Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 382 T FORFEÐRUM vorum þótti haö jafnan nokkru máli skifta, ef ókunn- an gest bar að gar&i þeirra, aö vita nokkur deili á honum og ætt hans. Var því þessi spurning oft lögö fyrir gest- inn, jafnvel áöur en til stofu var geng- iö: Hver er maðurinn? Þaö var oft glatt á hiálla í litlu þröngu og dimmu bœjunum er gest bar aö garöi, eink- um ef hann reyndist skemtilegur, og haföi góöar frjettir aö flytja. Ekki aöeins varð kvöldstundin skemtileg á meðan gesturinn stóö viö; fólkiö liföi lengi við minningarnar um komu hans, rifjaði upp þann fróðleik sem hann fœröi, og liföi í endurskini þeirr ar ánœgju sem hann veitti á meöan á heimsókninni stóö. Nú eru heimili vor flestra ekki leng Ur lítil, dimm eöa köld. Þaö út af fyrir sig, œtti að vera tilefni til þakklœtis til gjafarans allra góöra gjafa. Ekki er heldur um fámenniö aö kvarta leng ur t bœjum og þorpum landsins. En þótt menn sœki oss heim, geta þeir ekki lengur sagt oss neinar frjettir sem máli skifta, þvi þœr eru jafnan komnar á undan þeim í hlöðum og útvarpi. En erum vjer þá allskostar ánœgö? Er ekki umhverfiö samt dimt og fremur kalt? Stöndum vjer ekki oft mitt í allri Ijósadýröinni hnípin og kviöandi? Er ekki skammdegi ennþá í hugum mannanna, og vald myrkurs ins í heiminum yfirleitt meira en vald Jjóssins? Því veröur tœplega neitaö. Þessvegna fögnum vjer enn hverjum þeim gesti sem aö garöi ber, einkum p/ hann getur lyft huga vorum á hœrra sviö en venjulega, og frœtt oss um þau efni sem standa ofar öllu dœg urþrasi. Á jólunum erum vjer mintir á það aö óvenjulegur gestur stcndur við dyrnar, og beiöist gistingar. Þótt hann hafi oft komiö áöur á sama hátt og nú, er hann þó flestum mönnum nýr og velkominn gestur. GESTUR! Ein- kennilegt er þaö aö þetta orö skuli enn notaö um hann. En þaö er þó ein- mitt rjetta oröiö. Enn er heirAurinn ekki lengra á veg kominn en svo aö HANN er aöeins gestur og útlending- ur á meöal alls þorra af mannanna börnum. Jólin, sem boða komu hans, eru mörgum aöeins forboöi qlaums og gjafa. Aörir skoöa þau aðeins sem frí- tíma frá venjulegum störfum eöa tíma til aukins hagnaöar í atvinnu og versl un. Svo líöa nokkrir dagar. Hcimsókn irnar hœtta; veisluboröin eru rudd, danslögin dvína, gjafirnar týnast og eyöast, og aðeins óljós minning vakir eftir um gestinn sem kom — og fór. En jafnvel þótt jólahaldiö risti ekki mikiö dýpra er hjer er talaö meö öll- um fjölda manna, er þaö samt dásam- legt aö eiga þessa minningu um hinn góöa gest. Hún er sem sólskinsblettur í heiöi, auk þess sem hún er spádómur um þaö sem verða má og mun, um útlit heimsins og sambúö mannanna þegar þeir hœtta aö skoöa hann sem gest, en bjóöa hann velkominn í híbýli sín, og leyfa honum aö móta liugsun sína og athafnir. Hann kemur enn á þessum jólum til aö endurnýja þenna spádóm. „Sjá, jeg Sjera Valcl. G. Eylands. stend við dyrnar og kný á“, segir hann. Það er boöskapur kristindóms- ins á hverri tíö. Og vjer sem sitjum inní hrörlegum hugarheimi, hrökkv- um viö, undrumst þessa kveöju og spyrjum: Hver er maðurinn? Spá- mannleg rödd löngu liöinna alda kynn ir gestinn: „Nafn hans er: undraráö- gjafi, guöhetja, eilíföarfaöir, friðar- höfðingi“. (Jesaja 9:6) Þessi kynning er eins einkennileg, og gesturinn er óvenjulegur. Nöfnin sem hann ber eru táknmyndir þeirra eftirlangana, sem bœrast í sálu manns ins, og gesturinn þannig í persónu sinni uppfylling og hámark þeirra hug sjóna sem menn láta sig dreyma um þegar best lœtur. Athugulir menn leita að sönnum vísdómi og haldgóðri þekkingu á rökum lífsins. 4. því sviði er Kristur undraráðgjafinn er túlkar liina farsælustu lífsspeki í oröum sín- um og lífi. Menn leita aö krafti til að sigrast á ugg og ótta, og til að stand- ast margvíslegar freistingar. Kristur er guöhetjan sem veitir máttinn á þcssu sviöi meö dœmi sínu og dauöa. Vjer leitum að lífinu, eins og því verö ur fegurst lifaö hjer og nú, og aö full vissunni um framhald þess Jiandan við tjald tímans. Kristur er oss eilifö arfaöirinn, sem meö persónulegri full komnun sinni sýnir oss hina sígildu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.