Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 1
18. tbl. XXVII. árg. \ Sunnudagur 25. maí 1952 MYNDIN OG EG ERIIM EITT Samtal við Kristínu Jónsdóttur listmalara á málverkasýningu hennar UM ÞESSAR mundir hefir frú Kristín Jónsdóttir sjálfstæða mál- verkasýningu í Listamannaskálan- um við Kirkjustræti. Sýningin fyllir þennan stóra sal, ekki svo að skilja að veggirnir sé alþaktir myndum, en maður finnur ósjálf- rátt undir eins og inn er komið að sýningin fyllir salinn. Ég veit ekki hvort það er heldur vegna þess að málverkunum er svo hag- anlega fyrir komið, eða það er vegna þess að hver mynd krefst síns sérstaka áhrifasvæðis, nema hvort tveggja sé. Ég geng um salinn ásamt lista- konunni og virði fyrir mér mál- verkin hvert af öðru og nýt þess á mína vísu. En ég er alls ófróður um list og þess vegna segi ég allt í einu blátt áfram og fyrirvara- laust: • — Viltu ekki segja mér í fáum orðum: Hvað er list? — í öllum guðanna bænum spurðu mig ekki að því, segir hún. Satt að segja hefi ég ekki hugmynd um það, veit aðeins að í manni sjálfum býr knýjandi þrá, sem heimtar að brjótast út, og að það er manni jafn nauðsynlegt eins og að draga andann að leyfa henni að brjótast út. — Hvað var það þá í æsku sem vakti og ól þessa þrá hjá þér? — Það var áreiðanlega sveitar- lífið. Ég tel það alveg ómetanlegt fyrir hvern mann að alast upp í sveit, hvert svo sem leiðir kunna að liggja þaðan. Frá æskuárunum á ég þann sjóð endurminninga er aldrei eyðist og ég get altaf geng- ið í. Einna dýpst áhrif hafði það á mig að vaka yfir vellinum á vor- in. Þær stundir gróðursettu í mér ríka tilfinningu og aðdáun á öllu sem lifir og grær, mönnum, mál- leysingjum og gróðri jarðar. — Það var yndislegt að sjá hvað morgundöggin var þyrstu blómi. En svo tók ég líka upp á því á þessum einverustundum að lesa biblíuna, og þá sló nú í hart. Það kom fyrir að ég varð að vekja móð- Listakonan að mála á æskustöðvum sínum ur mína til þess að fá útskýringar, t. d. vorum við ríkt fólk? — Nei. — Þetta var auðvitað út af dæmi- sögunni um úlfaldann og nálaraug- að. Ég var ákaflega hrædd um það að komast ekki í himnaríki. Og þarna stóð í biblíunni að maður kæmist ekki þangað nema hann iðr- aðist og gréti út af syndum sín- um. Og þá snaraðist ég út í horn- ið hjá hestaréttinni og kreisti úr augunum nokkur tár og lofaði að gera aldrei neitt ljótt framar. — Ég var bara átta ára telpuangi. Ég bendi á stóra mynd af bað- stofu og spyr: — Er þetta gamla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.