Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 24. september Ósamræmi í laun- um idnadarmanna Upplýsingar BSRB um stödu opinberra starfsmanna gagnvart almennum vinnu markadi Ef litið er á launastiga opinberra starfsmanna miðað við júlilaun síðast, kemur í Ijós, að 57% fólks- ins hefur lægri mánaðar- laun en Bll, en þau voru 121.645, og um 20% lægri mánaðarlauneniOO þúsund. Þetta sést glöggt á með- fylgjandi línuriti. Stjórn BSRB upplýsti á blaðamannaf undinum í fyrradag, að furöulegs ósamræmis gætti í launum iðnaðarmanna i almennri þjónustu ríkisins og laun- um starfsmanna i rikis- verksmiðjunum, sem þeg- ar hefur verið samið um. Þannig hefði iðnaðarmað- ur (óbreyttur) 164 þús. í mánaðarlaun og verkstjóri kr. 212 þúsund. Júlílaun iðnaðarmanns í annarri þjónustu ríkisins hefðu verið kr. 113,7 þús. og verkstjóra 121,2 þús. Hér er um að ræða dag- vinnutaxta í báðum tilfell- um og sé tilboð ríkisins at- hugað og raunar sáttatil- lagan er vissulega um að ræða mikinn skakka þar á miðað við samninga, sem rikið hefur sjálft gert. Ennþá gifurlegri verður munurinn ef miðað væri við samninga isal. Hér eru nokkrar viðmið- anir, sem stjórn BSRB lét í té: Iðnaðarmaður i B 9þarf að hækka frá sáttatillögu um: a) 54% til að ná ISALsamningn- um b) 27,36% til að ná rikisverk- smiðjunum c) 22,49% til að ná meðallaunum iðnaðarmanna fyrsta ársfjórð- ung 1977 að viðbættum 27%. d) 34,25% til að brúa bilið milli greiðslna rikisins til iðnaðar- manna utan BSRB, að viðbætt- um 27%. Verkamaður i B 5Þarf að hækka frá sáttatilboðinu um: a) 14,20% til að ná vegnu meðal- tali launa þeirra starfsmanna rikisverksmiðjanna, sem eru með lægri laun en iðnaðar- menn. b) 9,19% til að ná meðallaunum verkamanna fyrir 3 fyrstu mánuði ársins skv. rannsókn- um kjararannsóknarnefndar að viðbættum 27%. c) Athugun kjararannsóknar- nefndará launum verkakvenna 3 fyrstu mánuði ársins 1977 að viðbættum 27% sýna að verka- maður i B 5 er aðeins 8,06% hærri skv. tillögu sáttanefndar. Verkstjóri iðnaðarmanna i B 11 Þarf að hækka frá sáttatillögu um: a) 63,63% til að ná flokkstjóra iðnaðarmanna hjá ISAL b) 52,48% til að ná verkstjóra iðn- aðarmanna hjá rikisverk- smiðjunum. FuncSahöld um sáttatillögu sáttanefndar Fundir um sáttatillöguna og undirbúningur undir allsherjar- atkvæðagreiðsluna um sömu til- lögu verða, sem hér segir. Sauðárkrókur Laugardaginn 24. sept. kl. 15 Sæborg. Siglufjörður Föstudaginn 23. sept. kl. 20.30. Alþýðuhúsið. Norður la nd-eyst ra: Dalvik Sunnudaginn 25. sept. kl. 14. Daivikurskóli. Akureyri Föstudaginn 23. sept. kl. 20.30. HóteL Varðborg. Húsavík Laugardaginn 24. sept. kl. 14. Félagsheimilið. Austurland: Egilsstaðir Sunnudaginn 25. sept. kl. 13. Egilsstaðaskóii. Neskaupstaður Föstudaginn 23. sept. kl. 20.30. Egilsbúð. Reyðarfjörður Laugardaginn 24. sept. kl. 15. Barnaskólinn. Höfn, Hornafirði Þriðjudaginn 27. sept. kl. 20.30. Gagnfræðaskólinn. Suðurland: Hvolsvöllur Þriðjudaginn 27. sept. kl. 20.30 Félagsheimilið Hvoll. Vestmannaeyjar Þriðjudaginn 27. sept. kl. 20.30 Félagsheimilið við Heiðarveg. Selfoss Miðvikudaginn 28.>sept. kl. 20.30. Tryggvaskáli. Reykjanes. Keflavik Fimmtudaginn 29. sept. kl 20.30. Gagnfræðaskólinn. Reykjavik og nágrenni. Sum -félaganna hafa ekki ákveðið fundardag eða fyrir- komulag ennþá — en það verður tilkynnt á vinnustöðum. Þegar blaðið fór i prentun var kunnugt um þessa fundi: Mánudagur 26. sept.: Lögreglufélag Reykjavikur kl. 17 i kaffistofu lögregluvarð- stofunnar. Félag flugmáiastarfsmanna rikisins kl. 17 i kaffistofu flugmála- stjórnar. Póstmannafélag isiands kl. 20.30 i kaffistofu pósthússins. Tollvarðafélag íslands kl. 20.30 i kaffistofu Tollstöðvar- innar i Reykjavik. Kennarar i Reykjavik (Stéttar- fél. barnakennara, Fél. gagnfræðask. og Samband sérskóia) kl. 20.30 að Hótel Borg. Þriðjudagur 27. sept.: lijúkrunarfélag íslands. kl. 20.30 i Domus Medica. Kennarar i Reykjanesumdæmi i S.l.B. og L.S.F.K. kl. 20.30 i Skiphóli, Hafnarfirði. Miðvikudagur 28. sept.: Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps kl. 20.30 i kaffistofu Sjónvarps. Starfsmannafélag rikisstofnana (S.F.R.) kl. 20.30 á Hótel Sögu. Fimmtudagur 29. sept.: Félag starfsmanna stjórnar- ráðs kl. 20.30 i kaffistofu Arnarhvols. Félag islenzkra simamanna kl. 16.30 i matsal, Thorvaldsen- stræti. Starfs mannafélag Reykja- vikurborgar heldur fundi á vinnustöðum. Borgarstarfsmenn halda fund á vinnustöðum. Kæiarstarfsmenn á sama stað og rikisstarfsmenn. Hvar á að kiósa? Mesta áherzlu vildu stjórnar- menn BSRB leggja á, að ríkis- starfsmenn svo og bæjarstarfs- menn einnig, tækju almennan þátt i atkvæðagreiðslunni um sáttatillöguna. Astæða þykir til að birta kafla úr Huga, fréttabréfi BSRB varðandi atkvæðagreiðsluna. Allsherjaratkvæðagreiðslan um sáttatiilöguna er afar um- fangsmikil, þvi að ríkisstarf- menn eru dreifðir um allt land og félög bæjarstarfsmanna eru á 16 stöðum. Hefur verið ákveðið að kjör- staðirverði46og tilnefnir BSRB tvo menn i hverja kjörstjórn en rikið og bæjarstjórnir geta til- nefnt einn mann til að fylgjast með. Vinnustaður ræður kjörstað þfnum — ekki heimilisfangið Akveðið hefur verið að láta vinnustaðinn ráða kjörstaönum, en ekki heimilisfang. Þanmg er t.d. starfsmaður á Keflavikur- flugvelli þar á kjörskrá, þótt hann búi i Reykjavik, og kenn- arar eru á kjörskrá miðað við skólann sinn, þótt þeir búi ann- ars staðar. Menn þurfa þó ekki að mæta á sinum eigin kjörstað, heldur geta þeir kosið þar sem þeim hentar best, en þá setja þeir at- kvæðaseðilinn i umslag I stað kjörkassa. Hverjir fá að kjósa? Þeir sem eru i starfi á kjördag (2. og 3. okt.) og hafa greitt fé- lagsgjald til BSRB eða banda- lagsfélags, eða munu gera það i nýbyrjuðu starfi sinu og eru i meira en hálfu starfi i þjónustu rikisins eða atvinnufyrirtækja rikisins, fá að greiða atkvæði um sáttatillögu rikisstarfs- manna. Um sáttatiilögu bæjarstarfs- manna greiða á sama hátt at- kvæði félagsmenn i viðkomandi starfsmannafélagi. Agreiningur hefur skapast um rétt hjúkrunarfræðinga utan Reykjavikur og Akureyrarog starfsfólks sjálfseignarstofnana iopinberri þjónustu, sem starfa samkvæmt sérstökum lögum eða fjárframlögum frá rikinu. Þetta fólk er ekki sett á kjör- skrána sem fyrir liggur — en það ætti samt að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði sem sett yrði i umslag I stað kjörkassa — ogmunuBSRBog félögináfram vinna að viðurkenningu á þess- um atkvæðum. Kjörskráin er óná- kvæm—verður leiðrétt úhjákvæmilegt er að þessi fyrsta kjörskrá reynist óná- kvæm af ýmsum ástæðum. Sumarafleysingafólk og þeir sem nýlega eru hættir ættu ekki að vera á kjörskrá, en veruleg brögð munu að þvi að það fólk sé ennþá á þeirri launa- skrá.sem miðað er við. Trúnað- armenn ættu að óska eftir Ut- strikun þessara, þvi að þátt- tökuhlutfall gæti ráðið úrslitum. Mikill f jöldi er að ráða sig til starfa um þessi mánaðarmót bæði i skólum og viðar, en verð- ur ekki komið á kjörskrána. — Þetta fólk getur samt kosið og þarf þvi að mæta á kjörstað. Mun sáttanefnd úrskurða þessi atkvæði við talninguna. 46 kjörstaðir Hér fer á eftir upptalning á þeim 46 kjörstöðum sem á- kveðnirhafa verið. I næstu viku verður birt hvar kosning verður framkvæmd á hverjum stað. Reykjavik: Einn kjörstaður, tilkynntur sið- ar. Vesturland: Akranes, Borgames, Olafsvik, Stykkishólmur, Laugaskóli i Dalasýslu. Vestfirðir: Patreksfjörður, Núpur, Isa- fjörður, Hólmavík. Norðuriand vestra: Hvammstangi, Blönduós, Sauð- árkrókur, Sigluf jörður. Norðurland eystra: Ólafsfjörður, Dalvik, Akureyri, Laugaskóli i Þingeyjarsýslu, Húsavlk, Kópasker, Raufar- höfn, Þórshöfn. Austfirðir: Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarf jörður, Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Höfn. Suðurland: Kirkjubæjarklaustur, Vik i Mýrdal, Vestmannaeyjar, Hvolsvöllur, Laugavatn, Sel- foss, Hveragerði. Reykjanes: Grindavik, Kefiavík, Keflavlk- urflugvöllur, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Sel- tjarnarneskaupstaður, Mos- fdlssveit. Sérstaka áherzlu ber að leggja á, að verði þátttaka i allsherjaratkvæðagreiðslunni undir 50%, hvernig sem atkvæði annars falla, verður sáttatillag- an bindandi samningur næstu tvö ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.