Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 619 þessir menn taldir vargar á vegum úti, því að þeir vita um hættuna, en bjóða henni byrginn af ásettu ráði, og oftast af einskæru monti. Slíkir menn þykjast líka geta ekið betur þegar þeir eru undir áhrifum áfengis. Og þeir eru sífellt að grobba af því hvað þeir hafi farið á styztum tíma milli einhverra á- kveðinna staða. Þessir menn hafa og þann sið, þegar bíll ætlar að fara fram úr þeim, að stíga á bensínið og þeysa í kapp við hinn, án þess að hugsa nokkuð um beygjur á veg- inum eða mishæðir. Slíkur kapp- akstur endar oft með skelfingu. Svo eru þeir bílstjórar, sem eru annars hugar við aksturinn. Eru þeir þá oft að hugsa um hina hé- gómlegustu hluti, svo sem útlit sitt, horfa í spegilinn og eru að laga á sér hárið eða hálshnýtið. Kona nokkur sem sat við stýri, ætlaði að fæla flugu, sem hafði sezt á eyra hennar, en hægði ekki ferðina. Það varð til þess að hún rakst á annan bíl og móðir hennar, sem var í bílnum með henni, beið bana. Kon- um hættir og til þess að skoða sig í speglinum og laga sig til meðan bíllinn er á fullri ferð. Slíkt fó’.k ætti aldrei að snerta bílstýri. Það er sorglegt tímanna tákn, að flest slys verða á hinum breiðu og ágætustu vegum. Það er eins og menn haldi að þar megi aka með ótakmörkuðum hraða og einkis þurfi að gæta, bíllinn fljúgi áfram alveg sjálfkrafa. Það er ekki ófyrir- synju að menn eru sérstaklega hvattir til að aka gætilega á góðum vegum og hafa alltaf fullt vald á bílnum. Það getur komið fyrir að slys hljótist af því að menn hafa ekki góða sjón. Gleraugu eru ekki ein- hlít. Menn geta séð vel með þeim nær sér, en ekki frá sér. Sumir hafa misjafna sjón á augum, en það verður til þess að þeir eiga afar bágt að dæma um fjarlægðir. Við rannsókn í Bandaríkjunum á sjón bílstjóra, kom í ljós að 8000 voru með sjóngalla svo að þeir voru óhæfir til þess að stýra bíl. Enn eru þeir menn, sem ekkert skeyta um umferðareglur og eru því sannkallaðir stigamenn á veg- um úti. Þeir eru ekki ólöghlýðnir að eðlisfari, en það hleypur einhver skollinn í þá þegar þeir eru seztir upp í bíl, og þeim finnst þá að þeir séu menn að meiri ef þeir skeyta engum umferðareglum. Þetta hefn- ir sín oft grimmilega, og er í sjálfu sér tilraun til þess að ana beint út í opinn dauðann og valda slysum og dauða meðborgaranna. slysum kennt oss? Þær sýna, að slysin eru ökumönnunum að kenna. Þær sýna að langflest slysin stafa af of hröðum akstri, ölvun. þreytu, ákefð í að komast fram fyrir aðra bíla, að menn gleyma sér andartak við stýrið og fara að hugsa um allt annað en aksturinn, að menn hafa sjónskekkju eða brjóta um- ferðareglur vísvitandi. Með því að forðast allt þetta og hafa vakandi gætur á ökuníðingum, skapan menn sjálfum sér öryggi. Með því móti er dregið úr þeirri hættu að ökumenn verði sjálfum sér og öðrum að bana. VARÚÐ GEGN ÖÐRUM Það er ekki nóg að bílstjórar fylgi öllum reglum um öruggan akstur. Þeir verða einnig að vera á verði gagnvart öðrum bílstjórum, sem aka eins og vitlausir menn og þverbrjóta allar reglur. Ökumenn verða jpví að læra hvernig þeir eigi að forðast slíka skaðræðismenn. En hvernig eiga þeir að fara að því? Fyrsta boðorðið er þá að vera alltaf viðbúinn hverju því, sem að höndum ber, að gleyma sér ekki eina einustu sekúndu. Þeir verða að muna sífellt að á hverri stundu getur borið að að þeir verði að beita örþrifaráðum til að bjarga sér. Það er ekki nóg að treysta á hemlana. Menn verða að vera við- búnir því á hverri stundu að þurfa að víkja, og tími til umhugsunar getur verið naumari en andartaVr. Ef hætta er á ferðum að árekst- ur verði, þá er umhugsunartíminn ekki ein sekúnda. Á þessum nauma tíma verða menn að víkja. Minn- ist þess að það er betra að rekast á stein eða girðingu heldur en að rekast á bíl á fullri ferð. Það er betra að hætta á að fara út af vegi. heldur en að stangast. ---O---- Hvað hafa rannsóknir á umferða- BRIDGE A 10 8 2 V 5 4 3 ♦ 9 8 4 2 * K 6 5 A 4 V ÁK1087 ♦ K 10 5 3 A 8 4 3 N V A S A K 7 5 3 ¥ D G 9 ♦ D 7 5 * 9 7 2 A Á D G 9 6 V 6 2 ♦ Á G + Á D G 10 Suður sagði 4 spaða. Vestur bvriar á því að taka tvo slagi í hjarta og s'ær svo út hjarta enn. Nú veltur spil- ið á því hvað S gerir. Mörgum mundi hafa orðið það á að drepa með lág- trompi, en það má hann ekki, heldur verður hann að drepa með gosa. Svo slær hann lauff undir kónginn og næst kemur 4k8, sem A gefur og S líka. Þar næst kemur 4kl0 og um hana fer á sömu leið. Seinast kemur A2 og þá er drepið með AD og ásnum slegið út og A missir kónginn sinn. Þetta hefði ekki verið hægt, ef S hefði byrjað á því að drepa með lágtrompi. En þegar mönnum er sýnt þetta, þá virðist það ofur auðvelt, þótt fæstir hefði athug- að það ef þeir hefði haldið á spilun- um sjálfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.