Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 14
578 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Snemma í striðinu stofnuðu Bandaríkjamenn sjerstaka deild hugvitsmanna, er nefnist „The National Inventors Council". Tók hún til athugunar og álita allar þær tilíögur sem hénni bárust um nýungar í hernaðarlist. Voru þær ekki færri en 200.000. Margar voru neðan við allar hellur. Margar svo Jíkar að ekki var' hægt að gera greinarmun á þeim, en margar verða líka hagnýttar ef til styrjald* ar skyldi draga og sumar hafa þeg- ar verið notaðar í Kóreustyrjöld- inni. Um þær tillögur, sem b'klegar þóttu til gagns, hefir ekkert verið látið uppi, en frá sumum hinna hef- ir .verið sagt. Ein af þessum uppgötvunum var frá liðsforingja, og hafði hann tek- ið einkaleyfi á henni. Hún miðaði að því að gera flugvjelum fært að lenda hvar sem er. Það voru skiftar skoðanir um þessa uppgötvun, sumir sögðu að hún væri vitleysa, aðrir heldu því fram að hún væri framúrskarandi frumleg og gæti orðið að miklu gagni. Tíminn mun skera úr þeirri deilu. Annar liðsforingi — hann var raunar hershöíðingi í flugliðinu — kom með tillögu um að setja nokk- urs konar hákarlskjaft á hernaðar- flugvjelar. Var það stálband með gríðarmiklum sagartönnum er átti að hanga í lykkju niður úr vængj- um fiugvjelanna. Með þessu tæki áttu þær svo að tæta óvinaflug- vjelar í sundur. Elkki leist mönnum á þetta, því að hvernig íæri fyrir flugvjelinni, sem slíkan útbúnað hefði, þegar árekstur yrði? Önnur uppgötvun var nokkurs konar vaðslanga fyrir hand- sprengju. Hún átti að vera úr tog- leðri og með henni átti hermaður að geta kastað handsprengju lang- ar leiðir þótt liann lægi ílatur á jörðinni og Ijeti óvinina ekki sjá sig. Ein uppgötvunin var fyrir þá hermenn er verða skelfdir. Þeir áttu að vera í nokkurs konar brynju innan klæða og á brjóstinu skyldi vera byssa. Frá gikknum lá leiðsla niður á hnje mannsins og á hnjáskjólinu tippi. Ef maðurinn varð nú svo hræddur að hann hneig niður þá ýttist þetta typpi inn um leið og hnjeð snart jörðu og við það hljóp skotið úr byssurmi — og átti auðvitað að drepa ein- hvern af fjandmönnunum, sem geistust fram. Margar tillögumar voru snjallar og hugvitssamlegar, en böfðu þann stóra galla að vera gagnslausar, ems og þær voru fram settar. Það var nú t. d. hugmynd leiltkonunnp- ar Hedy Lamarr. Hún hafði fund- ið upp tæki til að setja á tundur- skeyti svo að þau hæfðu altaf í mark. Þetta tæki var óbrigðult — um það voru allir sammála. En það var svo þungt að hvert tundur- skeyti, sem það hefði verið fest við, mundi hafa sokkið. Einhver, sem hafði mikinn áhuga fyrir fluglistinni, skrifaði: „Jeg hefi fundið upp sjerstaka hömlu, sem getur stöðvað flugvjelar á 10 metrum, þótt þær sje á 400 km. ferð, og nú er jeg að finna upp annan útbúnað til þess að koma í veg fyrir að flugmaðurinn þeytist út úr vjehnni við hnykkinn, sem á hana kemur“. Fjöldi manna kom með tillögur um að setja vængi á alla skapaða hluti og láta þá fljúga. Voru þar á meðal skriðarekar og menn. En þótt allar þessar uppástungur reyndust þá óframkvæmanlegar, hefir hugmyndin nú verið endur- bætt svo að hún getur að gagni komið. Má segja ao árangur henn- ar sje sá, að nú eru skriðdrekar fluttir með koptum í Kórcu. Það var þó hlegið að manninum sem fyrstur kom með þá hugmynd að ílytja þung hergögn í loftinu. Nýasta nýtt á þessu sviði er flug- vjel, sem baðar vængjunum eins og fugl og flýgur þ.annig eins og fugl. Sumir halda að þetta sje ó- framkvæmanlegt, en menn skulu fara varlega í að dæma um það, því gð sá sem vinnur að þessari uppgötvun er enginn annar en maðurinn, sem fyrstur fann upp á því að smiða flugvjelar úr málmi. Hann heitir William B. Stout og hann kallar hina nýu flugvje) „Geftopagus giganticus“. Þetta er maðurinn, sem fann upp stóru ílugningabílana fyrir Ford og var um eitt skeið ráðunautur Pack- ard, Consolidatet Vulture Aircraft og annara stórra vjelafyrirtækja. Wright bræður smíðuðu fjTstu flugvjelina, sem gat lyft sjer frá jörðu, í h'kingu við fugl er svifur á útþöndum vængjum. Stout ætl- ar aftur á móti að stæla flug hun- angsflugunnar, sem sveiflar vængj- um sínum 18.000 sinnum á hverri mínútu. Meðal þeirra uppgötvana, sem sendar voru til reynslu, voru ýms- ar notaðar í seinasta stríði og björg uðu þúsundum mannslífa. Þar á meðal er hið heimskunna áhald til þess að finna jarðsprengjur. Þá uppgötvan gerði fiskimaður suður á Florida og ætlaði upphaflega að nota hana til þess að finna fjár- sjóði er sjóræningjar hefði fólgið þar í jörð fyrir löngu. Ein tillagan var um það að setja viðtæki í broddinn ástórumsprengi kúlum og flugskeytum til þess að hægt væri að stýra þeim beint á markið með útvarpsbylgjum. Þessi tillaga varð til þess, að upp var fundið eitt af hættulegustu vopn- uin í seinustu styrjöld, sprengikul- an, sem ratar sjálf í mark. En það er ekki viðtæki í henni heldur rad- artæki, sem kveikir í þrúðtundrinu þegar kúlan er á ákveðnum stað. Þannig leiðir ein hugmyndin af sjer íiðra og fullkomnari hug- mynd. þess vegna er öllum tillög-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.