Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 627 eign Hudson-flóa félagsins. Það hafði bækistöð sína í Vancouver á vestur- strönd Ameríku. Þaðan sigldi það á hverju vori hlaðið vörum til bæki- stöðva félagsins nyrzt í Ameríku, en tók þar aftur grávöru. Siglingin var mjög hættuleg. Skipið varð að fara norður í gegnum Berings-sund, norður fyrir Alaska og síðan austur með norð- urströndinni, alls um 2000 sjómílna siglingu. Það varð að sæta fyrsta tæki- færi á vorin til þess að komast norður úr rekísnum, og hraða svo ferðum eins og mátti til þess að komast undan vetrarisnum. Sumarið 1931 hafði það farið á allar norðurhafnirnar og losað þar varning sinn, en tekið í staðinn grávöru, sem var 300.000 dollara virði. En þá varð það of seint fyrir og festist í ísnum. Skipshöfnin var 16 manns og skipstjór- inn hét Cornwall. Hann taldi ekki ráð- legt að vera í skipinu, svo að þeir yfir- gáfu það og komust á land. Þar gerðu þeir sér skála og ætluðu að bíða þess að ísa leysti. I nóvembermánuði gerði margra daga stórhríð. Þegar upp birti, sáu þeir að skipið var horfið, með öllum sínum dýra farmi. Þeir leituðu lengi, en ar- angurslaust. Svo var það mörgum vikum seinna, að Eskimóti, sem var á veiðum, rakst á skipið þar sem það var fast í ísnum. Hann tilkynnti þetta. Skipshöfnin fór á staðinn og henni tókst að bjarga mestum hluta grávörunnar, svo ekki var eftir nema 30.000 dollara virði. Þá gerði annað stórviðri, ísinn gliðnaði sundur og skipið hvarf. Næstu árin sást það að minnsta kosti sex sinnum. Menn höfðu komizt um borð í það, en ekki treyst sér til að bjarga skipinu. Og þarna barst það svo fram og aftur með ísnum. Enginn veit hvað orðið hefur um það, eða hvort það er enn á floti, en ævintýralegar sögur ganga um það og ekki er laust við að mönnum þar nyrðra finnist það vera afturganga sem sveimar um hafið, mannlaust og stjórnlaust, en getur ekki farizt. í febrúarmánuði s.l. vetur gerðist saga, sem minnir mjög á söguna um „Marie Celeste". — Enskt skip, sem „Ranee“ heitir var á leið milli Singa- pore og Colombo. Um 200 sjómílum fyrir sunnan Nicobar-eyar komu menn auga á kínverskt skip, sem virtist vera í nauðum statt, því að siglutré þess var brotið. Skip þetta hét „Holchu“. Bácur var nú sendur yfir í það. Þegar menn komu um borð sáu þeir að ekkert var að annað en þetta, að siglan var brotin. Allt var í röð og reglu á skipinu. Það var hlaðið 105.000 pokum af hrísgrjón- um, og auk þess voru nægar vistir í skipinu og nóg af vatni. í káetunni stóð matur á borðum — en enginn mað- ur var á skipinu. Skipshöfnin var gjör- samlega horfin. Hvað hafði komið fyr- ir? Höfðu skipverjar orðið saupsáttir, fleygt hvor öðrum í sjóinn og sá sein- asti framið sjálfsmorð? Eða höfðu ræn- ingjar hertekið skipið og aðeins rænt mönnunum en engu öðru? Eða höfðu skipverjar skyndilega orðið svo ótta slegnir að þeir yfirgæfi skipið? Þess- um spurningum getur enginn svarað. Skipið 'var í svo góðu lagi, að það var dregið alla leið til Colombo. (The Nautical Magazine). Veiztu þctta? AÐEINS í tveimur héruðum á íslandi hafa bæir verið kenndir við vegg, eða vcggi, Norður-Þingcyarsýslu og Mýra- sýslu. í Kelduhverfi voru þrír bæir kenndir við vegg. Einn heitir Tóveggur, en hvor hinna hefur upphaflega heitið Veggur, en verið aðgreindir þannig, að annar var kallaður á Vegg, en hinn undir Vegg. Þetta breyttist syo í Ávegg og Undirvegg. í Hvítársíðu eru Síðu- múlaveggir, en hafa upphaflega heitið Veggir. í Stafholtstungum eru Staf- holtsveggir og í Álftaneshreppi voru Smið j uhólsveggir. ♦ ♦ ♦ FYRIR 20 árum kom út Vidbætir við sálmabókina og varð brátt deiluefni. Höfundur ýmissa sálma svo og afkom- endur annarra töldu að sálmar heíði verið teknir leyfislaust í bókina, fellt úr mörgum sálmum og erindi færð úr réttri röð. Ennfremur hafi margir sálm- ar verið herfilega afbakaðir, svo að teljast verði ritfals. — Út af þessari óánægju varð það að hætt var sölu á Viðbætinum og eyðilagt það sem eftir var af upplaginu. — Bók þessi mun því í fárra höndum og er sennilega dýr. ÓLI litli var í sveitinni í sumar, og áður en hann færi heim, sá hann þar fjárrekstur. Hann spurði hvert ætti að fara með þessar kindur og honum var sagt að þær ætti að fara í sláturhúsið, svo að hann gæti fengið nýtt kjöt. Þegar Óli kom heim, sá hann 100 krónu seðil hjá mömmu sinni. Aftan á honum er mynd af íjár- safni í Þjórsárdal. Óli varð hrif- inn af því að sjá myndina og gat nú frætt mömmu sína á því, að þarna væri verið að reka fé í sláturhús. Svo sneri hann seðlin- um við og spurði: — Mamma, er þetta þá slátr- arinn! ----o---- Steini litli fékk að fara í kirkju með mömmu sinni. Hann tók eft- ir því að presturinn minntist hvað eftir annað á „guðs lamb“. Steini sneri sér að mömmu sinni og sagði svo hátt að margir heyrðu: — Mamma, á guð engar kýr? ----o---- Afi gamli var ekkjumaður og hafði ráðskonu, sem var allað- sópsmikil. Einu sinni sagði pabbi við Begga litla að hann skyldi fá að koma með sér á morgun til afa. Beggi sagði mömmu sinni þessi tiðindi á þessa leið: — Á morgun ætlum við pabbi að heimsækja frænkuna, sem afi býr hjá. ----o---- Mamma hefir harðbannað Ingu litlu að tala nokkuð um það fólk, sem er með þeim í strætisvagni. Ef hana langi til að segja eitt- hvað þá skuli hún geyma það þangað til þær séu komnar heim. Svo eru þær einu sinni sem oftar í strætisvagni og á móti þeim situr maður með svo hraeði- lega stórt nef, að öllum varð starsýnt á það. Inga horfir einn- ig lengi á þetta makalausa nef, en stillir sig og segir aðeins: — Mamma, við skulum tala um þennan karl þegar við komum heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.