Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 5
SlaSd1" Laugardagur 24. september 1977 5 Norræna kvikmyndavikan hefst í dag i dag hefst í Reykjavík Norræn kvikmyndavika# meö sýningu myndarinn- ar Kvintettinn í Nýja bíó. Á dagskrá vikunnar, sem raunar stendur í níu daga, eru níu myndir og verða þærsýndar þrisvar sinnum hver, utan mynd- in Agaton Sax, sem verð- ur sýnd fimm sinnum. i dag verða sýndar myndirnar Kvintettinn, Blindur féiagi og Jörðin er syndugur söngur. í dagskrá vikunnar segir svo um þessar myndir: Sven Klang Kvintettinn: Stjórn: Stellan Olsson Handrit: Henric Holm- berg, Ninna Olson Kvikmyndun: Kent Per- son Aðalhlutverk: Henric Holmberg, Eva Remaeus, Jan Lindell, Andreas Granström, Christer Boustedt. Sven Klang er bilasali sem stundar tónlist i hjáverkum. Hann stjórnar litilli danshljóm- sveit, sem spilar á böllum i smábæ einum syóst I Sviþjóð. Þetta gerist áriö 1958, áöur en gitarinn var rafvæddur og bitlarnir gerðu dægurlög aö „poppi”. Strákarnir bera brilljantin i háriö og stelpurnar greiða i tagl og ganga i stifuðum undirpilsum. I byrjun eru hljómsveitarmeðlimimir aöeins fjórir, en brátt bætist fimmti maöurinn I hópinn: saxófón- leikarinn Lasse. Hann er for- framaður jazzleikari og litur á tónlistina sem annaö og meira en tómstundagaman eöa gróöa- veg. Lasse hefur djúp áhrif á alla meðlimi hljómsveitarinnar og uppsker svarinn fjandskap Svens, sem er dæmigeröur fyrir þá sem hafa gert tónlistina að söluvöru. Hjá árekstri veröur ekki komist. Myndin fjallar fyrst og fremst um þessi átök og samskipti hljómsveitarmeölimanna, en um leiö er hún frábær lýsing á þessu timabili, og hefur höfund- um hennar tekist einstaklega vel að endurvekja þann andblæ sem þá rikti. Jafnframteru hér bornar fram spurningar sem ættu aö veröa okkur æriö um- hugsunarefni, spurningar um listina og hlutverk hennar i lifi okkar, um tækifærin sem viö fá- um en látum ónotuö. Erum viö ekki öll listamenn innst inni? Langar ekki alla til aö lifa inni- haldsriku llfi? Hvaö er þaö i umhverfinu sem gerir okkur aö litlum og gráum hversdags- manneskjum? Blindur félagi: Stjórn og handrit: Hans Kristensen Kvikmyndun: Dirk Bruel Aöalhlutverk: Ole Ernst, Lis- beth Dahl, Jesper Klein, Claus Nissen. Hér á landi hefur áður veriö sýnd ein mynd eftir Hans Krisensen: Per. Aöalpersónan þar var ungur maöur, sem var „upp á kant viö kerfiö” eins og það heitir, féll ekki inni ramma borgaralegrar tilveru. „Blindur félagi” er eins konar framhald af Per, en þó meö þeim hætti aö Per sjálfur er ekki lengur aöal- persónan, heldur er hann hér hluti af hópi. Hann reynir að „verða aö manni”, þ.e. veröa viöurkenndur þjóöfélagsþegn. Oft gengur þaö brösótt hjá hon- um. Hinar persónurnar sem við sögu koma eru einstæö móöir og barn hennar litið og svo tveir vinir, sem annar er blindur. Allt þetta fólk býr i gömlu húsi i Kaupmannahöfn og nú ætla yfirvöldin aö láta rifa húsið og byggja nýtt. Ekki eru allir á eitt sáttir með réttmæti þeirra framkvæmda og sérstaklega eru vinirnir tveir andvigir þeim og gripa til róttækra aðgeröa til aö hindra þær. Myndin er skemmtileg blanda af þjóð- félagsgagnrýni og lúmskum húmor á danska visu. Hans Kristensen er 35 ára. Ot- skrifaöist úr danska kvik- myndaskólanum áriö 1969 og „Blindur félagi” er þriöja kvik- mynd hans, en auk myndanna hefur hann stjórnaö sjónvarps- leikriti i fjórum þáttum fyrir danska sjónvarpiö. Jörðin er syndugur söngur: Stjóm: Rauni Mollberg Handrit: Rauni Mollberg, Pirjo Honmkasalo, Panu Rajala, eftir samnefndri skáld- sögu Timo K. Mukka. Kvikmyndun: Eberhard Fehmers Nils-Olof Franzén er þekktur útvarpsmaöur og rithöfundur i Svþiþjóð. Hann skrifaöi fyrstu söguna um Agaton Sax áriö 1955, og nú eru þær orðnar tólf talsins. Þessar sögur hafa veriö þýddar á fjölmargar tungur og öölastmiklar vinsældir víða um heim. Söguhetjan, Agaton Sax, er leynilögreglumaður I sænska smábænum Byköping, sér- fræöingur I alþjóölegum glæpa- málum og ritstjóri bæjarblaös- ins, auk þess að vera eigandi hundsins Tikki og auðsveipur drengur þegar Tilda frænka hans skipar fyrir, en þaö gerir hún oft. Agaton hefur umráö yf- ir geysimerkilegri tölvu, sem Sólarferö: Skíöamaöur i erfiöleikum (Antti Litja). Maritta Viitamaki og Niiles-jouni Aikio i kvikmyndinni „Jöröin er syndugur söngur”. Kvikmyndun: Kari ^sfeifcerg, Hannu Peltomaa Aöalhlutverk: Maritta Viitamaki, Pauli Jauhojarvi, AimoSaukko, Niiles-jouni Aikio „Jöröin er syndugur söngur” er talin meö lanebestu kvik- myndum sem Finnar hafa framleitt, fyrr eöa siðar, Rauni Mdlberg (F.1929) á að baki nokkuö langan feril I leikhúsum og sjónvarpi, bæði sem leikari og leikstjóri, en þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann stjórnar. „Jörðin er syndugur söngur” fjallar um lifiö i þorpinu Siskonranta i suöurhluta Lapp- lands á eftirstriðsárunum. Þessi nákvæma staö- og timasetning skiptir þó ekki höfuömáli. Hér er f jallaö um mannlifiö f frum- stæöri nekt sinni, þar sem kyn- lif, ást og trúarbrögö eru nátt- úrufyrirbæri, þar sem lifið er barátta og dauöinn snöggur og grimmur. Aöalpersónan er Marta, ung stúlka sem þroskast gegnum sumar vetur vor og haust og kynnist lifinu, ástinni og dauðanum. ! Fæstir leikaranna i þessari frábæru kvikmynd eru atvinnu- menn á þvi sviöi. Myndin var gerö viö mjög erf- iöar aðstæður og var lengi i smiöum, en skaparar hennar höföu erindi sem erfiöi, þvi auk frábærra dóma og heimsfrægð- ar hefur myndin hlotið metaö- sókn. í Finnlandi einu sáu hana um 700 þúsund manns. (Til samanburðar má geta þess að á sama timabili sáu tæplega 486.000 Finnar „Guðföðurinn”.) A morgun, sunnudag, verða sýndar myndirnar Aragaton Sax, Sólarferö og Við. Agaton Sax (kl. 2 og 5) Stjórn: Stig Lasseby Handrit: Leif Kantz, eftir sögu Nils-Olof Franzén hann hefur matað á upplýsing- um um alþjóölega glæpastarf- semi. 1 þeirri sögu sem hér er sýnd gerist þaö helst að verstu bófar heims, þeir Július Mosca og Octopus Scott, strjúka úr fangelsi i London og halda til Byköping, þar sem þeir hyggj- ast stela tölvunni góöu. Scotland Yard sendir leynilögreglu- manninn Lispington á eftir þeim, en hann gerir hver mis- tökin öörum verri. Þaö eykur enn á vandann að Mosca og Scott eiga sér alsaklausa tvi- fara, sem lenda nú i þvi að vera handteknir oft á dag, i misgrip- um. Hér eru þvi góð ráö dýr. En Agaton Sax veit lengra en nef hans nær, og auk þess nýtur hann dyggilegrar aöstoöar þeirra Tikki og Tildu. Þessi mynd er einkum ætluö börnum, en reynslan hefur sýnt aö fullorönum finnst hún ekki siður skemmtileg. Hér er þvi um sannkallaöa fjölskyldumynd aö ræöa. Sólarferð (kl. 7) Stjóm? Risto Jarva Handrit: Risto Jarva, Jussi Kylatasku, Kullervo Kukkasjarvi Kvikmyndun: Antti Peippo Aöalhlutverk: Antti Litja, Tuula Nyman, Eija Pokkinen, Jukka Sipila Risto Jarva (f. 1934) er einn af þekktustu kvikmyndastjórum Finna. Myndir hans eru flestar alvarlegs eölis og flytja þjóö- félagslegan boöskap, en á síðari árum hefur hann þó fengið æ meiri áhuga á gamanmyndum. „Sólarferð” er nýjasta mynd hans, framleidd 1976. Skrifstofumaöurinn Aimo hef- ur mikinn áhuga á skiöaiþrótt- inni og ætlar að verja vetrarfri- inu sinu á vetrarólympiuleikun- um i Innsbruck. Hann hefur undirbúiö ferðina i smáatriðum og engu gleymt, þvi Aimo er fyrirhyggjumaöur. En svo taka óhöppin aö gerast, eitt af öðru, ogfyrren varir er Aimo kominn til grisku eyjarinnar Rhodos i fjörugum hópi finnskra feröa- manna. Hann ákveöur aö láta ekki á neinu bera, er of stoltur til að viöurkenna mistök sin. Reynir heldur að losa sig viö skíöin sin svo litiö beri á, en þaö erhægara sagten gert. Af þessu spinnast siðan hin ótrúlegustu atvik og sannast þar hið forn- kveðna, að margt getur skemmtilegt skeð. A bak við allt glensið og gamanið má greina mynd af frændum vorum Finnum einsog þeir eru i sólarferöum, og vafa- laust þykir mörgum fróölegt ao bera þá mynd saman við eigin reynslu af mörlandanum viö svipaöar aðstæður. Við (kl. 9) Stjórn: Laila Mikkelsen Handrit: Laila Mikkelsen og Knut Faldbakken Kvikmyndun: Erling Thur- mann Andersen Aðalhlutverk: Knut Husebö, Ellen Horn í þessari fyrstu kvikmynd sinni af fuliri lengd fjallar Laila Mikkelsen um vandamál sem hlýtur aö snerta okkur öll — einsog nafn myndarinnar gefur reyndar til kynna. Hún leggur fram spurninguna : hvaögeristi landi einsog Noregi, ef lönd hins svokallaða „þriðja heims” hætta að sjá þvt fyrir hráefn- um? Oliukreppan 1973 ýtti óþyrmilega viö mörgum „vel- ferðarþegninum”.Engetum viö svaraö spurningunni? Laila Mikkelsen bendir okkur á einn möguleika, og hann er alls ekki ósennilegur. Norðmenn fram- leiða nú u.þ.b. 38% af matvæl- um sínum sjálfir, úr eigin há- efnum. Afganginn þurfa þeir aö flytja inn. Þaö segir sig þvi sjálft að ástandið yrði ekki sem best ef fátæku þjóðimar tækju uppá þvi aö neyta sjálfar þeirra matvæla sem.þiær flytja nú út til riku landanna. Fyrst kæmi efnahagskreppa, siöan stjórn- málakreppa. Lýðræöiö marg- lofaöa stæöist ekkislikar krepp- ur og loks hlyti „sterkur maö- ur” aö koma til sögunnar, maö- ur sem kæmi á „lögum og reglu” i landinu. Hrun sósial- demókratismans leiddi þannig til fasisma. Hér er enginn visindaskáld- skapur á feröinni, heldur ein- faldlega saga sem gæti allteins gerst i nánustu framtlð. I þvi er einmitt styrkur myndarinnar fólginn. Sumum kann aö finnast þetta bölsýn mynd af framtlö- inni, en þeir sem fylgjast vel með fréttum vita aö raunsætt mat á möguleikum okkar til aö lifa af I þessum heimi hlýtur aö vera nær svartsýni en bjartsýni. Þessi mynd býður upp á um- ræöu. Hvað finnst áhorfendum? A mánudaginn eru svo einnig þrjár myndir á dagskrá, en þær eru Nær og fjær, Drengir og Sumarið sem ég varö fimmtán ‘ára. Um þær segir sýningarskrá- in: Nær og fjær (kl. 5) Stjórn: Marianne Ahrne Handrit: Marianne Ahrne og Bertrand Hurault Kvikmyndun: Hans Welin Aðalhlutverk: Lilga Kovanko, Robert Farrant, Annicka Kron- berg. „Nær og fjær” er fyrsta kvik- mynd af fullri lengd, sem Marianne Ahrne (f. 1940) stjórnar, enhún hefur áður gert heimildarmyndir og sjónvarps- myndir i ýmsum löndum, t.d. mynd um ellina, sem hún geröi i samvinnu viö franska rithöf- undinn Simone de Beauvoir. „Nær og fjær” var frumsýnd haustið 1976. Hún gerist á geö- veikrahæli og fjaliar um sam- skipti fólksins sem þar hefst viö, lækna og sjúklinga. Þetta er þó ekki nein „læknamynd”, heldur má segja að hún sé fyrst og fremst um ástina, um mögu- leika fólks til að finna ást og skilning i samskiptum sinum viö meöbræðurna. Lilga Kovanko er af rússnesk- um ættum og hefur lengst af starfað sem leikari i sænskum leikhúsum i Finnlandi. Robert Farrant er Breti. Framleiöandi myndarinnar er Jörn Donner, þekktur finnskur kvikmynda- stjóri sem nú starfar aö fram- leiðslu á vegum sænsku kvik- myndastofnunarinnar. Drengir (kl. 7) Stjórn: Nils Malmros Handrit: Nils Malmros, Frederick Cryer Kvikmyndun: Dirk Bruel Aðalhlutverk: Lars Junggren, Mads Ole Erhardsen, Inez Thomsen, Jesper Hede, Ilse Rande,Ib Tardini. Nils Malmros (f. 1944) er sjálfmenntaöur kvikmynda- stjóri frá Arósum. Hann gerði fyrst tvær myndir á eigin kostn- að og við litla hrifningu þar til ailtieinu einhver uppgötvaöi aö hin seinni þeirra, „Lars Ole 5c” var ekki sem verst. Þriðja kvikmynd hans, „Drengir”, fjallar um þrjú timabil i ævi ungs manns. 1 fyrsta hlutanum er hann fimm ára,næst 17 ára og þegar mynd- innilýkur er hann orðinn 23 ára. Þetta er einskonar þroskasaga og gerist I umhverfi, sem flestir mundu kalla „gott og tryggt”. Faðir Ole er læknir og dreng- urinn nýtur umhyggju og ástúð- ará rikmannlegu heimili. Undir þessu hljóöa yfirboröi er veriö að bæla tilfinningar og kenndir með „óaöfinnanlegu uppeldi”. Crtkoman veröur ungur maöur sem er hræddur við aö lifa, finna til og vera manneskja. Allt þetta og meira til segir myndin okkur á látlausan og ljóðrænan hátt, án predikana, næstum þvi án orða. Þetta er ein af þessum góöu kvikmyndum sem ekki er hægt að lýsa i oröum. Hana þarf aö upplifa i kvikmyndahúsi. Sumarið sem ég varð 15 ára (kl. 9) Stjórn: Knut Andersen Handrit: K. Andersen og Knut Faldbakken, eftir skáldsögu þess siðarnefnda, „Insekt- sommer”. Kvikmyndun: Knut Glöersen Aöalhlutverk: Steffen Rothchild, Anne-Lise Tangstad, Kaare Kroppan, Grethe Ryen. Sumarið sem Peter varö 15 ára var hann sendur I sveit ti 1 Kristens frænda og Linn frænku. Þetta var á árunum eft- ir 1950, þegar strákar gengu enn á stuttbuxum. 1 sveitinni upp- liföi Peter mörg ævintýri. Hann var aö vakna til vitundar um eigin karlmennsku en átti margt ólært. Nú komst hann i kynni við heim hinna fullorðnu og likaöi margt miöur I þeim heimi. Samt var það ótrúlega spennandi. Knut Andersen er meöal þekktustu og reyndustu leik- stjóra Norðmanna, og nafni hans Faldbakken er virtur rit- höfundur. Samstarf þeirra viö gerð þessarar myndar var með eindæmum farsælt. Kvik- myndastjóranum hefur tekist að færa yfir á hvita tjaldiö þaö andrúmsloft iöandi, suöandi sumarhita, vaknandi kennda og nýrrar reynslu, sem rithöfund- urinn skapaði meö aöstoö rit- vélarinnar. Allt þeirra strit heföi þó fariö fyrir litiö ef þeir hefðu ekki notiö aðstoöar 15 ára stráklings, Steffen Rothschild, sem leikur Peter af undraverö- um skiiningi og næmleika. 1 myndinni eru mjög ógleyman- leg atriði, einkum þar sem segir frá viðskiptum Peters viö leik- félaga sina, systkinin Jo og Gerd. Heimi unglinganna er lýst án tilfinningasemi og af góöri kimnigáfu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.