Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 16
284 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A A 9 7 6 V Á 9 8 3 ♦ Á D 10 * 10 6 AKDG10 V — ♦ 9 7 6 4 2 ♦ K D 4 3 A 8 5 3 V K D 7 4 2 ♦ K G 3 * Á 2 Sagnir voru þessar: A s V N pass 1 H tvöfaldar tvöf. 2 L pass 3 L 4 H pass pass pass Út kom SK. S sér þegar að hann muni missa tvo slagi í spaða og einn í laufi. Taphættan er, ef öll trompin eru hjá V. En ef þau eru hjá A þá er von wn að vinna. Til þess að rannsaka þetta slaer S út HÁ. Nú sést að trompin eru öll hjá A og þá er vandinn ekki annar en sá að spila tvisvar út trompi úr borði. Þetta er auðvelt spil eftir að S veit hvernig trompin liggja, en hann varð að reyna það með ásnum, mátti ekki eyða hátrompi úr hendi. & & £k Gísli prestur Oddsson sonur séra Odds á Miklabæ, er hvarf, var lítill lærdómsmaður og leitaði oft hælis til Jóns Esphólins um ræður sín- ar. Hann var mikill maðui T’exti og sterkur, manna spaklyndastur og góð- lyndur, en fóru oft orð fávíslega. Það var nú að hann skyldi syngja messu skírdag í Viðvík, og fyrir því að hann bjó á Ríp og varð að fara yfir Héraðs- vötn, kom hann jafnan degi áður til Viðvíkur, og svo var nú. En þá var þar kominn Gísli Konráðsson og var Espho- lin að lesa fyrir hann Trójumannasögu- brot, eftir Hómer, er hann hafði þá ný- lega íslenzkað. Kom þá kona Esphó- lins inn í herbergið og mælti blíðlega við mann sinn að hætta mundi hann verða sögulestrinum, presturinn væri kominn. Sýslumaður mælti: „Nú er úti friðurinn, hann fer þá að tala um hor- inn í nesinu.“ „Ónei,“ kvað hún, „eg set hann á rúmið hjá mér og ber hon- um mat að borða.“ En er prestur hafði heilsað og sezt til matar, mælti hann: „Bág ætla að verða peningahöldin í nesinu." Sýslumaður stökk upp, greip í öxl Gísla og fór með hann fram í stofu, og las Gísla söguna til kvölds. (Merkir ísl. V). Fár mun eftir leika. í „Læknisævi“ segir Ingólfur læknir Gíslason að áttræð ljósmóðir hafi sagt sér eftirfarandi sögu einu sinni er þau sátu yfir konu norður á Langanes- ströndum. — Sagan gerðist á löngu heiðinni fram af Sléttu fyrir nær 100 árum. Stúlkan var dóttir bláfátæks bónda á Langanesinu, og af því að hún var nú orðin 16 ára, þá átti hún að fara að vinna fyrir sér og var nú á ferð í vist inn í Axarfjörð. Þau voru gangandi, en gamli maðurinn, sem með henni var, teymdi reiðingshest. Hengu á honum föggur hennar og fleira. Á miðri heiðinni mættu þau gangandi konu, sem var á leið til Þistilfjarðar. Hún var lasin og drógst áfram með veikum burðum. Það stóð þá svo á, að hún hafði tekið léttasótt, hafði ekki átt von á sér strax, en áreynslan og hræðslan við að vera ein á ferð, ollu því að hún fór að kenna sín og hríð- arnar urðu brátt svo strangar, að hún varð að setjast að og láta guð og lukk- una ráða. Unga stúlkan bjó sig strax undir að hjálpa, lét gamla manninn spretta af hestinum, útbjó rúm úr reið- ingnum, þvoði sér í læk, sem rann þar nærri, sneri hattkúfi karlsins við og notaði hann sem vatnsílát, tók svo á móti barninu, batt um naflastrenginn með kögri úr sjalinu sínu og skar hann sundur með vasahníf karlsins, þvoði konunni og barninu með hreinum vasaklút, sem hún átti í föggum sínum, varð auðvitað að dýfa honum við og við í vatnið í hattinum, og gamli mað- urinn hljóp eftir nýu vatni. Svo vafði stúlkan barnið innan í sjalið sitt, tjald- aði yfir konuna að einhverju leyti með pokum og sendi gamla manninn til byggða eftir hjálp, sem svo kom í tæka tíð. — Eftir þetta tók hún við mörg hundruð börnum til hárrar elli og var heppin með afbrigðum. A 4 2 V G 10 6 5 ♦ 85 * G 9 8 7 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.