Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 6
38C> LESBÓK MORGUNBI / OSINS ir nýkomna prestinn á voldugt altari náttúrunnar, flatt að ofan, með brött- um, jafnhliða hlíðum að norðan og sunnan. — Sjera Hallgrímur gengur niður í fjöruna að stórum steini, er brimið hefur sorfið. Hann hallar sjer fram á hann, og sál hans fyllist knýj- andi bænaþörf. Hann er kominn í undraháa kirkju, himnarnir oonast og dýrð Guðs verður honum opinber. — Hann spennir greipar, biður Guð, lofar hann og þakkar, en veröldin er honum langt að baki. Þessi augnablik verða ekki metin á mælikvarða tím- ans, þau eru utan tíma og rúms. Hægt og í hálfgerðri leiðslu gengur sjera Hallgrímur inn með ströndinni, möl og sandur skrjáfar við skóna, og eftir nokkrar mínútur er hann kom- inn að ánni fyrir austan túnið. Hann beygir upp með henni. Hún er í raun og veru dálítill lækur, er minnir hann á mannsins hraða líf. Þarna er smá- foss. Hann starir á vatnið, dropana mörgu, er mynda það. Þeir steypast fram af fossinum, feigðarfossinum. Kynslóð eftir kynslóð stefnir sama skeið. Alt er fallvalt, ekkert á að treysta, nema kærleika Guðs, er birtist í Jesú Kristi, frelsara mannanna, sem fórnaði sjer fyrir þá á krossi. Og nú man hann augnablik helgað himinsnáð frá síðasta föstutíma. Hann hafði gengið út í kirkjuna á Hvalnesi. Það var á föstudaginn ianga. Það var hálfrokkið í kirkjunni, en eitt augna- blik hafði geisli kvöldsólar fallið á litla Kristslíkanið yfir altarinu. Og hann hafði þá unnið það heit á hrifn- ingarstund, að yrkja frelsara sínum lofsöng, ef hann fengi kallið, sem hann hafði sótt um. Og nú var sú bæn hans heyrð. HANN er kominn að vaðinu á Saur- bæjaránni, og á heimreiðargötuna, er liggur niður melinn. Þar er stór, ein- stakur steinn, heilt Grettistak. Sjera Hallgrímur sest undir steininn í friði síðkvöldsins, og hvað eftir annað sækja á hann sömu orðin: Pro nobis — crusifixus. Stundin er komin. Heitið skal efnt: Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp, mitt hjarta og rómur með; hugur og tunga hjálpi til; Herrans pínu jeg minnast vil. Ó Jesú, gef þinn anda mjer, allt svo verði til dýrðar þjer Hallgrímssteinn. Saurbær, Akrafjall sem altari í baksýn Gamalt Kristlíkan í Saurbæjar- kirkju. uppteiknað, sungið, sagt og sjeð. Síðan þess aðrir njóti með. ★ Var þetta augnablik eða eilífð? Það er byrjað að slá að honum. Hann finnur til þreytu en óumræði- legrar sælu. Hann heyrir kallað og lítur heim. Hann sjer konu standa á þúfu í miðj- um Ferstikluvelli. — Hann heyrir kallað aftur með miklum myndug- leik: — Hallgrímur---------- Sigurjón Guöjónsson. MARGRA BARNA MÓÐIR Kona, sem átti 13 börn, var spurö: „Hvernig í ósköpunum hefurðu tíma til að hugsa um öll þessi börn?“ ,fÞegar jeg eignaöist fyrsta barniö haföi jeg ekki tíma til aö hugsa um neitt annaö, svo hverju skiftir þaö þá þótt þau sje þrettán?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.