Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 15
cn í hálfum liljóðum þó: „Það er sú, sem átti kvíguna!“ Var auðséð á lát- bragði gömlu konunnar að þarna rifjað- ist upp gamalt atvik, sem nokkurs var um vert. Eitthvað umlaði í bónda, en orð heyrðust engin. Eg kannaðist við hvað þeim bjó í skapi og haíði gaman af, en lét á cngu bera. Stúlkan vildi fús mcð mér ganga tveggja daga vcgleysuna, sem þá var frá Rcykjavík suður á Miðnes í aur- blcytu og hryssings veðráttu skamm- dcgisins. líún reyndist prýðiiega að dugnaði i ferðinni og cinnig í stöðu sinni um vertíðina og var liknserhin sjálf livenær sem hún kom þvi við. Siðar giftist hún dugnaðarmanni og bjó mörg ár á einu grasbýlinu á Mið- nesi. Fluttist svo ekkja til Heykjavlkur og er nú látin. Gegn um allt þetta kyn?itist ég gömlu hjónunúm nokkuð, einkum bóndanum, sem Vann hjá mér ýmisiegt í sam- bandi við bát minn á íyrri dögum. Voru öll okkar Viðskifti með eðlilegum hætti. En aldrei minntist ég á gömlu væring- arnar, taldi að ekkert gott mundi af þvi leiða. Maguús Þóiarinsson. - FÁ8ÍUR . Frh. af bls. 276 hlynntir eru félaginu, vildu greiða fyrir gölu ritsins, t. d. með því að velja það til tækifærisgjafa, þegar það á við. Fákur heíir látið ýmis mál til sín taka önnur en þau, er hér hafa verið rakin, og aðallega snerta starfsemi hans beinlínis, en einnig er sumt ótalið af því, er varðar starfsemina, eins og t. d. fjár- öf lun (hlutáveltur, háppdrætti), skemmtistarisemi o. íl. En hér verður látið staðar numið að sinni. VIII. Hesturinn hefir veriö í órofa tengslum við ísleniku þjoðina allt frá öndverðu, berið þyngstu byrö- arnar, verið felagi her.nar cg föru- usutur, og eirtfiver raegti yndigauki, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 bæði í blíðu og stríðu. Þjóðin á því hestinum mikla skuld að gjalda. Af þeim rótum var stofn- un Fáks runnin. — Þegar Fákur nú lítur til baka, eítir lokið 30-ára skeið, getur félagið fagnað yfir því, að tekizt hefir að ná ýmsum þeim markmiðum, sem stéfnt hefir verið að, þótt lokatakmarkið verði hér, eins og viðast annars staðar, jafn- an hendan við næsta leiti. Það er lögmál allrar framvindu. — Áfangurinn, sem náðst hefir, er fyrst og íremst að þakka óeigin- gjörnu starfi margra þeirra manna, sem tekið hafa virkan þátt í félags- starfseminni, og þá fyrst og fremst þeirra, er ti! skamms tíma hafa stáðið í fylkingarbrjósti allt frá byrjun. Því er hins vegar ekki að leyna, að sundrung og sundurlyndi hefir, bæði fyrr og síðar, staðið félagsstarfseminni allmjög fyrir þrifum, eins og raunar víða vill við brenna. — Ég á enga aðra ósk betri Fáki til handa á þessu afmæli hans en þá, að takast megi að sigrast á þeim veikleika. Sundrung leiðir til falls, en sameining og samstill- ing kraftanna er leiðin til sigurs, leiðin að settu marki. V Hj á f b 6 MARGS KONAR hjátrú ríkir í Austur- löndum og stendur menningu þessara þjóða fyrir þrifum. Súmt af þessu könnumst vér við. Hér ríkti sams kon- ar hjátrú fyr á öldum og má mikið vera, ef sufflt er ekki við lýði enn í dag. Fréttaritari „Awake'* í Egypta- landi segir svo frá: Ef maður er í skartklæðum og ein- hver dáist að þeim, en eitthvert óhapp liendir svo fötin eftir stuttan tíma, þá er það talinn vottur um að sá, sem aö þeim daðist, hafi litiö til þeirra ,illu auga“. Ekki ir.á maður matast við horn á boíði, þvj að þá giftist hanp aldrei. Ef manni verður það á að brjóta gler eða spegil, þá boðar það óhöpp. Illur fyrirboði er það ef svartur kött- ur gengur fram hjá húsi manns. Enginn má gefa vini sínum sápu, salt, edik, nálar, títuprjóna né vasaklút, því að það verður til þess að slitnar upp úr vináttunni. Ekki mega þrír menn kveikja í vind- lingi með sömu eldspýtu, því að þá er sá seinasti skammlífur. Það veldur ógæfu ef menn láta opin skæri liggja á gólfi, eða sópar gólfið eftir sólsetur. Þegar maður skcr hár sitt og neglur verður að gæta þess að ekkert falli á gólfið, þvi að þá er guðs reiði vís. Ef maður heyrir ugluvæl eftir dag- setur, þá boðar það ógæfu. Talan 13 er óhappatala. Komi óvelkominn gestur, á að sópa gólfið vandlega þegar hann er farinn og strá salti á það. Aidrei má móðir skilja við barn sitt áður en það tekur fyrstu tönn, þvi að þá koma einhverjar illar verur og hafa skifti á því og einhverjum óþekktar- anga, sem er bæklaður og lamaður. Menn sem koma til Egyptalands niunu fljótt taka eftir því, að meiri hluti karla og kvenna gengur í síðum svurtum fötum. — Fólkið gerir þetta vegna þess að það trúir því að svarti liturinn muni vern gegn „iliuin aug- um“ og gjörningum þeirra, sem það mætir. Til þess að verjast „illum augum“ er gott að ganga með bláa perlufesti um hálsinn, eða hengja knippi af laukum yfir útidyr sínar. Sumir hafa þann sið, ef þeír halda að einhver með „ill augú“ hafi komið, að þeir tflka pappírsblað og margstinga það í gegn með títuprjóni og segja í hvert sinn: „Burt með þig illa auga“. Síðan brenna þcir bréfið og gefa ösk- una þeirn, sem hættast er viö aö hafi orðið fyrir gjörningum. Vilji einhver snúa ástum konu til sín, fer hann á fund galdramanns og biður um aðstoð. Galdramaðurinn ritar nokkra galdrastafi á blað, brennir það síðan og svo á hinn ástfangni að taka öskuna og koma henni inn í hús hinnar útvöldu. ÍW Vitur er sá maSur, sem getur aflað meira er. kcnan eyðir. Vitur er iú kona, gem velur gér siúksn mann. •j - h< 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.