Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 6
f 274 ■ i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS klárt þegar á árunum 1936—37, er framtíðaríþróttasvæðum bæjarins var válinn staður undir Öskju- hlíðinni að vestanverðu. Var skeið- völlur, bein braut og sporbraut, af- markaður á norðanverðu íþrótta- svæðinu. Á næstu árum lét bærinn ræsa allt landið fram og þurrka það, og leggja akveg að því og meðfram því. Mátti landið heita fullbúið til vallargerðar, þegar öllum fyrirætlunum um frekari framkvæmdir var skyndilega kollvarpað við hernámið vorið 1940 og byggingu flugvallarins. Eins og kunnugt er var svo Lauga- dalurinn valinn fyrir framtíðar íþróttasvæði bæjarins. Hefir vil- yrði fengizt fyrir því, að Fáki verði ætlað svæði undir skeiðvöll Just- ast í þessu landi, og hefir völlur- inn verið markaður inn á bráða- birgðauppdrátt. Hins vegar hefir aðeins vestasti hluti hins fyrir- hugaða íþróttasvæðis verið endan- lega skipulagt, þ. e. það svæði, sem ætlað er aðalleikvangi og sund- laug. Telji Fákur æskilegt að koma upp framtíðarskeiðvelli á þessum stað, þarf að vinna að því að fá landið afhent til þeirra nota. Hefir stjórn félagsins nú hafizt handa í þeim efnum, eftir að málið hafði legið í þagnargildi um skeið. Efns og sjá má af því, sem nú hefir sagt verið, hafa óviðráðan- legar orsakir valdið því, að félag- inu hefir enn ekki tekizt að fá hentugan og Varanlegan samastað fyrir skeiðvöll, en ekki aðgerðar- leysi eða framtaksleysi félagsfor- ystunnar. kappreiðarnar. í þeim efnum hefir Fákur verið langt á undan öðr- um og raunar skapað fyrirmynd, öðrum til eftirbreytni. Þegar á öðru starfsári sínu hóf Fákur veð- málastarfsemi og hélt henni áfram næstu ár, eftir reglum, sem félag- ið sjálft setti sér. Árið 1926 voru sett lög, er bönnuðu peningahapp- drætti og önnur happspil, eins og það var orðað, er stofnað væri til án lagaheimildar. Þar eð ætla mátti, að þessi lög gætu einnig tekið til veðmálastarfsemi Fáks, þótti rétt að leita til Alþingis um lagaheimild fyrir henni. Þótt með- ferð málsins á þinginu sýndi, að aiþip.gismenn væru starfsemi Fáks yfifleitt hlynntir og vildu greiða fyrfcr framgangi málsins, snerust nokkrir þingmenn hins vegar hat- ramlega á móti málinu og gerðu allt^. sem í þeirra valdi stóð, til að hindra framgang þess. Töldu þeir að hér væri um „svindil-brask-sér- leyfí“ að ræða, eins og einn þing- maður komst að orði, og þar fram eftir götunum. Málstaður Fáks átti þó glæsilegum sigri að fagna. Var honum veitt lagaheimild til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar sínar, til 5 ára í senn, með skilyrðum, er sett yrðu í regiugerð, útgefinni af dómsmála- fáðuneytinu. Fyrsta veðmálareglu- gerðin var gefin út 1. maí 1928, og var hún í meginatriðum sam- hljóða þeim reglum, er Fákur hafði farið eftir. Síðan hefir aldrei verið nein fyrirstaða á að fá veðmála- leyfið framlengt. Árið 1941 var leitað til Alþingis um heimild til handa Sjómanna- dagsráði til að reka veðmál í sam- bandi við kappróður. Sú heimild var veitt orðalaust. En það eftir- tektarverða við þá leyfisbeiðni var það, að hún var borin fram af flokksbróður þeirra manna, sem hatramlegast höfðu barizt gegn leyfisveitingunni til Fáks. Má Fák- ur því vel una dómi reynslunnar um þennan þátt í brautryðjenda- starfi sínu. Nú um þessar mundir eru að hefjast hinar svonefndu getraunir íþróttafélaganna, en áður hafa þau haft til athugunar að koma á veð- málastarfsemi í sambandi við íþróttamót, og má því segja, að þau feti einnig í fótspor Fáks í þessum efnum. - :-***' . ’W: IV. Annar gildasti þátturinn í starf- semi Fáks hafa hagbeitar- og hesthúsmálin verið. Eitt af stefnu- skrármálum félagsins var „að Uyggja félagsmönnum góða sum- arhaga fyrir hesta sína“. Varðandi fóðrun hestanna á vetrum er hins vegar í stefnuskránni aðeins ætlazt til, að félagsmenn séu fræddir um „hús, hirðingu og fóðrun“, en fé- lagið tók eigi að síður brátt að gefa hesthúsmálunum gaum. Allt fram til þess tíma, að Fák- ur kom til sögunnar, höfðu hesta- eigendur haft tiltölulega rúmt um sig, hvað beitilönd snerti, þótt ýmsir yrðu raunar að leita til bænda í nágrenninu, bæði í Mos- fellssveit, á Kjalarnesi og víðar, um hagbeit fyrir hesta sína. Þegar á fyrsta starfsári sínu tók félagið hagábeitarmálin til með- ferðar. Voru allir á einu máli um að keppa yrði að því að tryggja Fáki til frambúðar næga sumar- haga handa hestum félagsmanna. Var augastaður hafður á ýmsum löndum, svo sem Breiðholtslandi, Lágafellslandi, Fífuhvammslandi, Bessastaðanesi og Geldinganesi. Miðdalur í Mosfellssveit kom einn- ig til álita, og var jafnvel rætt um kaup á þeirri jörð. Hentugast var Breiðholt talið, en við eftirgrensl- an kom í ljós, að það hafði þá þeg- ar verið leigt til ábúðar. Þegar sumarið 1922 tókst ein- um af Fáksfélögum að ná tangar- III. í sambandi við Skeiðvallarmál félagsins og kappreiðar er vert að minnast á eitt atriði, sem haft hef- ir mjög mikla þýðingu fyrir þau mál, og raunar alla starfsemi fé- lagsins, en það er veðbankinn, eða veðmálastarfsemin í sambandi við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.