Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 12
5\- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NAKTA GYÐJAN LETTA cr sagan af þremur ungum ’Englenriúö^um, sem aetiuðu að Ktna fjallið-Nanga Parbat í Himalajafjöllum. Nanga ^arbat þýðir Nakta gyðjan. — j.Ienn L .sir voru Richard Marsh, Vv uliam Crace og James Thornley, allir .nilli tvitugs og þrítugs. Þeir höfðu bynst-W dlandi meðan á striðinu stóð og ákveúið sV kanna í fjelagi Kara- koram-fj lin, sem eru nyrst i Pakist- an, undi eins og þeir væri lausir úr herþjónnstu. Gerðu þeir ráð fyrir að d „Jt þarna eitt ár, því að þar er s+ '"t landsvæði, sem litt hefur verið '• ...> j. Þarna eiga hirðingjar einir h"- og eru á sífeldu ferðalagi með sauöf ■ sitt og "eitur. Noi .tru efti’ jl5 stríðinu lauk fóru þeir .« v il .lUÍands aftur. Það var ekki ætlan þ-irra að freista þess að klífa Nam»a Parbat. Þeir heldu rak- leitt til Pakist..n og hugðust kanna þar svæði það, er þeir höfðu haft augastað á áður. En þegar til kom fencu þeir ekki landvistarleyfi hjá stjórninni 'í Pakistan. Þá var það að Nanga Parbat freistaði þeirra. Þetta er sjöunda hæsta fjall í heimi og engunt hefur enn tekist að ganga á tind þess, en margir týnt lífinu við þær tilraun- Ir. Fjallið er 26.620 fet á hæð, snarbratt og snævi þakið. Þeir leigðu sjer nú fjóra burðar- menn af Sherpa-kyni og í nóvember höfðu þeir gert sjer aðalbækistöðvar hjá fjallinu í 12.500 feta hæð. Þarna urðu þeir svo að hafast við í sex vikur, því að ekki gaf til að halda áfram. Voru þá sífeldar stórhríðar með grimd- arfrosti, fönn hlóð í fjallið og stórkost- leg snjóflóð komu þar hvert á eftir dðru. Þegar upp stytli heldu þeir áfrarn og om-tst í 14.650 feta hæð og gerðu þar bækistöðvar. Þá neituðu burðar- karlarnir að haida lengra. Þeir voru hræddir. Þeir töluðu um hve margir hcfði farist á þessum slóðum og að cínhver dularöfl refsuðu þeirn, sem ætiuð'i að ganga á fjallið. Siðan fóru b: . ðárkarlgrnir. Nú .uru þeir fjelagar þarna þrír eftir. Þeir höfðust við í tjaldi og elduðu mat sinn á „pr'mus". Aðalfæða þeirra var „pemnrikan", niðursoðnar nauta- tungur, kex, sukkulaði og harðabrauð, kaffi og kókó. Þarna urðu þeir aftur hríðteptir og styttu sjer stundir eftir föngum. Thorn- ley var góður söngmaður og hann skemti oft með söng. Svo lásu þeir leikrit Shakespeares, og á hverjum degi lásu þeir kafla úr biblíunni. Enn heldu þeir svo áfram þegar veður birti, en þeim miðaði Lítið og íjóra daga voru þeir á leiðinni þangað er þeir gátu sett þriðju bækistöðina. En þá hafði Marsh kaUð svo á fótum, að hann var ekki fær um að halda lengra. Varð hann því að snúa aftur og halda niður til aðalbækistöðvanna og komst þangað heill á húfi. Næstu daga var bjart og gott veður. Marsh var með sjónauka og fylgdist með ferðum fjelaga sinna. Hann sá að þeir voru að gera sjer nýar bæki- stöðvar í 18.000 feta hæð og báru þangað vistir dag eftir dag. Hann sá þá halda enn hærra og reisa þar tjald. Næstu þrjá daga var gott veður, en hann sá ekkert til ferða þeirra, hann sá aðeins tjaldið. Svo gerði hríðarbyl, en þegar honum slotaði og birti aftur sá Marsh ekki tjaldið. Það var horfið. Sennilega hafði snjóflóð sópað því burtu. Marsh ákvað þá að legqja á fjallið og reyna að bjarga fjelöéum sinum. En þá vildi það óhapp til að suðuvjelin bilaði og án hennar gat hann ekki verið. Hann varð því að leita til næsta þorps og ná sjer í nýa suðuvjcl. Þang- að voru 50 mílur og hann var fimm daga í því ferðalagi. En hann kom með tvo aðstoðarmenn með sjer og svo lögðu þeir allir á stað i leitina. Mikil ófærð var í fjallinu og þeir voru heilan dag að komast til næstu bækistöðvar fyrir ofan. Daginn eftir var komið hríðarveður með grimmd- arfrosti. Þeir sáu þá að þýðingarlaust var að reyna að lialda áfrarn, þvi að þeir mundu ekki komast þangað er seinast hafði sjest til fjallgöngumann- anna. Auk þess var hætt við að þá mundi fljótt kala, ef þeir freistuðu að fara hærra. Þeir urðu því að snúa aftur til aðalbækistöðvanna. Nú sendi Marsh einn af fylgdar- mönnum sínum til næstu herstöðva til þess að segia frá því hvernig komið værl, og að þeir Crace og Thornley mundu nú vera orðnir matarlausir, ef þeir væri enn á lifi. Nokkrum dögum seinna kom sendimaður aftur og með honum liðsforingi og nokkrir her- menn. Þeir sögðu að ekkert vit væri í því að ganga á fjallið á þessum tíma' árs, og ekkert þýddi að leita hinna týndu manna fyr en í maí eða júní. Marsh var þó ekki á því að gefast upp við leitina. Hann fekk nú flugvjel til þess að fara með sig þangað er hann hafði seinast sjeð fjelaga sína. Þeir flugu fram og aftur með fjallinu á þeim slóðum, en urðu einkis vísari. Þar sást hvorki tjald nje menn. Hvað hafði orðið um fjallgöngu- mennina? Annað hvort hafa þeir hrap- að í jökulgjá, eða orðið fyrir snjóflóði. Og enn er Nakta gyðjan ósigruð. ® ® —■ Draugagangur Frh. af bls. 571. það „grái maðurinn“ í New York, sem talinn er vera afturganga John Williams hershöfðingja, sem var meðal fyrstu ensku landnemanna á þeim slóðum. Þá er og hauslaus draugur, sem gengur ljósum log- um í Sterling í Massachusetts, og heimilisdraugur, sem gerir skark- ala og læti í svefnherbergi í Vallejo í Kaliforníu. Hann er sagð- ur skrækja, berja í veggina, slökkva ljós, fara í gegn um heila veggi og kippa sængurfötum ofan af mönnum. Hjer lýkur þessum sögum. Þótt þær þyki undarlegar nú, er von- andi að innan skamms fari vís- indamenn að átta sig á því, hvaða öfl eru þar að verki, því að fyrir- burðirnir gerast og lúta vissum náttúrulögmálum. Gaman væri ef hægt væri að fá sögur af slíkum atburðum, sem nú gerast hjer á landi. — Þeim sögum er haldið niðri vegna þess að menn óttast að hlegið verði að sjer og þeir taldir hjátrúarfullir, ef þeir segja frá því sem fyrir þá ber. Það er líkast því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.