Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 16
580 p LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fegurstu brúna og hárauða liti var 'nægt að gera úr smurlingum þegar þeir höfðu verið malaðir og duftið hrært út í olíu. Þá kom að nýu upp eftir- spurn að smurlingum frá Egyptalandi og Alexandríumenn höfðu þá altaf á boðstólum. Að vísu fengu málararnir meira af gerfi-smurlingum heldur en hinum. í lok 18. aldar hættu málarar við það að afla sjer lita úr smurlingadufti. En þá tóku fornfræðingarnir við. Þeir sóttust ekki eftir smurlingum til þess að eta þá, nje heldur til þess að gera úr þeim málnfngu, heldur settu þeir þá í glerkassa og geymdu sem dýr- gripi í söfnum sínum. Fyrst í stað vöruðu þeir sig ekki á brellum Egypta og margur gerfismurlingur komst inn 1 söfnin. Verður það víst seint vitað með vissu hve margar smurlingakistur komu til safnanna beint frá vinnustof- um þeirra, er gerðu sjer það að at- vinnu að falsa smurlinga. Allir dagar eiga kvöld, og svo fór um þessa iðn, að hún lognaðist alveg út af. Þess er heldur ekki að vænta, að fleiri smurlingar komi frá Egypta- landi. Nú er það hending ef regluleg- ur smurlingur finst, og þá er hans gætt svo vel, að engin tök eru á að amygla honum úr landi. En Egyptar eru smám saman að endurheimta sína gömlu smurlinga frá fjölskyldum í Ameríku og Englandi. Vilja þær nú gjarnan iosna við þessa rændu smurlinga, því að nú er kom- in upp sú trú, að þeim fylgi allskon- ar ógæfa. Læknaskipan. Fyrir 70 árum (1881) var landinu skift í 20 læknishjeruð. Þar af voru þrjú á vesturkjálkanum, en þar voru ekki nema tveir læknar. Hafði Ólafur Sigvaldason alla Strandasýslu og að Þorskafirði, en Þorsteinn Jónsson í ísafirði alt þar fyrir vestan og norð- an, vegna þess að enginn læknir var þá í Barðastrandarsýslu. í Þingeyar- sýslum var þá enginn læknir. Næstu læknar við Þingeyinga sátu á Akur- eyri og Vopnafirði. Enginn læknir var heldur í Austur-Skaftafellssýslu en Sigurður Ólafsson læknir Vestur-Skaft- fellinga hafði flutt sig frá Hörgsdal á Síðu að Kálfafelli í Fljótshverfi ,af því að hann þóttist þar mundu verða gagnsamari fyrir Austur-Skaftfellinga. Góð kaup Danskt kaupfar, Ida að nafni, er fara átti til Borðeyrar, strandaði í Ax- arfirði í ofsaroki haustið 1887. Skip- verjar hjuggu af því reiðann og hrökt- ust síðan undir Núpasveit og lögðust þar. Síðan var skipið róið upp á Kópa- sker. Var öllum farmi uppskipað ó- skemdum, 500 tunnum af kornmat, 90 tunnum af salti, talsv.erðu af kaffi og sykri, trjóm og kolum o. s. frv. Skipið fór á uppboði á 42 krónur, kornmatur- inn 2 kr. tunnan, salttunnan með trjenu 1 kr., sykurpundið ð aura, kaffi- pundið 6—10 aura, 6—12 alna trje 19 aura og alt eftir þessu. MYNDIRNAR af laxaklakinu í Elliðaánum, sem voru í seinustu Lesbók, eru úr kvikmynd, sem Magnús Jóhannesson hefur tekið. teáj afcnoi >fifWr íyfa maurai ACDnqorYofor ef fWlo fTtmtA ero d(|K{ífcopo|> af yér^oki domr rtycz. crvcjKfaf j>rai fy(To,0)iHfcf Ytrt of aOa-fccp noo{>Ar Offtílecniq ítqrofci) fiífokh ff Aaarcntót3^jJO>na mcurc fr fbojarcjai 6y>r Mkt hhstsr cro qojujaflcr til rofmrfa,íbpf» fcspaj> $íföj> jjef déxmhozþrr cff db%n 4 t’R ÁRNASAFNI. I.ucidarius heitir bók sem frakkneskur höfundur samdi á latinu á öndverðri 12. öld. Það var eins konar lærdómskver síns tíma, skýrði fyrir inönnum höfuðatriði kristinna fræða. Lucidarius var snemma þýddur á norranu og er til í íslensku handriti sem skrifað ei um 1200 eða ekki löngu síðar (AM 674 A, 4to); það er i tölu hinna eLstu íslensku skinnbóka, sem varð- veitst hafa. Aldrei hefur íslensk skrift v^-ið hreinni og vandaðri og skýrari en á þessum bemskuárum. Blaðsíðan hjer að ofan er skilmerkileg eins og besta prent og greið aflestrar. Við byrjum t. d. í 10,'línu: „Mikils es (við segjum nú: er) vcrt of (nú: um) alla skepnu giiðs, þar es sum hefir fegurð sem blómar (þ. e. blóm), en sum lækning sem grös, en sum fæðslu rem akrar, en sum tákn enna meiri hluta sem foglar eða dýr. AUir hlutir eru góðir og allir til manna þurfta skapaðir".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.