Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 4
f 272 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kristín Jónsdóttir: Smali í hestaleit dag og ég hafði ekki stundlegan frið fyrir honum fyr en ég hafði komið honum á léreftið. Hraun eru svo ósegjanlega dularfull, þessi hamslausi sköpunarkraftur sjóð- andi og vellandi hraunflóðsins. — En það má sjá að þú hefir líka gaman af að mála fallega hluti, sagði ég. — Fyrir mig eru þetta meira en hlutir, svaraði hún. Líttu á þessa litlu mynd af tinkönnu og ávöxt- um. Fyrir mig er hún eins og lóu- söngur á vordegi. Þarna er grá- hvíti iiturinn í bráðnandi fönnum og gulgrái liturinn sem er á jörð- inni þegar hún er laus úr vetrar- viðjum. Og þarna er litur vorlofts- ins, að vísu nokkuð „hörkugulur" ennþá — og þarna eru form, sem teygja sig upp í birtuna. — Gömul tinkanna og nokkur epli á brotnum diski eru ekki aðalatriðið, heldur línur þær og litir, sem byggja upp flötinn og skapa þessa „stemningu“ — með öðrum orðum „abstrakt“ —• hugtak útskýrt í línum og litum. — Ekki málar þú „abstrakt“? — Nei, ekki í þess orðs venjulega skilningi. Slíkar myndir hafa þó oft haft geisisterk áhrif á mig, en ég skil þær ekki altaf. En maður á að vilja læra og skilja. Gröndal sagði einu sinni: „Menn vita hversu torvelt er að geta litið réttum aug- um á hlutina — eitt fagurt málverk getur verið eins og lokað sjónum vorum, þó það blasi við oss með skærum og fögrum litum; það er eins og einhver fyrirmunun sé, eins og einhver blæja eða glýja á milli þess og vor, svo að vér sjáum ekki fegurðina fyr en þeir hafa lokið upp á okkur augunum, sem vit hafa á“. Þetta er hverju orði sann- ara.------ Við höfum nú staðnæmst fyrir framan myndina af smalanum, sem rekur fjárhóp á undan sér. Hún minnir mig á aðra mynd, sem frú- in hafði hér á sýningu fyrir tveim árum, en er hér ekki nú. Ég spyr því: Hvað hefirðu gert af „Smal- anum í hestaleit“? — Hann fór til Noregs, og kom ekki aftur. Manst þú eftir þeirri mynd? — Já, og mig langar til þess að spyrja þig hvernig hugarástand þitt er þegar þú skapar slíka mynd. — Myndin er í mér og ég sjálf í myndinni, í hverju einstöku at- riði hennar. Ég er úfið hárið á stráknum, ég er kuldahrollurinn í herðum hans og krókloppnar hend- urnar. Ég er í uppspertum eyrum hundsins, er sýnilega tekur þátt í leitinni af brennandi áhuga. Ég er kolgrár þokubakkinn, sem hvolfist yfir blásvört fjöllin í norðrinu. Ég er í fjúkandi skýun- um — eins og guð er í storminum. Skilurðu þetta? — Nei. — Ég ekki heldur, segir hún. A. ó. 5W íW íW I «Í£i3 Mola r ALDRAÐUR fjallabóndi kom til kaup- staðarins i fyrsta skipti og vegna þess að hann þurfti að vera þar um nóttina, tók hann sér gistingu í gistihúsi. Þegar hann kom heim var hann heldur ar- mæddur og sagði kerlu sinni frá því að sér hefði ekki komið blundur á brá alla nóttina, vegna þess að ljós hefði logað i svefnherberginu. — Hvaða asni ertu, sagði konan. Hví fórstu ekki á fætur og blést á það? — Ég blés og blés, en það var þýð- ingarlaust, þvi að ljósið var innan í lokaðri flösku. —x— Maður var á gangi eftir þjóðvegi um kvöld og sá að verkamaður lá þar í vegarskurðinum. Ferðamaðurinn hélt að honum hefði orðið illt, gekk að honum og ýtti varlega við honum. Verkamaðurinn opnaði fyrst annað augað og svo hitt. — Hættu að hrista mig, sagði hann önuglega. — Ég hélt að yður hefði orðið illt, sagði ferðamaður. — Illt? Síður en svo. Hvað er fram- orðið? — Klukkan er sjö? — Hamingjan góða, hrópaði þá verkamaður. Ég er að gera við þenn- an veg og átti að hætta klukkan sex og nú hefi ég unnið klukkutíma fram- yfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.