Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 12
624 "" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aukaólum (náraólum), svo að látúnsverkið hefur breitt sig yfir næstum því alla lend hestsins. Hér skal einkum bent á þrjá, sem hanga fremstir á veggnum; eru þeir frá 17. öld og sennilega allir eftir sama mann; er verkið á þeim óg þó eink- um kúlurnar, með þeim snilldar- brag, að þeir bera af öllu þess hátt- ar verki í safninu. — Innan við söðlana hangir gamalt og athyglis- vert reiðbeizli; er það hringabeizii með fallega gröfnum látúnskúlum og sviftum með höfðaletri; höfuð- leðrið er allt meira og minna sett með látúnsdoppum. Á veggnum fyrir ofan hanga glitofin og vönduð söðuláklæði; þau virðast öll vera frá síðustu öld. — í sýnipúlti við vegginn milli söðlanna eru sýndir ýmsir smáhlutir, þ. á. m. mót til að steypa í hnappa o. fl. ^ „Búrið geymir býsna margt, bæði ker og annað þarft, aska, diska, öskjurnar, ámur, trog og skjólurnar, •..„ kirnur líka og kæsisdallar kúra þar“, P kvað síra Stefán Ólafsson í Valla- nesi — og á það vel við um „búrið“ eða þau ílát og áhöld, sem hér er komið fyrir í suð-austurhorninu. Verður þar fyrst fyrir búrborð gamalt, og standa á því renndar tréskálar með lokum og smjörkúp- ur. Á veggnum fyrir innan hanga nokkur útskorin brauðmót, og út- skornum hornspónum er komið fyrir í „sliðri“ eins og áður tíðk- aðist, en á hillum fyrir neðan standa askar, drykkjarkanna, mjólkurtrog og -byttur, skyrgrind- ur, sem skyr var síað á, og rennd tréföt eða diskar, litlir leglar og brennivínskútar; þar hanga líka tréausur af ýmsum stærðum og gerðum, og á pöllum á gólfinu sjást mjólkurfötur, skyrkollur, stórir skyrsáir og strokkar með bullunum í, katlar og kaffikvarnir — tvær þeirra eru með stemum — og kertaformar, og á veggnum hanga^ grautarþvara, pottaskafi og þvaga prjónuð úr taglahári, en þvögur voru hafðar til að þvo með mjólk- urílát; hærra uppi og milli glugg- anna má sjá flautaþyrla og grasa- járn til að saxa með fjallagrös, sem blandað var í grauta og jafnvel í brauð og slátur. — En á miðjum gafli hangiir gömul mynd, teiknuð, af Leirá í Leirársveit, með þessari áletrun: „Der kand Mand see den Berömmelige Herre Gaard Lej^raae udi Borgefjords Syssel Hvilken med dens Byggninger paa nærvær- ende Tyd forestilles.“ Mynd þessi er frá því um 1770, er Ólafur stift- amtmaður Stephensen bjó á Leirá. Undir myndinni stendur fyiir miðjum gafli allmyndarleg korn- byrða frá Járngerðarstöðum í Grindavík, og standa á henni tvær kornausur. En á veggnum þar fyrir vestan er mikill fjöldi ýmsra gam- alla áhalda; er þar fyrst hærusekk- ur með hornsylgjum í opinu, frá Keldum á Rangárvöllum. Hæru- sekkir voru saumaðir úr grófu vaðmáli, sem unnið var úr úrgangs- ull blandaðri hrosshári; þeir eru sterkir og þykkir og hafa sennilega verið því nær vatnsheldir, og hefur það komið sér vel, þegar langt þurfti að flytja kaupstaðarvöru. Suðvesturhornið geymir allmík- inn fjölda verkfæra, og eru sum þeirra orðin harla torkennileg fyr- ir nútímamann; má þar nefna verk- færi til kolagerðar, kurlöxi og sniðla, sem skógviður og hrís var kurlað — þ. e. höggvið í smábúta — með, áður en það var látið í kolagröfina til brennslu, og hefur þá verið höfð gát á að „öll kurl kæmu til grafar“. — Þá eru þang- sigðir, sem þang var skorið með. Ofanafristuspaðinn var um síðustu aldamót eitt helzta jarðabótaverk- færi bóndans, en er nú víst dæmd- ur úr leik. Móskerar úr tré með jámvaxi og haki til að skera sund- ísleggir ur hnausana koma nú fornlega fyr- ir sjónir, og sama má segja um pálana og varrekurnar og hev- krókana; þeir síðast nefndu munu þó víða vera til ennþá. Hrífu, orf og ljá þekkja allir, því að enn eru þau amboð brúkuð, en mörgum af yngri kynslóðinni, jafnvel þó kurn- ugir séu sveitavinnu mun þó finn- ast að sumir ljáirnir séu lítið lík- legir til mikilla afkasta í höndum sláttumanna og mun það jafnvel geta átt við um skozku bakkaljáina frá fyrstu áratugum þessarar aid- ar, sem þá voru taldir höfuðþing til sláttar, hvað þá, er maður skoð- ar hinar ýmsu gerðir af íslenzkum einjárnungsljáum frá eldri tímum. Þá munu og torfljáirnir að mestu vera gengnir úr notkun hjá bænd- um, sem líka einu gildir, en þeir voru til skamms tíma hin mestu nauðsynja verkfæri, er rista varð torf í þök á öll hús og hey. Þarna má og sjá töðumeisa, sem kúnum var skammtað í, klifbera og torf- króka, en þeir voru hafðir til að 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.