Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 8
388 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gamlar byggingar í Abingdon mönnum, með því að taka menn til náms og kenna þcim. 1 Landnámu er þess t.d. getið að þrír munkar hafi verið í Bæ, er Róð- ólfur fór þaðan. Það hafa verið læri- sveinar hans, er hann hefur kenr.t til prests og vanið við munklífi. í við- bæti við Landnámu er þess getið að Róðólíur hafi stofnað kiaustur í Bæ, en um reglulega klausturstofr.un hef- ur þar vart verið að ræða. Hitt er líklegra að þar hafi verið skóli eða vísir að skóla og Róðólfur hafi kennt þar sjálfur, eða einhverjir, sem verið hafa í föruneyti hans. Þegar biskups- stólar voru settir hjer, voru haldnir þar skólar kristninni til eflingar. Er því ekki ólíklegt, að skóli Róðólfs, biskups í Bæ, hafi verið einn fyrsti vísir til skólahalds hjer á landi. Af hinni tiltölulega löngu dvöl hjer á landi, má ráða, að Róðólfur hafi verið maður óeigingjarn og þrautseig- ur og gæddur kristilegri þolinmæði í ríkum mæli. Þegar Róðólfur er allmjög hniginn að aldri fór hann alfarinn frá íslandi, 1049, og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kom á fund Játvarðar konungs á Englandi og er hans getið í enskum heimildum snemma á árinu 1050, en það ár var honum veitt ábóta embætti í Abingdon og þar ljest hann tveim árum síðar, 1052. I enskum heimildum er hann kallaður Rudolf eða Ralph og talinn vera norskur biskup, en þess hvergi getið að hann hafi dvalið á Islandi. Má því víst telja, að hann hafi farið hjeðan til Noregs og svo þaðan til Englands. Þá getur og dvöl hans í Noregi á fyrri árum hafa gert það að verkum að hann var talinn vera norskur. Þann stutta tíma, sem Róðólfur var ábóti í Abingdon, mun honum ekki hafa gefist mikill tími til stórra af- reka. Er ekki ólíklegt að hann hafi fengið embætti þetta, vegna ættgöfgi sinnar og frændsemi við Játvarð « konung og að honum hafi verið ætlað að greiða fyrir norrænum áhrifum. Klaustrið í Abingdon var eitt af þekktustu klaustrum í Bretlandi og koma margir merkir menn við sögu þess. KLAUSTRIÐ í ABINGDON Þegar jeg dvaldi s.l. sumar í Oxford, datt mjer í hug að fara til Abingdon og athuga, hvort nokkur spor fynd- ust þar, eftir þennan „íslenska“ far- andbiskup. Mjer var áður kunnugt um, að enn væri nokkuð eftir af hinu forna klaustri í Abingdon og að það væru elstu fornminjar bæjarins. Ekki var heldur langt að fara, því Abing- don er aðeins örfáar mílur frá Ox- ford, við ofanverða Thames og hefur 7—8 þúsund íbúa. Jeg fjekk mjög ákjósanlegt tæki- færi til þess að heimsækja þennan snotra bæ, því að einn af fjelögum Rotaryklubbsins í Oxford bað mig að koma þangað með sjer og segja dálítið frá íslandi í Rotaryklúbb, er verið var að stofna þar í bænum. Varð jeg fúslega við þessu og hugði gott til, að segja um leið nokkuð frá Róðólfi, biskupi, ef ske kynni, að jeg yrði þar einhvers um hann vísari og gæti um leið fræðst nokkuð um hið forna klaustur. Það þarf ekki að orðlengja það, að jeg f jekk hinar bestu viðtökur í Abing don. Erindi mínu um ísland var þar vel tekið og frásögn mín af Róðólfi vakti ekki síður undrun en athygli, því að flestir áheyrenda minna voru lítt fróðir um ísland, hvað þá að þeim hefði nokkru sinni dottið í hug, að Abingdon gæti komið við sögu þessa fjarlæga lands. Voru þeir því fúsir mjög að fræða mig um sögu bæjarins og sýna mjer það, sem eftir er af hinu forna klaustri. Einn þeirra ljet ekki þar við sitja, heldur sendi mjer til Oxford, litlu síðar, bók um sögu Abingdon: A History of Abing- don, eftir James Towsend, M.A., útg. 1910, og er sú bók aðal heimildarrit mitt um það, er hjer verður sagt um Abingdon og klaustrið þar. Talið er að hið forna klaustur í Abingdon (abbey) hafi verið stofr.að 675 af Cissa föður Ina, er Síðar varð konungur í Wessex. Skyldi Hean frændi hans veita klaustrinu forstöðu og það vera helgað reglu hins heilaga Benedikt. Voru klaustrinu lagðar til um 2000 ekrur lands milli Thames og Cumnor. Hin fyrsta klaustursbygg- ing var þó ekki fullgerð fyrr en 699 og voru þá 12 munkar í klaustrinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.