Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGTíNBLAÐSINS 577 Menn eru hættir að hlæjc að fjarstæðum Flug'vjel með „hákarlskjafti". UM LANGAN aldur hafa hugvits- menn spreytt sig á því að finna upp ný vopn og önnur hernaðar- t®ki, ýmist til þess að auðgast á þeim sjálfir eða af áhuga fyrir vömum lands síns. Ríkisstjórnir, eða herstjórnir allra landa, eru ginkeyptar fyrir öllum nýungum á því sviði, og margar merkilegar uppástungur hafa þeim borist. Sumar hafa þótt svo fjarstæðu- kendar í fyrstu, að menn hafa ekki gert annað en hlæja að þeim. En svo hefir það komið í ljós seinna að þessar uppástungur voru fram- kvæmanlegar og mjög merkilegar fyrir hernaðarrekstur. Þess vegna eru menn nú hættir að hlæja að því, þegar þeim berast uppástung- ur, sem í fljótu bragði virðast hinar fáránlegustu, því að framfarir í vísindum geta máske gert þær framkvæmanlegar næsta dag. Einn af starfsmönnum þeirrar deildar ameríska hermálaráðuneytisins, sem hefir það hlutverk að rann- saka og athuga allar nýar uppá- stungur viðvíkjandi hergögnum, sagði nýiega: „Ef einhver hefði komið til okk- ar fyrir svo sem 20 árum og sagt að hann hefði fundið aðferð til er menn þorðu ekki að segja þeim Magnúsi Grímssyni og Jóni Árna- syni þjóðsögur hjer á árunum af því að þeir voru hræddir um að hlegið yrði að sjer fyrir að halda slíkum bábyljum á loft. Slíkt kjark -leysi er með öllu óþarft, enda ástæðulaust, því að vjer eigum að vera svo þroskaðir, að vjer getum talað um fyrirburði jafn hleypi- dómalaust og blátt áfram eins og vjer tölum um veðrið. þess að kljúfa frumeindirnar, þá hefðum við hlegið að honum og stjakað honum góðlátlega út fyrir hurðina. En nú hlæjum við ekki að neinni uppástungu". 1 þessu sambandi er minst á það, að komið hafi fram tillaga um að nota flutningabáta steypta úr ísi til innrásarinnar í Fral^dand. Mörg- um kann að finnast þetta hin mesta fjarstæða, en það var þó enginn annar en Mountbatten lávarður, sem átti hugmyndina. Mikið var rætt um þetta, en svo fór að yfir- herstjórn bandamanna gat ekki fallist á tillöguna. Nú halda sumir því fram að það hafi verið yfir- sjón. Hin steyptu ísskip hefðu alls ekki bráðnað á leiðinni yfir Ermar- sund, þau mundu hafa þolað betur skothríð heldur en járnskip, og svo hefðu þau hjaðnað sjálf og orðið að engu með tímanum og það hefði verið stór munur á því og hir>v að þurfa að hreínsa alt járnruslio fyr- ir strönd Frakklends, bar CQm sökk ótölulegur sægur landgöngubáta og skipa. í sambandi við þessa f, Jrætlun um ísskipin kom fram uppástunga um hvernig hermennirni' atti að halda á sjer hita á leioinni yfir sundið. Það hlaut að verða ákaf- lega kalt í þessum ísskipum og sjer staklega hefði fótakuldinn orðið svo óbærilegur að hermennirnir hefði alls ekki verið færir um að gera innrás er til Frakklands kom. Úr þessu átti að bæta með áhalöi, sem nefnt var „Pedal Calorentica- tor“, og var í sjálfu sjei ósköp falt. Það átti að leiða andartli t manna eftir gúmpípu niður í skó þeirra og hitinn af anda ’ -ttinum átti að nægja til þess að mönnum væri altaf hlýtt á fótunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.