Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 57? Hafnarfjörður eins cg hann var um þetta leyti. eyum. Voru þeir báðir á besta aldri, hin mestu karlmenni og ljetu sjer ekki ilt fyrir brjósti brenna. Þeir byrjuðu starf sitt í apríl og var verkum þannig skift með þeim, að annar fór á vörð kl. 9 á morgn- ana og var á ferli fram til kl. 3. Þá tók hinn við og var einn á verði til kl. 7, en síðan voru þeir báðir á verði á kvöldin og stundum alla nóttina fram til morguns, þegar mest var ónæðið af hinum útlendu sjómönnum. Þetta sumar voru 40 veiðiskip gerð út af Norðmönnum í Hafnarfirði, og á þeim hafa verið samtals um 600 menn, bæði norskir og sænskir. Voru Svíarnir ekki eft- irbátar hinna í óreglu og. slarki, og þeim mun verri viðfangs en Norð- menn, að þeir beittu hnífum þegar til illinda dró. Lögreglumennirnir áttu ekki sjö dagana sæla um helgar þetta sum- ar, en verst var þó að ekkert skýli var til þess að stinga ofbeldismönn- um og friðarspillum inn í. Lög- regluþjónunum var skipað að vera alltaf á verði nótt og dag meðan skipin lægi inni, og hafa vakandi auga á sjómönnunum þegar þeir kæmi frá Reykjavík. Voru þeir að tínast þaðan í smáhópum allar sunnudagsnætur og sunnudaga. Og ef þá sló í róstur milli þeirra, var ekki um neitt annað að gera fyrir lögreg'Iuþjónana en að reyna að koma þeim oían í báta sína og ýta þeim frá landi. Oft vorli þeir þá svo ölóðir, að þeir höfðu ekkert vit á því að róa, en jafnan sást til þeirra frá skipunum og voru þá sendir einhverjir menn þaðan til þess að sækja þá. Jeg hef beðið Jón að segja mjer frá nokkrum helstu óeirðunum í Hafnarfirði þetta sumar til þess að það sjáist hver breyting var orðin á bæarbragnum og hve erfitt það var fyrir tvo menn að halda uppi lögum og reglu. Honum sagðist frá á þessa leið: SLAGUR VIÐ FRANSMENN Það var um sumarið að stór franskur togari kom til Hafnar- fjarðar, einn af þeim alh*a stærstu og hafa líklega verið um 30 menn á honum. Þá voru líka mörg norsk skip inni og fjöldi sjómanna í landi og margir ölvaðir eftir venju. — Frakkarnir höfðu líka fengið sjer neðan í því og fóru Norðmenn eitt- hvað að áreita þá. Meira þurfti ekki til þess að alt færi í bál og brand og hófst hinn grimmasti bardagi milli þeirra á götunni, þar sem hús Ágústs Flygenrings reis síðar (seinna nefnt Hótel Björninn og kunnast undir því nafni). Frakkar voru 8, en Norðmenn og Svíar fleiri, svo að leikurinn var heldur ójafn, og þó einkum vegna þess, að Norðmenn og Svíar voru með hnífa á lofti, eins og vant var, en Frakk- ar börðust með berum hnefunum. Var mikil mildi að enginn þeirra skyldi drepinn. Þegar við komum að sáum við fljótt að eina ráðið til þess að stilla þennan bardaga var að ná Frökk- um út úr þvÖgunni og koma þeim um borð í skip sitt. Við vorum vopn aðir kylfum og rjeðumst nú ódeigir á verstu óróaseggina og jeg held að við höfum látið kylfurnar ganga óþyrmilega á þeim, og varð þarna hinn harðasti aðgangur. Nokkrir íslendingar komu okkur til hjálpar og eftir mikla mæðu tókst okkur að einangra Frakka og reka þá nið- ur í „doríu“ sína, sem lá þar við bryggju. En svo vitlausir voru þeir, að þeir höfðu ekkert vit á því að róa um borð. Mjer var því falið að fara með þá, en Jón Hinriksson átti að vera eftir og hafa gát á hinum óróaseggjunum. Frakkarnir voru meira og minna rifnir og blóðugir og það óð á þeim eins og hænsum, sem hrædd hafa orðið. Fleytan þeirra var svo lítil, að hún var full- hlaðin með þeim átta. Jeg náði mjer því í fjögramannafar og tvo eða þrjá íslendinga til þess að róa út að skipinu og hafa hina aftan í. Var svo lagt á stað, en er við vor- um komnir nokkuð frá landi, hvolfdu Frakkarnir undir sjer í vit- leysunni og óðagotinu, sem á þeim var. Þurfti nú að hafa snör hand- tök að bjarga þeim, því að allir voru þeir ósyndir og ekki höfðu þeir rænu á að halda sjer í bátinn. Tókst okkur þó að innbyrða þá alla lifandi, en margir höfðu mist af sjer húfurnar og klossana, sem þeir voru á. Var nú ekki um annað að gera en fara í land aftur og ná í stærri bát. Voru Frakkarnir nú við- ráðanlegri, því að þeir höfðu dasast við kaffæringuna í sjónum. Við n^ðum í uppskipunarbát og íórum síðan með þá fram að togaranum. Tók skipstjóri okkur íslendingum luð besta, og virtist mjer sem hann ■M ■ ■ x.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.