Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 574 þættist hafa heimt menn sína úr f helju og þakkaði okkur það. | NORÐMÖNNUM FLEYGT ! NIÐUR STIGA Veitingamaður nokkur hjer í Hafnarfirði, þar sem Norðmenn voru tíðir gestir, hafði látið svo um mælt að engin þörf væri á lögreglu \ þeirra vegna, og aldrei mundi hann ( þurfa að sækja okkur til að skakka { leikinn hjá sjer. En það fór nú öðru t vísi. ^ Einhverju sinni fáum við lög- r regluþjónarnir boð frá honum og bað hann okkur blessaða að koma sem fyrst og skakka leikinn hjá sjer, því að nú væri Norðmenn orðnir svo vitlausir að hann rjeði ekki við neitt. Við fórum þangað og hittum hann í veitingastofunni. — Voru óspektarmennirnir þá allir komnir upp á loft og var þaðan að heyra ! gauragang mikinn, öskur og óhljóð. f Bað veitingamaður okkur þá að ( fara ekki upp til þeirra, þvi að það * gæti orðið bani okkar. En við vor- r um nú komnir og vildum ekki r hverfa frá að óreyndu. Þarna í veitingastofunni sat hár og þrekinn Norðmaður og var talsvert kendur, en þó stiltur vel. Við spurðum hann hvort hann vildi ekki hjálpa okkur til þess að stilla landa sína og koma ! á friði. Var hann fyrst tregur til r þess, en Ijet þó til leiðast að lokum. ( Bauðst jeg svo til þess að fara einn ■ upp á loftið, en bað þá hina að taka f við piltunum þegar þeir kæmi nið- f ur stigann. f Rjeðist jeg nú til uppgöngu og r var þar ljót aðkoma. Þar var alt 'r brotið og bramlað eftir bardagann f og mennirnir í iðandi bendu, bðlv- f andi, berjandi og organdi. Á sum- um toldi varla tuska því að fötin höfðu verið tætt utan af þelm, og f margir voru löðrandi í blóði eftir fN hnífstungur og blóðnasir. Jeg hafði r engin vetlingatök á því en þreif þann er næstur var og fleygði honum niður stigann, en þar tóku hinir við honum og fleygðu hon- um út. Er svo ekki að orðlengja það, en jeg þreií þá þarna hvern af öðrum og fleygði þeim niður stig- ann, þangað til enginn var eftir, og hinir köstuðu þeim jafnharðan á dyr. En þegar við komum út, var bardaginn byrjaður þar að nýu og urðum við nú enn að skerast í leik- inn. Hjálpaði Norðmaðurinn okkur drengilega og hófst nú hin harð- asta viðureign. Lauk henni svo að við settum handjárn á fjóra þá verstu og rákum svo allan hópinn niður á bryggju og út í báta. Hrund um við síðan bátunum frá landi, en það fór hjer eins og með Fransar- ana að þeir voru svo vitlausir að þeir höfðu ekkert vit á að róa. En eftir nokkra stund komu bátar frá skipunum að sækja þá. ANNAR BARDAGI Það var svo alvanalegt að Norð- menn lentu í brösum og við yrðum að stilla til friðar, að jeg hef nú gleymt mörgu af því. En jeg man að einu sinni varð stórslagur þar sem þjóðkirkjan stendur nú. Voru upptökin hjá þremur strákum úr Reykjavík, hálffullum, sem voru að erta Norðmenn, en þeir þoldu illa ertingar þegar brennivínsgáll- inn var á þeim. Var komið í óefni fyrir Reykvíkingum, en þá komu einhverjir Hafnfirðingar þeim til hjálpar, og var þarna stórorusta þegar við komum að. Urðum við að fá menn til að skakka leikinn með okku.r, og ætlaði það að ganga illa, vegna þess hvað menn voru tryltir, og þeir jafnvel vígreifastir, er dregist höfðu inn í bardagann til þess að hjálpa strákunum úr Reykjavík. Þó tókst eftir harða viðureign að skilja menn, og síðan voru Norðmenn reknir niður í báta sína, eins og vant var, og hrundið Handan við geimdjúpin HUGSUM oss steinaldarmann, sem stóð á ströndu fyrir svo sem 100.000 árum, og horfði út á sjó- inn. Hann var að byrja að upp- götva hafið. Alda tók við af öldu, rísandi, hnígandi, svo langt sem auga eygði, og hinn alólgandi, feiknavíði sær vakti nokkurn vísi til undrunar í huga steinald- armannsins. En hversu firna- iangt var þó frá því, að fornald- armanninn grunaði alla vidd hafsins. Og hversu alfjarri var honum sú hugsun, að taka mætti nokkurn hluta hins þurra lands og laga svo til að fljóta mætti á yfir hafið alt, og finna land hin- um megin, og á því landi fólk, sem líkt væri korr.umanninum, þrátt fyrir allan mun. Eins fjarri voru steinaldarmanninum slíkar hugsanir, eins og til skamms tíma hefir oss niðjum hans verið sú vitneskja, að handan við geimdjúpin, á öðrum stjörnum, eru lifandi verur, skynsemi gæddar, og að mennirnir hafa lengi haft mök við slikar verur og orðið fyrir áhrifum þeirra, þó að þeir vissu það ekki, og sambandið gæti ekki orðið til gagns svo sem þurft hefði, ein- mitt vegna þessarar vanþekk- ingar. Dr. Helgi Pjeturss. frá Iandi. Annað var ekki hægt að gera við þá. Magnús Sigurðsson, síðar banka- stjóri, var þá settur bæarfógeti í Hafnarfirði, og tók hann þungt á óróaseggjunum og sektaði þá hvern af öðrum. Sjerstaklega tók hann hart á því ef Norðmenn höfðu ráð- ist á okkur lögregluþjónana. Man jeg eftir því að einn þeirra hafði einu sinni barið Jón Hinriksson. Þá dæmdi Magnús þann í svo þunga sekt, að skipstjórinn á línuveiðar- anum, sem þessi maður var á, gerði sjer ferð til bæarfógeta og bað hann blessaðan að vægja mannin- um, því að þetta væri bláfátækur barnamaður og mætti ekki við því að gjalda svo þunga sekt. Held jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.