Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Qupperneq 7
{ IvESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Daníel Daníelsson formaður 1922—37 Björn Gur.nlaugsson formaður 1937—49 haldi á Geldinganesi, sem þá var, ásamt Gufunesjörðinni, enn í einkaeign, og tók hann hesta þeirra bæjarmanna, er þess óskuðu, í hagabeit um sumarið. Næstu tvö sumur, 1923 og 1924, tók ábúandi Gufuness hesta félagsmanna í hagbeit í Geldinganesi og annað- ist hestagæzluna fyrir eigin reikn- ing. Árið 1924 eignaðist svo bær- inn Geldinganes, ásamt Gufunesi. Þegar á næsta ári tókust samning- ar milli Fáks og bæjarstjórnar um leigu á Geldinganesi til hagbeitar. Hefir félagið síðan óslitið haft nes- ið á leigu til sumarbeitar, ásamt afgirtum blettum nær. Á þessum fyrstu árum gerði Fákur ítrekaðar tilraunir til að fá Breiðholt til leigu eða ábúðar, en þær tilraunir báru ekki árangur. Síðan 1927 hef- ir Fákur hins vegar jafnan haft hluta af Breiðholtslandi til afnota með Geldinganesinu. Hefir Fákur jafnan annazt gæzlu þeirra hesta, sem hann hefir tekið í hagbeit, svo og flutning þeirra til og frá beiti- löndunum. V. Þegar á öðru starfsári Fáks komst hesthúsmálið á dagskrá í félaginu. Veturinn 1925 var sérstök nefnd kosin til að fjalla um það mál sérstaklega. Lagði nefndin þá um haustið fram uppdrátt að hest- húsi, ásamt hlöðu, fyrir 60 hesta, og var svo til ætlazt, að hægt væri að stækka bygginguna. Lengra áleiðis komst hesthúsmálið ekki að sinni. Á árunum 1928—35 rak Dýra- verndunarfélagið hesthús í Tungu og tók hesta í fóður og vetrareldi. Var þar básrými fyrir 30—40 hesta. Árið 1936 neyddist félagið til að selja Tungueignina. Hinn nýi eig- andi setti þar upp kúabú, og lagð- ist hesthúshaldið þar þá niður. Árið 1943 komst Tunga í eigu bæjarins. Það sama haust lét bær- inn útihúsin þar af hendi við Fák til 5 ára, endurgjaldslaust, en með því skilyrði, að félagið gerði nauð- synlegar endurbætur á húsunum, en þau þörfnuðust mikilla endur- bóta. Var því verki lokið fyrir ára- mót. Þótt í Tungu væri básrými fyrir 38 hesta, fullnægði það ekki þörf- inni. Árið 1945 leigði bærinn fé- laginu einnig Laugaland, hús öll ásamt 7 dagslátta túnspildu. Leigu- tíminn var raunar bundinn við að- r 275 » ■»■* ■ n * Bogi Eggertsson íormöaur 1949 og enn eins eitt ár, og Fákur skyldi kosta allar endurbætur á húsunum, en þau voru í allmikilli niðúrníðslu, þótt þau sumpart væru betur á sig komin en Tunguhúsin, þegar Fákur tók við þeim. í útihúsum að Laugalandi var hægt að koma fyrir alls 40 básum. Síðan hefir Fákur haft umráð yfir þessum húsum í Tungu og Laugalandi og rekið þar hesthús fyrir félagsmenn. Voru húsin full- skipuð fyrstu árin, en undanfarið hefur dregið úr aðsókninni. Starf- rækir félagið nú aðeins hesthúsið að Laugaiandi, sem er fullskipað, en veitir hins vegar mönnum, er kjósa að hirða hesta sína sjálfir, aðgang að Tungu. Þótt félagið hafi þannig haft, og hafi sem stendur, nægan hesthús- kost, er þar aðeins um bráðabirgða- lausn að ræða. Húsin eru léleg, óhentug og ófullnægjandi, og hljóta bráðlega að hverfa fyrir tímans tönn. Hesthúsmálið verður ekki leyst til frambúðar nema með hentugum, varanlegum ný- byggingum, sem eðlilegast væri, að reistar yrðu í sambandi við fyr- irhugaðan skeiðvöll. Hefir jafnan komið í ljós í umræðunum um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.