Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 Kvennaskólastúlkur á Laugalandi 1880 Sitjandi: 1. Guðrún Blöndal, dóttir sjera Jóns Blöndal, Hofí á Skagaströnd og Arndísar Pjetursdóttur bónda í Mið- hópi. — 2. Björg Einarsdóttir, seinni kona sjera Hjörleifs Einarssonar að Undirfelli. Foreldrar Einar Hannesson að Mæli- fellsá og Sigurlaug Eyjólfsdóttir. — 3. Sigríður Gísladóttir Ólafssonar, bróðurdóttir sjera Arnljóts á Bægisá. — 4. Lára Pjetursdóttir Havsteen, giftist Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra. Hún var 14 ára, þegar myndin var tekin. — 5. Sigur- laug Knudsen, giftist sjera Lúðvík Knudjen. — Standandi: 1. Guðný Sigfúsdóttir úr Bárðardal. — 2. Kristín Kristjánsdóttir, giftist Vilhjálmi Jónssyni frá Sílalæk og bjuggu þau á Hafralaek. — 3. Guðný Friðbjarnardóttir Steinssonar bóksala á Akureyri. Giftist Páli Magnússyni. Þau fóru til Ameríku. — 4. Herborg Eyjólfsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal. — 5. Sígríður Davíðsdóttir frá Heiði á Langanesi. Giftist Guðmundi Vilhjálmssyni á Brekkum. — 6. Kristín Jónsdóttir frá Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. — 7. Arnþrúður Guðmundsdóttir, móðir Árna Benediktssonar forstjóra. — 8. Konkordía Sófóníasdóttir af Langanesi. — 9. Halldóra Vigfúsdóttir. Giftist Gunnlaugi Halldórssyni að Breiðabólstað. — 10. Sólveig Pjetursdóttir frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Giftist Sigurði Jónssyni í Baldursheimi. — 11. Jakobína Bjarnadóttir frá Reykjahlíð. — 12. Kristín Marteinsdóttir úr Mývatnssveit. — 13. Jakobína Gunnarsdóttir frá Geirastöðum. Giftist Frímanni Kristjánssyni á Hólsfjöllum. — 14. Elonóra Júlíus, systir K. N. skálds. Varð forstöðukona á elliheimilinu Betel að Gimli. — 15. Elín Þorsteinsdóttir frá Grýtubakka. Giftist Friðbirni Bjarnasyni. okkur leist borgin ekki sjerlega að- laðandi. Þó var það greinilegt að hún hlaut að hafa látið á sjá öll hernáms- árin. Strætisvagnarnir voru líka foi n- fálegir. Við komum inn á listasafnið. Það er að miklu leyti komið í eðlileg- ■ ar skorður. Fyrstu hernámsárin var allt flutt í burtu á sprengjuhelda staði og nú er langt komið að flvtja það á sína staði aftur. Við litum í búðargluggana. Þar var lítið að sjá. Margir stærri gluggar voru bara stór- ir trjehlemmar, með smárúðu í miðj- unni. Að öðru leyti bar Oslo ekki nein ar stríðsminjar. Sælgætisverslanir voru opnar og við fórum inn og vild- um fá brjóstsykur. „Hafið þið miða?“ Nei, miða höfum við ekki. Gátum við þá fengið hálstöflur. Nei, ekkert fáan- legt nema út á miða. Allt er skammtað og sumt mjög naumlega Sykur sjest t.d. varla á veitingahúsum, en að öðru leyti er matur ekki skammtaður þar. En tilt heimilisnotkunar er allt skammtað. Fatnaður er strangt skammtaður og sumt eins og t.d. skyrtur er að mestu ófáanlegt. Sama er að segja um álnavöru. Jeg átti tal við Norðmenn, bæði þá og síðar. — Sameiginlegt hjá þeim öllum er bjart- sýni og trú á framtíðina. Þeir tala ógjarna um eríiðleika hernámsár- anna, heldur ekki um þá erfiðleika, sem þeir eiga ennþá við að stríða. En þeim er kalt í garð Þjóðverja og norsku föðurlandssvikarana telja þeir tæplega til manna. Á mánudagsmorgun kl. hálf átta, átti lestin að leggja af stað upp að Rena. Við vissum að nú myndi sagan frá járnbrautarstöðinni í Gautaborg endurtaka sig. Við tókum því daginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.