Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 9
Magnús Jensson: Frá íerðum Kötlu VII. Ó V í Ð A mun til þess ætlazt að bryggjur og bólverk séu annað eða meira en nauðsynleg mannvirki í höfnum inni. Engar aðrar kröfur eru gerðar til slíkra tækja en bær, að skip séu þar örugg, helzt í hvaða veðri sem er og aðstæður til skipa- afgreiðslu eins hagkvæmar og bezt verður kosið. Uppfylli þessi mann- virki slíkar kröfur, er það ágætt, og í augum skipstjórnarmanna og annarra viðkomanda hljóta þau að vera hin fegursta sjón. Þannig er þetta víðast hvar í heiminum. í hæsta lagi er reynt að byggja þessi tæki eins stílhrein og við verður komið, en þó því aðeins að slíkt hafi engan eða lítinn aukakostnað í för með sér. Það er þess vegna mjög óvenjuleg sjón, sem mætir auganu, þegar komið er til hafnar- bæarins Cárdenas á norðurströnd Kúbu. Haus hafnarbryggjunnar í Cárdenas Bær þessi er með þeim stærri við sjávarsíðuna og hefur um eða yfir 50 þús. íbúa og er hvað það Torgið í Cárdenas snertir svipaður og Reykjavík, en þar endar líka öll samlíking. Útgrynni er afar mikið fyrir ströndinni, þannig að skip verða að sigla margar mílur eftir ör- mjórri rennu, sem grafin hefur ver- ið í leirbotninn, til þess að komast að bryggjunni, sem teygir sig þó 1.5 km beint í sjó fram, út frá miðj- um bænum. — Breidd þessarar bryggju er 150 metrar. Þetta er því afar mikið mannvirki og sérstak- lega eftirtektarvert fyrir þær sakir einar, en þarna er fleira um að ræða. Ráðamönnum þessa bæar hefur nefnilega dottið það snjallræði í hug að sameina í eitt hina óskyld- ustu hluti, sem sé skrautgarð og bryggju, og árangurinn er, eða rétt- ara sagt, verður (því verkinu er ekki lokið) alveg sérstæður. Þar sem bryggjan er bæarprýði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.