Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 4
r 616 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS P vík. í byggingarnefnd voru kosnir þeir Árni Thorsteinsson, Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson og Þórarinn Böðvarsson. Fyrir hönd nefndar- innar sneri landshöfðingi sér til danska húsameistara, forstióra IflRháskólans í Kaupmannahöfn, Meldahls, um að gera upndrátt íð hinu væntanlega albí,'"'"húsi. Þessi nefnd vr>ldi h ’-inu stað við Bakarabrekku (B">’'>kastræti). — Þennan vetur var þegar bvrjað á því að liöggva grjót og vfirsmiður ráðinn, F. Bald, sem hafði með sér marga stein- og múrsmiði. Bald var mjög óánægður með þennan stað fyrir húsið, en fékk þó engu um þokað fyrr en Meldahl sjálfur af- tók með öllu að húsið vrði reist í þessari brekku. Varð það úr að húsið yrði reist við Austurvöll, í hjarta bæarins, sem átti sína sögu. Þegar dómkirkjan hafði verið endurreist árið 1848, var svo mikið byggingarefni afgangs, að nægði í lítið einlyft hús. Þetta hús kevpti faðir minn, Halldór Friðriksson nokkrum árum seinna og bjó þar til æfiloka. Þetta er húsið Kirkju- stræti 12. Húsinu fylgdi þá tölu- verð lóð austur og suður að tjörn, þar sem móðir mín hafði garða og ræktaði grænmeti og blóm. Eins og þá tíðkaðist í Reykjavík voru hlaðnir grjótveggir um garða, en ég held að ég fari rétt með það, að faðir minn var hinn fyrsti, sem lét múra steinvegg mót norðri. Ribs og blóm þrifust vel undir þessum vegg og minnist ég því þess hve sárt okkur tók er þessi reitur okkar var rifinn undir grunn hins nýa alþing- ishúss. Faðir minn ákvað, að ef húsið yrði selt eftir sinn dag, skyldi alþingishúsið hafa forkaupsrétt að því, enda er það nú í eign ríkis- sjóðs. — ★ — Svo ég víki nú aftur að byggingu alþingishússins, minnisýég sérstak- lega ^yfirsmiðsins Bald, sem ég kynntist mjög vel, þar sem hann var vinur og heimagangur í húsi foreldra minna, enda átti hann leið þar um dag hvern. Eins og ég hef getið um þegar, vorum við vin- konur áhugasamir borgarar Reykja -víkur og glöddumst yfir öllum framförum í bænum og fylgdumst vel með þeim húsum, sem voru í smíðum, og þá sérstaklega alþing- ishúsinu. í frístundum okkar flækt- umst við þarna fram og aftur alla daga. Þegar húsið var komið undir þak, lét Bald útbúa eitt herbergi sem skrifstofu handa sér og þar sá ég fyrst alla uppdrætti Meldahls og útskýrði Bald þá fyrir okkur. Um kjallara var aldrei að ræða, vegna vatnsaga, en á aðaluppdrættinum var mjög svo fagur og tígulegur grunnmúr, sem byggingarnefndin afréð þó að sleppa, vegna fjár- skorts!! Þetta var smásVnuguleg sparsemi og hörmulegt tiltæki, því að við þetta missti húsið þann svip, sem því hafði upphaflega verið ætlaður. Harmaði Bald þetta stórlega „og þó er það að nokkru leyti mér að kenna“, andvarpaði hann og sagði okkur langa sorgarsögu í því sam- bandi. í höfuðdráttum átti hún rætur sínar að rekja til samgöngu- leysis þeirra tíma. Póstferðir voru strjálar og fyrsta símskeytið barst ekki til Reykjavíkur fyr en 26 ár- um síðar. Eins og áður er sagt, af- tók Meldahl að byggja húsið við Bakarabrekku og tók þá alþingis- nefndin að sér að segja Bald fyrir verkum. Hann var í miklum vanda staddur, því þar sem ekki var um neitt samband við Meldahl að ræða lá við að smíði hússins yrði stöðv- uð og öllum samningum við er- lenda og innlenda verkamenn rift- að um leið. En Bald tók þá ábyrgð- ina á sínar herðar og framfylgdi ákvörðun alþingisnefndarinnar, enda feþk hann óþökk fyrir hjá Meldahl. — ★ — Veturinn 1881 var óvenjulegur á marga lund. Fyrst gengu svo mikl- ar frosthörkur að höfnina lagði út að eyum og var þangað farið bæði ríðandi og á sleðum. 19. febrúar stíflaðist lækurinn og rennur bæ- arins og varð þá svo mikið flóð, að farið var á bátum milli húsa. Séra Matthías Jochumsson, sem bjó í Austurstræti, um þær mundir, orkti af því tilefni: Æddi hrönn, en hræddist þjóð, hús og stræti flóa, sást ei þvílíkt syndaflóð síðan á dögum Nóa, o. s. frv. Fyrir sunnan og vestan húsið okk- ar hafði faðir minn látið byggja svonefnt „pakkhús" og var það bæði fjós og fjárhús hans. En er vatnið tók að flæða inn í þetta hús, minnist ég, hve aumingja kindurn- ar jörmuðu mikið og báru sig ilia. Þá bar Bald þar að, og skaut hann skjólshúsi yfir þær í alþingishús- inu, sem var orðið svo vel múrað, að ekki flæddi inn. Ennfremur minnist ég þess, að það vakti mikla kátínu, að er roll- urnar voru taldar inn í húsið, voru þær einmitt 32 að tölu — jafn- margar þingmönnum þess tíma. — ★ — Eins og áður var sagt, var al- þingishúsið því nær fullbúið, utan og innan 1. júlí 1881, og að sjálf- sögðu fjölmenntu menn utan af landi til að vera viðstaddir hina hátíðlegu vígslu Alþingishúss ís- lendinga. Enda þótt húsakynnin væru mikil á þeirra tíma mæli- kvarða, var fleira fólk fyrir utan húsið en inn í það komst. Var samt góð regla á götunum í kring. í neðri deildar sal sátu þing- menn og æðstu embætfismenn. í efri deild og hliðarherbergjum var fullt af öðrum boðsgestum. Að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.