Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 1
46. tbl. XXVI. árgangur Óskar Einarsson læknir: Úlafur Sæknir fiuðmundsson á SfóréSfshvoSi NÍUTÍU ÁRA MINNING IHargrjet Magnúsdóttir Olsen. Ólafur Guðmundsson. í DESEMBER árið 1889 andaðist Bogi læknir Pjetursson í Kirkjubæ á Rangárvöllum úr lungnabólgu, aðeins fertugur að aldri. Bogi var mikilhæfur maður, læknir góður og búmaður með af- brigðum. Sæti hans var því talið vandskipað. í febrúar 1890 var Björn Ólafs- son settur læknir í Rangárhjeraði. Hann var hið mesta ljúímenni, og auk þess sjermentaður í augnlækn- ingum, svo mönnum þótti ærinn fengur að fá hann í sýsluna og töidu jafnvel margir skaða sinn bættan. Hinn 2. júní 1890 vgr Ólafur Si- vertsen Guðmundsson skipaður læknir í Rangárhjeraði. Ólafur var fæddur að Kvennabrekku í Döl- um, sonur merkisprestsins Guð- mundar F.inarssonar, síðar prófasts á Breiðabólsstað á Skógarströnd og konu hans Katrínar Ólafsdóttur prófasts í Flatey Sigurðssonar Si- vertsen. Ólafur læknir var þá 28 ára gamall, fæddur 4. desember 1861. Hann hafði gegnt aukalæknis- embætti á Akranesi um fjögurra ára skeið. Ólafur var kvæntur Margrjeti Magnúsdóttur Olsen umboðsmanns á Þingeyrum. Þau hjón eignuðust einn son, sem Guðmundur hjet. Hann varð aðeins fárra vikna gam- all. Ólafur læknir fekk lausn frá embætti 1. ág. 1905. Hann andaðist úr krabbameini að Stórólfshvoli 16. mars 1906. Rangæingar hafa löngum verið lánsamir með lækna og verið þeim vel. Þeir hafa notið höfðingjans Skúla Thorarensen á Móeiðarhvoli, stórbóndans og biskupssonarins Boga Pjeturssonar í Kirkjubæ og snillingsíns Guðmundar Guðfinns- sonar, er hverjum manni var vin- sælli. Þó telja eldri menn, að eng- inn þessara lækna hafi orðið þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.