Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 8
276 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessi mál í félaginu, að þessi nauð- synlegu mannvirki félagsins ættu að vera á sama stað. VI. Allmikill þáttur í starfsemi Fáks, einkum framan af, voru reiðvega- málin. Öllum hestamönnum í bæn- um var ljóst, að þeir gátu ekki haft not hesta sinna, nema ruddir væru vegir út úr bænum um ná- grennið. Þjóðvegirnir voru harðir undir hófum og óaðlaðandi, ekki sízt þegar bílaumferðin tók að auk- ast. Höfðu nokkrir reiðhestaeig- endur tekið síg saman, áður en Fákur kom til sögunnar, og rutt reiðveg, meðfram þjóðbrautinni, inn að Élliðaám. Fákur hófst þegar handa um að ryðja reiðvegi, er hann hóf starf- semi sína. Er ekki að orðlengja það, að á næstu árum voru ruddir veg- ir frá Elliðaám og allt upp að Kol- viðarhól, að Elliðavatni og kring- um það, svo og að Lambhagabrú. Naut félagið nokkurs stuðnings vegagerðar ríkisins við þessar framkvæmdir. Leitaði félagið og samvinnu við sýslunefndir Árnes- og Rangárvallasýslna, um fram- lengingu á reiðveginum austur yfir fjall, þar eð sýslubúar gætu einnig haft gagn af veginum, m. a. í sambandi við fjárrekstra, en þeirri málaleitan var ekki sinnt. Reiðvegirnir munu alls hafa verið um 50 km. að lengd, er Fákur lét staðar numið við að ryðja nýjar leiðir. Var árlega unnið að viðhaldi veganna, einkum hér í nágrenninu, sumpart í sjálfboðavinnu félags- manna. Við hernámið truflaðist þessi starfsemi félagsins mjög, og voru vegirnir víða tepptir vegna framkvæmda setuliðsins. Síðan hefir reiðvegamálunum lítið verið sinnt, en óneitanlega væri aðstað- an, með hinum stórvirku jarðýtum, ólíkt betri nú en áður, þegar ein- göngu varð að treysta á handaflið. Virðist mjög athugandi fyrir Fák, að hefjast nú aftur handa í vega- málunum. Hinir hörðu bílvegir eru í raun og veru með öllu óboðlegir fótum gæðinganna. VII. Eitt af stefnuskrármálum Fáks var, eins og ég minntist á í upp- hafi máls, að safna sögum um af- bragðs hesta og afrek þeirra, og gefa út rit um hesta og hesta- íþróttir. Vegna margháttaðra annarra viðfangsefna, sem nú hafa verið rakin í höfuðdráttum, svo og fjár- skorts, varð þó minna úr fram- kvæmdum en ætlað var. Þó var ýmislegt ritað um hugðarefni hestamanna að tilstuðlan Fáks, og af mönnum, sem höfðu forystu í félagsstarfseminni. Þegar haustið 1922 var samþykkt að haldá úti handrituðu blaði ,er lesið yrði upp á félagsfundum. Nefndist blað þetta Geisli, og er fyrsta blaðið dagsett í jan. 1923. Blað þetta var allfjölbreytt að efni. Var það við líði um 10 ára skeið, þótt það lægi í dvala öðru hverju. Á 5 ára af- mæli sínu gaf Fákur út allmikið og vandað rit, er nefndist „Fákur“, og á 10 og 20 ára afmælunum voru birtar í blöðum ítarlegar greinar um starfsemi félagsins. Sama árið og Fákur varð 15 ára, birtust end- urminningar fyrsta formanns fé- lagsins, Daníels Damelssonar, „í áföngum11, og var sérstakur þáttur þess rits helgaður Fáki, auk þess sem ritið að öðru leyti hafði að geyma margar frásagnir um hesta og afburða gæðinga. Árið 1925 kom út bók, er nefnist ,,Hestar“, eftir Daníel og Einar E. Sæmunds- son, sem einnig var ritstjóri Geisla, og 1932 gaf Daníel út smárit, er hann nefndi „Meðferð hesta“. Þá er þess að geta, að á skemmtifund- um félagsins hafa af og til verið haldin fræðsluenndi um hitt og annað, er að hestum og hesta- mennsku lýtur. Frá því á árinu 1935 hafa kappreiðar félagsins oft ver- ið kvikmyndaðar, og stundum hafa einnig verið teknar kvik- myndir af hópferðum Fáksfélaga. Mesta afrek Fáks á sviði fræðslu- og útgáfustarfseminnar verður að telja rit það, „Fák“, er félagið gaf út 1949 í tilefni af aldarfjórðungs- afmæli sínu 1947. Er það mikið rit, hátt á 5. hundrað blaðsíður, prent- að á góðan pappír og prýtt fjölda mynda. Eru þar allir þættir í starf- semi félagsins ítarlega raktir, og kappreiðunum þó gerð sérstaklega glögg skil. Skrifaði Einar E. Sæ- mundsson meginhluta ritsins, en hann hefir jafnan lagt kapp á að halda öllu til haga um starfsemi félagsins. Ber ritið sjálft elju hans og atorkusemi í þessum efnum, og órofa tryggð við málstað og mál- efni Fáks, svo og hugðarefni hesta- manna yfirleitt, órækt vitni. Auk sögu Fáks gerir Einar í stuttu máli grein fyrir stofnun og störf- um, m. a. kappreiðum, allra ann- arra hestamannafélaga á landinu, en Fákur beitti sér fyrir og stóð að stofnun sumra hinna fyrstu þeirra. Þá birtir hann og annál um allar kappreiðar, sem haldnar voru á landinu, allt frá 1874 til 1914, og hægt hefir verið að afla heimilda um. Loks eru í ritinu ýmsar greinar eftir nokkra þekkta forystumenn á sviði hestamálanna. Má þar fyrst og fremst tilnefna fyrrverandi og núverandi hesta- ræktunarráðunaut. Ég þykist mega fullyrða að ekki sé ofmælt, að þetta rit Fáks sé langvandaðasta og fróðlegasta rit- ið, sem nokkur félagssamtök á landinu hafa gefið út um starf- sem sína og skyld málefni. Þar eð félagið hefir bundið allmikið fé í ritinu, væri vel til fallið og æski- legt, að Fáksfélagar og aðrir, er o -- Frh. á bls. 283 ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.