Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 20
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á leið til fjalla á jóladaginn. „ V v ** þessu ókunna fólkl. Fyrst í stað voru þær dálítið varfærnar og kíktu gegn um dyragættina, en nokkrir súkku- laðibitar og brjóstsykurmolar unnu bug á beygnum. Þær sögðu okkur frá hinu og þessu, meðal annars að þær væru alvanar að ganga alla leið frá Rena og uppeftir á skíðum. Og í fyrra * fóru þær oft einar á milli. Kvöldið leið og allir virtust glaðir og ánægðir, en jeg er hræddur um að flestum hafi orðið á að hugsa heim til sinna, sjer- staklega þeim sem fyrsta skifti áttu jól f jarri vinum og vandamönnum og kanske sjerstaklega þar sem þau voru með nokkuð öðrum hætti en venjulegt er. En það var notalegt og friðsælt fyrir framan arininn og jólafriður ríkti í arinstofunni. JÓLADAGURINN rann upp, ekki heiður og fagur, en með kyrrviðri og þoku. Eftir morgunverð var lagt af stað til f jalla undir leiðsögu Stenberg Fyrst var farið um skógiklætt sljett- lendi, en smám saman gisnaði skóg- urinn og aðlíðandi brekkur tóku við. Efsti hluti fjallsins var skóglaus, að- eins einstaka trjekrækla, sem í þok- unni leit út sem fáránlegustu for- ynjur. Aðal skíðabrekkurnar voru í íjallshlíðinni hinumegin. Þokan var svo svört að ekki sást nema nokkra metra. Það var ekkert árennilegt að steypa sjer á skiðum niður snarbratta hlíðina, meira og minna skógivaxna, í svarta þoku. En þeir huguðustu ljetu sjer slíkt ekki fyrir brjósti brenna, heldur stjökuðu sjer tveim höndum, beina leið út í óvissuna. Hlíðin var brött, þokan svört og skógurinn þjett- ist eftir því sem neðar dró. Þrátt fyrir allar torfærur gekk alt slysalaust.. Skemtum við okkur vel og lengi. Heimferðin gekk greiðara en að heiman. Mikill hluti leiðarinnar var niður í móti og færið gott. Það var ekkert að gera nema reyna að standa og krækja fyrir trje, sem voru í vegi. Þegar heim kom höfðum við fengið gest. Var það einn besti skíðakappi þeirra Renabúa. Hafði ferðafjelagið verið svo hugulsamt að útvega okkur hann til leiðbeiningar í skíðalistinni, ef á þyrfti að halda. Hann er rakari að atvinnu og heitir Sverre Kristian- sen. Reyndist hann okkur hin mesta hjálparhella og besti f jelagi. Var strax ákveðið að halda til f jalls næsta dag ef veður leyfði. Var nú skemt sjer við söng og spil frameftir kvöldi. Sverrir hinn íslenski söng einsöng til mikillar gleði fyrir alla áheyrendur. NÆSTI DAGUR var eins þokufullur og fyrirrennarar hans. Færið var mjúkt og allgott. Var nú haldið á sömu slóðir og daginn áður og Sverre var fararstjórinn. Við væntum hálft í hvoru^að þokuljett myndi á fjallinu en svo var ekki. Þegar á tindinn kom renndu sjer flestir óhikað í þokuna að undanteknum vini vorum Sverre. sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Ljet hann svo ummælt seinna, að sjer hefði ekki orðið um sel, að sjá íslend- ingana hverfa út í þokuna, því margir reyndir skíðamenn hikuðu við að renna sjer niður Himmelfjellet, jain- vel þó þokulaust væri. Leist honum svo á að við þyrftum ekki á neinni til- sögn að halda. Jók þessi þokuför all- mikið á frægð okkar þar efra, og eftir því sem við heyrðum síðar, var þetta almennt umtalsefni þar um slóðir á næstunni. Næstu dagar voru svo hver öðrum líkir. Aðeins einn dag fengum við þokulaust á fjallstindinum og hvílíkt útsýni. Dalurinn var þokufullur upp í miðjar hlíðar, en efra skein sólin yfir drifhvítar fannbreiður. Nú sáum við hvílíkir dásamlegir möguleikar til skiðagöngu höfðu verið okkur faldir í þokunni. Nú skildum við líka að Norðmennirnir skyldu fyrst og fremst kalla þetta gott skíðaland og fyrst og fremst iðka göngu. Tíminn leið við skíðagöngur, söng og spil. Sverrir söng einsöng, þegar hann var vel upplagður. Gestgjafar okkar, Synnöva og Arne Stenberg og litlu telpurnar þeirra, Laila og Sylvia virtust una vel hag sínum, þó að þau yrðu að halda jólin fram til fjalla með bláókunnugum útlendingum. Synnöva sagði okkur, þegar við fórum að kynn- ast, að hún hefði verið hálfsmeik um að við myndum til lítillar jólagleði, við myndum sjálfsagt heimtufrek og þóttafull, matvönd og leiðinleg. Við sögðum bara: „Bústu við hinu vonda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.