Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5,71 klukkan 4. Ekkert þýddi það þótt foreldramir reyndu að halda í rúmið, það hentist fram og aftur fyrir því og dró þau með sjer. Nú fór þeim ekki að Iítast á blik- una. Drengurinn varð grár og gugginn af svefnleysi og nágrann- arnir fóru að tala um, að hann hlyti að vera umskiftingur. „Hvað höfum við syndgað svo, að þú skulir leggja þetta á okkirr, guð minn,“ andvarpaði konan í bænum sínum. Svo fóru þau með drenginn til geðveikralæknis. Hann gat ekki betur sjeð en að drengurinn væri fullkomlega heilbrigður. Þau fóru þá með drenginn til sóknarprests- ins og báðu prestinn fyrir hann. „Það er best að drengurinn sje hjá mjer í nótt, svo að jeg geti at- hugað þetta,“ sagði prestur, og svo varð John eftir hjá honum. Um kvöldið rak klerkur konu sína úr rúmi og ljet John sofa hjá sjer. Hann ljet loga ljós, sat sjálf- ur vakandi uppi í rúminu og gaf John nánar gætur. Drengurinn las bænir sínar, breiddi svo ofan á sig og sofnaði undir eins, því að hann var orðinn úrvinda af svefnleysi. En rjett á eftir fór rúm hans að skjálfa, eins og það væri hrist á- kaflega. Prestur stökk á fætur, þreif í drenginn og sagði: „Hættu undir eins þessum fíflalátum." En um leið og hann slepti orðinu reis rúmið á rönd sitt á hvað. Þá varð prestur undrandi. Hann skipaði John að fara á fætur og setjast í þungan hægindastól á meðan hann rannsakaði þetta betur. En um leið og John settist í stólinn, fór stóll- inn á stað. Það var eins og honum væri skutlað þvert yfir herbergið og rakst hann með þungum hnykk á vegginn. Þá varð prestur reiður og kallaði til Johns: „Kreptu knjen upp undir höku og haltu um fæt- urnar svo að jeg geti sjeð þá. Þú skalt ekki koma neinum hrekkjum hjer við.“ En nú brá nýrra við. Stóilinn lyftist öðrum megin svo að hann stóð aðeins á tveimur fótum og síðan hvolfdist hann, en John varð undir honum og meiddi sig í bak- inu. Prestur bar arniku á bakið á drengnum og síðan settist hann í hægindastólinn og reyndi að velta honum. Það tókst ekki. Prestur gat ekki hreyft stólinn nema hann hefði fætur á gólfi, og þá aðeins skrikað honum til. „Farðu upp í rúmið aftur,“ sagði hann við dreng- inn og var nú ekki jafn höstugur og áður. En það fór svo, að í hvert skifti sem John blundaði, þá skalf rúmið eins og ætti að hrista það í sundur. Seinast gafst prestur upp við þetta. Hann lagði ábreiðu á gólfið og skipaði John að sofa þar. Svo breiddi hann ofan á drenginn, settist á rúmstokk sinn og beið þess sem verða vildi. Hann þurftí ekki að bíða lengi. Og: nú setti hann upp stór augu, því að ábreiðan með John og sæng fór alt í einu á stað og rann inn undir rúmið. Þar vaknaði John og ætlaði að rísa á fætur en rak sig upp í rúmbotninn. Prestur var þó ekki á því að þetta væri neitt yfir- náttúrlegt. Hann gerði sig reiðan og þreif til Johns og þuklaði um hann allan, en fann ekki neitt er gæti bent til þess að drengurinn hefði verið að þessu sjálfur. Nú bjó hann um hann fram við dyr, hin- um megin við rúmið og skipaði honum að sofa þar. En aftur fór alt á stað, ábreiðan með drenginn og sængurfötin, fór í hálfhring yfir gólfið og skaust seinast undir rúm- ið aftur. Þetta gekk fram af prest- inum. Hann símaði til föður drengs -ins og skipaði honum að sækja hann. Daginn eftir símaði prestur svo tíl Sálarrannsóknafjelagsins og bað þá dr. Rhine og dr. Darnell að taka þetta mál til rannsóknar og þeir ( voru fúsir til þess. Og nú komst sagan í blöðin, og þá drifu að þeim brjef hvaðanæva og ráðleggingar um það hvemig þeir ætti að af- stýra þessum ófögnuði. Sjest á því að fólk þykist enn kunna nokkuð fyrir sjer, þótt það beri ekki minsta skynbragð á slíka atburði nje af hverju þeir stafa. Einn ráðlagði þeim að brenna hráka drengsins á glóandi elda- vjel „og mun hinn illi andi fljótt hverfa.“ Kona nokkur sendi þeim miða, þar sem stafirnir S A T O R voru samsettir á ýmsan hátt, og sagði hún að drengurinn ætti að hafa miðann í poka um hálsinn. Einn símaði og kvaðst hafa óbrigð- ult meðal ef til sín yrði leitað. Ekki var nú farið að þessum ráðum, en nú kom nýtt undur f>T- ir. Það fóru að koma blettir á líkama drengsins, og þegar betur var að gæít, virtust þetta vera stafir, og þegar lesið var úr þeim, að John ætti að fara til St. Louis. Foreldrarnir sendu hann nú þang- að og komu honum fyrir hjá munk lun í Jesúítaklaustri. — Fyrir- burðirnir heldu áfram þrátt fyrir það. Drengurinn var nú orðinn lamaður á sál og líkama og einu sinni tryltist hann og það endaði með krampaflogum. Þremur vik- um seinna hætti þetta. Og ,nú er John kominn heim til foreldra sinna í Washington og kennir sjer einkis meins, og foreldrarnir þakka guði fyrir lausn hans. Dr. Darnell segir að enginn vafi sje á því að þessir fyrirburðir hafi gerst, en hann getur enga skýringu á þeim gefið. En nú á að rannsaka aðra fyrir- burði, sem gerast hingað og þang- að og hafa þær rannsóknir til sam- anburðar. Þar á meðal er hlöðu- draugur nokkur sem rekur upp ó- skapleg nístandi öskur, og svo er Frh. á bis. 576.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.