléttaður á flötur, svo að þeir geti skriðið á ís, og festar í reimar til að binda á fæturna. ís- leggir eru sennilega elzta gerð skauta, sem hér hefur þekkzt, og hafa fyrrum verið algengir um öll Norðurlönd. Hefur það engan veg- inn talizt ónýt íþrótt að kunna vel á ísleggjum, eins og sjá má af sögu Sigurðar Jórsalafara og mannjafn- aðarsennu þeirra bræðra Eysteins og Sigurðar. Hér hafa þeir ekki lagzt af með öllu fyrr en í byrjun þessarar aldar, er hinir fullkomn- ari járn- og stálskautar — og rýmri fjárhagur — hafa útrýmt þeim. Neðst hanga tvennar þrúgur, sem notaðar voru til að ganga á í lausa- snjó. Er það fremur ófimlegur fóta- búnaður, gerður úr ósútuðum ól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.