Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 12
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Þeir fluttu mikinn gleðskap og ljett- lyndi inn á heimilið með sjer. Það var nóg til af soðnum rostungshjörtum, öli og brennivíni svo veislan stóð alla nóttina. Einn þeirra kunni að syngja galdra söngva Eskimóa og berja skænisbumb una, annar sagði sögur frá Síbiríu og þannig koll af kolli. Þá daga, sem þeir dvöldu þar, gerð ist eitthvað! ÞEGAR kom fram í miðjan mán- uðinn óx eftirvænting okkar um allan helming, (í Thúle „vænta“ menn ætíð einhvers) því nú bjuggumst við við komu jólagesta okkar, dönskum vís- indaleiðangri að norðan, sem allir voru góðir vinir okkar og kunningjar, og jólakveðjudagurinn, þegar við átt um að fá að heyra raddir vina okkar og ættingja í Danmörku, nálgaðist nú óðum. Jeg man það ennþá og sje það fyrir hugskotssjónum mínum eins og það hefði gerst í gær, og finn eftir- væntinguna, „spenninginn“: verslunar stjórann, sem situr hálfboginn á loft- skeytastöðinni og sendir og tekur á móti jólaskeytum, þjónustustúlkurn- ar, sem gera húsið hreint hátt og lágt og faktorsfrúna og mig, sem bökum geysistórar jólakökur handa Eskimó- um og sælgæti til heimilisins. Altaf öðru hvoru gáum við til veðurs og áhyggjusvipur okkar eykst eftir því sem himinninn verður þungbúnari. „Við getum ekki heyrt Danmörku, ef það verður hríð“ segir verslunarstjór- inn. En auðvitað fór alt vel, eins og vera á í öllum jólasögum. Það birti upp og við heyrðum alt það útvarp, sem okkur var ætlaö: ræðu gamla Staunings, grænlenska söngflokkinn, jólasálmana, og okkar eigin jólakveðjur. Við sátum í litla skúrnum, sem á „fínu“ máli var kall- að „útvarpsstöðin í Thúle“, Eskimóar og Danir hvorir innan um aðra eins þjett eins og kindur í rjett. í fyrstu var baðheitt þar inni, seinna, þegar drapst í ofninum, varð eins kalt eins og í íshúsi, en það gerði alt saman ekkert til, því við vorum aftur heima í gamla landinu okkar hjá vinum og ættingjum. En leiðangurinn að norðan Ijet bíða eftir sjer. Verslunarstjórinn talaði öðru hvoru um að senda hjálparsleða norður eftir, til þess að svipast um eftir þeim, þar eð hann gat ekki skil- ið, hvað tefði þá. En seinnipart dags þann 22. desember ruddust skyndilega fjórir menn inn í eldhúsið. Þeir voru snjóbarðir og klökugir og klæddir einkennilegum búningi úr sauðargær- um og hreindýraskinni, en þeir voru glaðir og reifir og brátt glumdi húsið við af hlátrum og köllum og með komu þeirra gengu þá jólin í garð hjá okkur, á þessari ystu varðstöð Evrópu menningarinnar við íshafið. Hjá jólatrjenu i Thule.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.