Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 12
[ 280 LESBÖK MORGUNBL'AÐSINS f veiddu þeir á handfærið. Þarna 1 er um 35 faðma dýpi. Þegar línan var dregin stóð stundum fiskur á öðrum hvorum öngli og komu dorí- urnar drekkhlaðnar að skipinu. Síð- an unnu menn aðaflanumákvöldin og léttu ekki fyrr en allur fiskur var kominn niður í lest og saltað- ur. Engin óhöpp komu fyrir, en oft var veður svo slæmt að doríurnar gátu ekki róið. Oft var þokan líka svo dimm, að ekki sá handaskil. Karlarnir kipptu sér ekki upp við það. Þeir höfðu áður komizt í kast við þokuna og einn þeirra hafði áð- ur fengið frítt far til Kína hennar vegna. Hann hafði verið á veiðum í doríu sinni langt frá skipinu þeg- ar þokan skall á. I fjóra sólarhringa var hann að villast í þokunni, en þá *bar þar að eitt af hinum stóru ségískipum, er á þeim árum sigldu milli Boston og Kína. Það bjargaði henum og fór með hann til Kína. , Hann komst ekki heim til sín fyr j en nokkrum árum seinna. Þá var ! fólk hans hætt að syrgja hann f vegna þess hve langt var um liðið síðön hann var talinn af. Að loknum veiðitíma á Ný- íundnalandi var farið að hugsa til Grænlandsferðar. Beitan var nú upp etin, svo að þeir þurftu fyrst að fara til Nova Scotia til þess að birgja sig að beitu fyrir sumarið. Og nú er bezt að láta greinarhöf- { und segja sjálfan frá: { —- Þegar er vér höfðum fengið * beituna var lagt á stað aftur og : siglt norður Belle Isle-sundið og síðan tekin stefna til Grænlands. Stórir hafísjakar voru í sundinu og 1 norður með Labrador var fullt af ! ísi. Vér fengum þoku og vorum 1 hætt komnir í ísnum. í heilan sól- arhring urðum vér að stjaka jök- um frá skipinu, því að þeir gátu hæglega brotið járnbyrðing skips- ins. Þetta fór betur en á horfðist. ís- inn braut ekki skipið. Svo hvessti og rak burt þokuna. Þrjú skip önn- ur voru með í förinni, og nú voru sett upp segl og siglt norður á Fyllu-grunn í Davis-sundi. Og um næstu þrjá mánuði voru skipin að veiðum á hinum hættulegu mið- um í Davis-sundi, Dana-grunni, Litla Flyðrugrunni og Stóra Flyðrugrunni. — Skipin elta þorskinn, og vegna þess að und- anfarin 25 ár hafa verið hlýindi í norðurhöfum, hefir þorskurinn leitað lengra norður á bóginn. Sama veiðiferð var notuð þarna og áður, nema hvað línurnar voru nú hafðar lengri. Þarna var rekís, þarna komu stormar og þarna eru miklir straumar. Þannig eru Græn- landsmið. Hálfan þriðja mánuð voru bjart- ar nætur. Fiskimennirnir unnu baki brotnu og stundum 20 klukku- stundir í sólarhring. Fiskinum var staflað í lest og það var ekki að tala um að hætta veiðum fyr en allar lestar voru fullar. Ef stór- viðri og ís skyldi hrekja oss af Grænlandsmiðum áður, átti að halda suður að Nýfundnalandi og fiska þar. Skipið lá fyrir akkerum úti r rúmsjó, því að ekki mátti veiða innan landhelgi. Af landi stóðu kaldir vindar og kuldinn fór illa með sjómennina. Þeir fengu sprungur í andlit, hendur þeirra voru bólgnar og stakkermarnar rifu skinnið af úlfliðum þeirra. Samt voru þeir altaf kátir nerna þegar ekki var liægt að fiska. Hér voru líka dimmar þokur, og einu sinni vantaði einn af doríu- mönnum, þaulvanan sjómann. Svo rak á storm og hann helzt í þrjá daga. Á fimmta degi kom sjómað- urinn róandi að skipinu og var þá brosandi, en úttaugaður. Ég spurði hvernig hann hefði komizt al'. „Ég baðst fyrir“, sagði hann. „Ég hugsaði til konurmar minnar og barnanna heima og svo gerði ég allt sem ég gat og baðst fyrir. Ég missti áttavitann og þess vegna náði ég ekki skipinu. Ég kastaði akkeri og reri svo eins og ég gat til að halda bátnum upp í veðrið og gæta þess að akkeristaugin slitn- aði ekki. Stundum varð ég að róa lífróður. Ég gerði mér ofurlítið skýli úr seglinu og ég lifði á hrá- um fiski og vatni, sem ég vatt úr húfunni minni, því að hún var rennblaut af þokusuddanum.“ Skinnið var úr lófum hans eftir barninginn. En hann var glaður að hafa komizt af, og sama kvöldið fór hann að fiska aftur. Eina nóttina hurfu 15 doríur frá öðru skipi. Þetta fréttist brátt um allan flotann í talstöðvunum, og allir skipstjórarnir voru mjög á- hyggjufullir. Skipstjóri ber ábyrgð á mönnum sínum. Hann ræður því hvort þeir leggja frá borði. En ef hann bannaði þeim að fara vegna þess að veður væri slæmt, þá mundi hann ekki geta fyllt skip sitt af fiski. Hann verður því altaf að hætta mönnum sínum. Mikil gleði varð á öllum flotan- um morguninn eftir þegar allar doríurnar komu heilu og höldnu. Þær höfðu hleypt inn í einhvern fjörð á Grænlandi og lágu þar í vari. Grænlendingar höfðu hjálp- að þeim til þess að gera að fiskin- um. Og þeir höfðu gert meira. Þeir höfðu greitt hár og skegg doríu- manna, svo að þeir komu eins og uppdubbaðir heim aftur. Um miðjan september hafði „Argus“ fengið sæmilegan afla. Lestarnar hefðu verið kúffullar fyrir löngu, ef íiskurinn hefði ekki altaf sigið. Og saltið í honum bráðnaði og varð að pækli, og pæklinum var dælt útbyrðis tvisv- ar á dag. Veltan á skipinu stuðlaði og að því að fiskurinn pressaðist saman, svo að þótt ein lestin væri fyllt upp í þilfar, þá kom brátt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.