Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 15
í JÓLALEYFI í NOREGI Eftir Ölaf S. Ölafsson Um jólin í jyrra fór hópur íslendinga frá Svíþjóö til Noregs til þess aö halda jólin þar í skíöaskála upp til fjalla. Hjer segir einn úr hópnum frá feröalaginu og jólahátíðinni á hinum afskekta staö, en annar prýöir greinina meö myndum. KLUKKAN er þrjú að morgni 21. desember 1946. Á járnbrautarstöð- inni í Gautaborg er iöandi kös aí fólki, sem kemur og fer. Allir virðast eiga annríkt. Sumir virðast æstir og kvíðandi, aðrir glaðir og brosandi, en sameiginlegt með öllum er annríkið. Jeg stansa og skima í kring um mig. Jeg er að bíða eftir samferðafólkinu. Skyldi það hafa sofið víii sig. Allt i einu kveður við hljómfögur íslenskan „Góðan daginn. Sæll og blessaður“. Samferðafólkið tínist inn og innan skamms erum við 15 Islendingar þarna samankomnir, með bakpoka og skíði, albúnir í hálfsmánaðar útilegu á háf jöllum Noregs. Ferðinni er heitið til Rena, smábæjar í ^usturdal um 150 km. norður af Oslo. Ferðafjelagið í Rena ætlaði að leigja okkur skála sinn, sem liggur frammi í dalnum upp af Rena. Frumdrög þessa ferðalags voru þau, að á fundi íslendingafjelagsins í Gautaborg hafði um haustið komið fram raddir um að daufleg myndi vistin þar í borg yfir jólahátíðina. Bar ýmislegt til þessa tals, meðal annars naumgæfni gjaldeyrisnefndar við námsmenn í Svíþjóð. — Margir okkar hafa þó leyft sjer að draga í efa, að hjer sje um raunverulegan sparnað að ræða, þar sem vissar teg- undir ferðamanna hfeiman frá Fróni virðast ekkert þurfa við sig að spara og geta flutt með sjer vörur, sem vafa samt er að auki mikið við íslensk verðmæti. Það var þess vegna með lítilli bjartsýni, sem við fórum þess á leit við háttvirta gjaldeyrisnefnd að hún veitti okkur norskan gjaldeyri til ferðalagsins. Undrunin og gleðin varð því þeim mun meiri þegar við frjett- um að þessari gjaldeyrisbeiðni hafðí verið svarað játandi. Þar með var aðal þröskuldurinn yfirstiginn, því með því að þurfa að nota okkar dýrmætu sænsku krónur, hefði Noregsdraumur- inn aldrei orðið að veruleika. — Þaj3 væri þess vegna ef til vill ekki óvið- eigandi að flytja gjaldeyrisnefnd þakk ir fyrir góðan skilning, með von um að slíks sje að vænta yfirleitt, þegar um gjaldeyri handa námsfólki er að ræða, því að hvað á íslenska ríkið verðmætara en ungt fólk, sem hefur vilja til að auka við þekkingu sína og sjóndeildarhring ? En sleppum því og hverfum aftur inn í járnbrautarstöð- ina í Gautaborg. Lestin átti að fara kl. 3,25, en á síðustu mínútu er til- kynnt að hún sje 50 mínútum á eftir áætlun. Við íslendingarnir tökum þessu með jafnaðargeði, en Svíarnir virðast ekki. taka þessu eins sjálf- sögðu, því að þetta er orsök nokkurra velvalinna sær.skra kraftyrða. Við könnum liðið á ný, og ef til vill mætti jeg, lesari góður, hripa niður nöfn kappanna meðan við bíðum eftir lest- inni. Eru nöfnin, sem hjer segir: Sigurjón Sveinsson, frú hans Ólöf Steingrímsdóttir, Ragnar Kjartans- son, Leifur Eyjólfsson, Ingólfur Árnason, Ragnar Emilsson, Ásdís Sveinsdóttir, Þór Jóhansson, Stefán Jóhansson, Aðalheiður Árnadóttir, Auður Aðalsteins, Helga Vigfúsdóttir, Sverrir Magnússon, Guðmunda Andrjesdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Ólafur S. Ólafsson. Þar að auki áttum við svo von á þrem ungmeyjum frá Kristinehamn, en þær ætluðu að hitta okkur í Oslo. Það voru þær: Ráðstefna í Gautaborg áður en lagt var af stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.