Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 að Magnús hafi gert það fyrir baen skipstjórans að lækka sektiná eitt- hvað. Aldrei rjeðust Norðmenn á okk- ur að fyrra bragði, en þeir sátu oft um okkur og langaði til þess að taka í lurginn á okkur. Þetta staf- aði af því að þeim hafði verið sagt að við værum settir til höfuðs þeim og engum öðrum, og var þeim því uppsigað við okkur. Urðum við altaf að fara varlega fvrir þeim og gæta þess að þeir væri aldrei á eftir okkur, eða sæti fyrir okkur í húsasundum. Á þessum árum starfaði Hjálp- ræðishermn mikið í Hafnarfirði og helt tíðum útisamkomur. Og við komumst fljótt að því, að það var besta ráðið til þess að stilla Norð- menn að koma þeim á þessar sam- komur. Þá urðu þeir undir eins stiltir eins og börn, tóku ofan húf- urnar og hlustuðu á með fjálgleik. Rann svo gjörsamlega af þeim ailur vígamóður, að engin hætta var á óspektum, og því seildumst við jafnan til þess að fara með þá á þessar samkomur, þegar það var hægt. SJÓLIÐSFORINGJAR GANGA BERSERKSGANG Einu sinni var gamla „Fylla“ stödd í Hafnarfirði og höfðu þá tveir háttsettir sjóliðsforingjar af henni farið í land og setið þar að drykkju fram á nótt. Urðu þeir svo ölóðír, þegar þeir komu undir bert loft, að á þá kom berserksgangur. Skamt þaðan var verið að byrja að reisa timburhús og rjeðust þeir á það og fóru að brjóta niður grind- ina. Við komum þarna að þeim og sögðum þeim kurteislega að þetta mætti þeir ekki gera. En þá rjeðust þeir á okkxir eins og þeir vræri djöfulóðir. Annar þreif húfuna af Jóni Hinrikssvni og henti henni eitthvað út í buskann. Fór þá að síga í okkur, svo að við handtókum piltana og drógum þá inn í skrif- stofu bæarfógeta, sem var skamt þaðan. Magnús þekti þá — eða að minsta kosti annan þeirra — frá fornu fari, og vildi því gera sem minst úr þessu, þó að Jón Hinriks- son væri harður í kærum sínum og heimtaði að liðsforinginn sækti húfuna sína. Seinast varð það úr að við fórum með þá, og bæar- fógeti með okkur, vestur með firði og gáíum „Fylla“ merki um að hirða þessa yfirmenn sína. Meira held jeg að ekki hafi orðið úr þessu, þar sem hjer áttu í hlut sjóliðsfor- ingjar á varðskipi, sem sett var til þess að vernda landhelgina, og áttu því einnig mikinn rjett á sjer sem lagaverðir. EKKERT AÐ GERA ENDRANÆR Jón Hinriksson sagði starfi sínu lausu um haustið og var þá Einar Ólafsson (tengdafaðir sjera Jakobs Jónssonar) ráðinn næturvörður. Um vorið var jeg orðinn svo leiður á þessu starfi, sem mjer fanst ekk- ert starf vera, að jeg fekk mig leyst an frá því. Þetta átti ekki við mig. Þegar ekkert var um að vera í bænum, fanst mjer jeg vera að slæpast og skammaðist mín fyrir þeim sem voru að vinna. Og það var hjer um bil aldrei neitt að gera nema þegar útlendingar voru með óspektir og drykkjulæti. Aðalstarf- ið á nóttunni var að líta eftir bát- um, ef eitthvað var að veðri, líta eftir skepnum að þær flæddi ekki, hafa gætur á hvort nokkurs staðar yrði vart við eld og hafa gát á kola- byngunum, svo að eldsneytislausir menn hnupluðu ekki nokkrum kola molum. Á daginn var bókstaflega ekkert að gera. Jón Bergmann skáld varð lög- regluþjónn þegar jeg hætti, en helt ekki lengi því starfi. Og lögreglu- þjónar og næturverðir voru að koma og fara. Norðmenn hurfu líka, útgerð Friis fell niður sumarið eftir, og þá urðu aftur rólegir dagar í Hafnarfirði. Það var ekki fyr en eftir 1930 að komið var upp skýli til þess að stinga ölvuðum rriönnum inn í. Nú er orðin mikil brejding á þessu. Nú eru lijer 7 eða 8 lög- regluþjónar, varðstöð opin allan sólarhringinn með síma og bílum til skyndiferða. Og nú er hjer kom- ið fangahús og íangavörður. Hefur það verið sniðið svo við vöxt, að það getur oft tekið við mönnum frá Reykjavík, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar. Þó er þetta fangahús ekki nema fyrir 6—8 menn. Það sýnir að Hainfirðingar þurfa ekki mikið á því að halda, enda þótt hjer eigi heima rúmlega 5000 manna. Hafnarfjörður er enn friðsæll bær og Hafnfirðingar frið- samir og háttprúðir menn, eins og þeir hafa altaf verið. A. ó. V Leikari nokkur var mikið mömmu- barn. Hann var nú 37 ára og hafði aldrei gert henni neitt á móti skapi. Svo hitti hann unga stúlku og trúlof- aðist henni, en þorði ekki að láta mömmu sína vita það. Og svo giftust þau í laumi og það leið heilt ár án þess að mamma gamla fengi að vita um það. Þá krafðist liin unga kona þess að hann herti upp hugann og segði móður sinni frá þessu. — Mamma, jeg vil ekki gera þjer sorg, byrjaði hann, og svo stoð í hon- um. Mamma, jeg vona að þú gefir mjer blessun þina .... við Beta höfum ver- ið gift í eitt ár. Það kom heldur en ekki svipur á gömlu konuna. — Æ, mamma, hvað er að? Þú ert þó ekki reið? — Það er laglegt að heyra þetta, sagði kamla konan. Þú segist hafa verið giftur Betu í heilt ár og samt læturðu mig gera við sokkana þína ennþá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.