Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Síða 9
~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 621’ að þær kynnu að vera norskar að uppruna. Þegar innfyrir kemur standa fremst á gólfinu ferðaskrínur Bjarna amtmanns Thorarensens; eru þær klæddar með selskinni og gerðar til að reiða á klyfbera eða klyfsöðli. Innar á gólfinu eru fjög- ur sýniborð, er standa tvö og tvö saman. í þeim fremri éru reið- gjarðahringjur, flestar úr kopar, en h'ka úr hvalbeini, verklegar og vel gerðar, oft með ártölum og öðrum áletrunum eins og fangamörkum og stundum vísupörtum, t. d.: „Held eg hann riði úr hlaðinu bezt. sem hindrar engin mæða.... “ Eða: „Hver sem þessar hringjur íær hann á lengi að eiga þær, meðan herrann lifið ljær láti þér fylgja báðar tvær.“ o. fl. af líku tæi. — Þá eru hringj- ur, ennislauf (tingl) og kinna- ádrættir af beizlum, reiðahringjur og þófólahringjur, allt saman mjög skrautlegt. Hinum megin er drifið og grafið látúnsskraut af söðlum (látúns- beitur), reiðakúlur, útskorin horn- ístöð o. fl. — Einkum eru reiða- kúlurnar oftast mikið skreyttar, drifnar og grafnar, oft með nöfn- um og heilum vísum, eins og t. d. þessari sléttubandavísu: „Girði reiðann, nistis ná , njóti beztu gæða, virði greiðann þennan þá þýðust; bresti niæða.“ Ekki eins dýr, en htlu íburðar- minni er þessi: „Hesti valda fold vill falda íríðum, hröðum ná, lindin spjalda gild mun gjalda greiða í staðinn þá.“ Og: „Hyggst að ríða heillum bundin hesti fríðum, reiðann þýða refla hrundin reyni tiðum.“ Heilræði til reiðmannsins felst i þessu stefi: „Ríddu varlega, drekktu sparlega. Dauðinn kemur snarlega." „Búrið geymir býsna margt.“ (Sjá bls. 624) k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.