Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 24
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^JJeí^L Jjónáóon: SKÓGARKIRKJA SUNNUDAGUR á Jam'oorec. Veðrið eins og áður, brennandi sól og ryk úr hverju spori. Um það leyti sem íslendingar skriðu úr svefnpokum sínum. mátti heyra rcglubundið fótatak um flestar götur. Lúðurhljómur og dimmir bumbu- tónnr bárust víðsvegar að. í nokkurri fjh iægð lá ein af aðalgötunum fram biá ís! ísku skátafcúðunum. — Eftir þeirri götu fór óslitin fyiking skáta. jfcetta voru kaþólskir skátar á leið til guðsþjónustu r.iður á L’Arcna. í þeim hópi var aðeins einn íslenskur skáti. Einhverjir voru komnir á undan, og fylgjendur Máhameds spámanns komu næstir. Lútersk guðsþjónusta átti að fara fram á cnsku og frönsku á L’Arena klukkan 11. Þangað áttum við og máttum koma. En í dag var annað ákveðið. Það átti líka að vcra norræn guðsþjónusta fyrir okkur bræðurna úr norðrinu, sem gengum undir krcssfánunum fimm. Hinum veraldlegu störfum í tjald- búðunum var nú lokið í flýti. Aliir fóru í bað og klæddust sínum bestu fötum. Aidrei þessu vant voru allir tilbúnir að leggja á stað löngu fyrir ákveðinn tíma. Lúðrarnir og bumburnar fara fremst og svo koma íánarnir. Þar næst allir íslensku skátarnir í íer- faldri röð. Við eigum röskan fimmtán mínútna gang fyrir fótum, því að guðsþjónustan á að vera í sænsku tjaldbúðunum, sem eru í Savoie- hjeraðsbúðum, rjett við Signubakka. Göturnar eru fullar af trúbræðrum okkar, sem eru á leið til L’Arena að hlýða á lútersku messurnar þar. Það vekur nokkra athygli að við skulum ekki slást í hópinn, heldur stríða á móti straumnum. En við vitum hvert við erum að fara og berum fánana hátt og látum l'.ðrana gjalla. Svo sjáum við hina fánana, danslia fánann, norska fánann og finnska fánann. Þeir koma sinn úr hverri átt- inni. Stór sænskur fáni er fram undan og ber hann við bláan himin. Hann vísar okkur veginn. Þangað stefnum við ailir til þess að treysta vináttu- og bræðrabönd norrænu þjóöanna, þessi bönd, sem svo oft er talað um. Við göngum inn um aðalhlið Savoic- búðanna. Þar er háreistur timburturn og á honum hjeraðsmerki Savoie, á- samt margskonar annari skreytingu. Sænsku búðirnar standa á valllendi, en að baki er hávaxinn skógur. Þar inni í skóginum cr lítið grænt rjóður. Það er kirkjan okkar. Bláklæddir skátar vísa okkur veg- inn. Bumburnar og lúðrarnir þagna og við göngum hægt og hátíðlega inn í rjóðrið og setjumst fvrir framan altarið. Við hlið okkar eru Finnar. Þeir eru fáir, aðeins 24. Þá koma Danir, síðan Norðmenn og seinast Svíar. Fánarnir skiptast til beggja handa við altarið og mynda litauðga umgjörð þessarar hátíðlegu stundar. Altarið er kross, gerður úr tveimur norskum trjástofnum, sem bundair eru saman með Jamboree-hnútum. Fyrir framan krossinn stendur lítið borð með hvítum dúki. Á því er biblía og ker, með fimm blómum i, yfir er himininn og sólin sjálf. Seinna gafst okkur kostur á að sjá margar kirkjur í París og annars- staðar. Þar var hvert altari gulli og gersemum búið og helgir menn og konungar höfðu kropið þar fyr, en jeg held að ekkert þeirra hafi snortið okkur jafn djúpt <~g þetta einfalda, óbrotna altari. 1 þvi var enginn yfir- drepsskapur, ekkert flúr. til að hylja tákn krossins, ekkert glingur til að drcifa og deyía. Þetta var hið upp- rur.alega krosstr.je í hinni einustu kirkju guðs. Presturinn og aðstoðarmenn hans sátu til hliðar við altarið. Þeir voru fimm, sinn frá hverri þjóð, og allir í skátabúningum sínum. Guðsþjónustan hófst með því, að foringi okkar, Páll Gíslason, las bæn. Síðan var sunginn sálmurirn „Vor guð er borg á bjargi trau i“, og söng hver á sínu máli. V. Kolthoff-Nielsen, höfðingi dönsku K.F.U.M. skátanna, las því næst guðspjallið og á eftir var sunginn sálmurinn „Þin miskunn, ó guð —‘ og virtist mjer hver syngja har.n á sína tungu. Presturinn var norski skátahöfðing- inn B. L. Brekke. Hann var í hinum gráa, snjáða skátabúningi sínum, eí- laust þeim sama, sem hann bar á hernámsárunum, þegar honum og öðr- um norskum skátaforingjum tókst svo giftusamlega að bjarga norsku skáta- hreyfingunni fram úr þeim erfiðu tímum. Rödd hans var hrein og djúp — og boðskapurinn fagur: „Jeg er vegurinn, sannleikurinn og lífið — Komið til mín allir, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir". Þetta er allt, sem þarf að segja, þetta er allt, sem þarf að skilja, þetta er kristintrú. Hann sagði okkur dæmi úr lífi sínu og starfi þegar hann var fangelsis- prestur á hernámsárum Noregs. Hann talaði ýmist við okkur eins og börn, eða eins og þá, sem öll framtíð ver- aldarinnar væri falin. „Trúið á æðri handleiðslu og fordæmi Krists, náið því, tileinkið ykkur það. Beislið ork- una, sem býr í kristinni trú. Hún er eins og heitu lindirnar á íslandi — þær haía streymt frá upphafi vega og veita nú þúsundum líf og yl. Hún er eins og árnar I Svíþjóð, eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.